Hafdís Gunnarsdóttir og Hjörtur Númason státa samanlagt af 72 ára starfsreynslu hjá rækjuvinnslunni Hólmadrangi og forverum fyrirtækisins á Hólmavík. Hafdís hefur starfað þar í 22 ár og Hjörtur í hálfa öld.
„Ég er búinn að vera þarna síðan ég var 15 ára. Og ég er 65 ára, þannig að þetta eru orðin nokkur ár,“ segir Hjörtur, sem hefur þó ekki starfað alla tíð í rækjuvinnslunni, heldur einnig á togara sem áður var gerður út frá Hólmavík á vegum vinnslunnar.
Blaðamaður settist með þeim í gróðurhús í garði þeirra á fallegum sumardegi fyrir skemmstu og ræddi málin. Þau segja lokun rækjuvinnslunnar ekki hafa komið á óvart, þannig séð. Þau töldu þó líklegra að gripið yrði til framleiðslustopps um lengri tíma, fremur en að vinnslunni á Hólmavík yrði varanlega hætt.
„Það hefur verið taprekstur og þetta hefur gengið illa,“ segir Hjörtur, sem verið hefur vélstjóri rækjuvinnslunnar. …
Athugasemdir