Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Láta rykið setjast og sjá til

„Þetta er ekki al­veg eins og var fyr­ir 30–40 ár­um, þeg­ar einu frysti­húsi var lok­að. Það eru miklu meiri tæki­færi núna,“ seg­ir Haf­dís Gunn­ars­dótt­ir, sem starf­að hafði í 22 ár í rækju­vinnslu Hólma­drangs. Sam­býl­is­mað­ur henn­ar Hjört­ur Núma­son hafði starf­að hjá fyr­ir­tæk­inu og for­ver­um þess nán­ast frá því hann fermd­ist fyr­ir hálfri öld.

Láta rykið setjast og sjá til
Hólmavík Hjörtur Númason og Hafdís Gunnarsdóttir í gróðurhúsi sínu á Hólmavík á dýrðlegum sólardegi undir lok júní. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hafdís Gunnarsdóttir og Hjörtur Númason státa samanlagt af 72 ára starfsreynslu hjá rækjuvinnslunni Hólmadrangi og forverum fyrirtækisins á Hólmavík. Hafdís hefur starfað þar í 22 ár og Hjörtur í hálfa öld.

„Ég er búinn að vera þarna síðan ég var 15 ára. Og ég er 65 ára, þannig að þetta eru orðin nokkur ár,“ segir Hjörtur, sem hefur þó ekki starfað alla tíð í rækjuvinnslunni, heldur einnig á togara sem áður var gerður út frá Hólmavík á vegum vinnslunnar. 

Blaðamaður settist með þeim í gróðurhús í garði þeirra á fallegum sumardegi fyrir skemmstu og ræddi málin. Þau segja lokun rækjuvinnslunnar ekki hafa komið á óvart, þannig séð. Þau töldu þó líklegra að gripið yrði til framleiðslustopps um lengri tíma, fremur en að vinnslunni á Hólmavík yrði varanlega hætt.

„Það hefur verið taprekstur og þetta hefur gengið illa,“ segir Hjörtur, sem verið hefur vélstjóri rækjuvinnslunnar. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lokun Hólmadrangs

„Rækjan er bara fullreynd“
VettvangurLokun Hólmadrangs

„Rækj­an er bara full­reynd“

Það var ekki leng­ur rétt­læt­an­legt að kaupa rækju úr Bar­ents­hafi eða frá Kan­ada til þess að vinna hana á Hólma­vík, þar sem óseld rækja hef­ur nán­ast ver­ið að flæða út úr frystigeymsl­um Hólma­drangs. Stjórn­ar­formað­ur og rekstr­ar­stjóri vinnsl­unn­ar ræddu rækju­mark­að­inn, með­al ann­ars vax­andi sam­keppni við ris­arækju sem al­in er „í drullupoll­um í As­íu“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár