Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Heitasta vika frá upphafi mælinga

Í kjöl­far heit­asta júní­mán­að­ar frá upp­hafi mæl­inga hef­ur met yf­ir með­al­loft­hita á jörð­inni ver­ið sleg­ið. El Niño er far­inn að láta á sér kræla en áhrifa frá veðra­fyr­ir­brigð­inu mun gæta fram á næsta ár.

Heitasta vika frá upphafi mælinga
Peking Kona og barn gæða sér á ís undir sólhlíf til að gera hitann bærilegri. Það hefur verið gríðarlega heitt í Kína líkt og víða annars staðar síðustu vikur. Hitinn var um og yfir 40 gráður nánast alla síðustu viku. Mynd: AFP

Fyrsta vika júlímánaðar var sú heitasta frá upphafi mælinga samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Bráðabirgðaniðurstöðurnar benda til þess að þann 7. júlí hafi meðallofthiti á jörðinni verið 17,24 gráður og litlu minni dagana á undan eða 17,23 gráður þann 4. júlí og 17,22 gráður 5. og 6. júlí. Fyrra met er frá ágúst 2016 þegar meðallofthiti stóð í 16.94 gráðum. 

Á vef WMO segir einnig að hátt hitastig sjávar um þessar mundir sé án fordæma og að hafísbreiðan á Suðurskautinu sé svo lítil að um met sé að ræða. Hiti á jörðinni hefur mælst hár það sem af er sumri en nýliðinn júní var heitasti júnímánuður frá upphafi mælinga.

„Methitastig á landi og í sjó hefur mögulega í för með sér voðaleg áhrif á bæði vistkerfi og umhverfið. Hitametin varpa ljósi á þær víðtæku breytingar sem nú eiga sér stað í kerfum jarðarinnar og eru afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum,“ segir í …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár