Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svarið við tilgangi lífsins felst í spurningunum

Vin­sæl­asti áfangi í sögu Yale-há­skóla verð­ur að­gengi­leg­ur nem­um við Há­skóla Ís­lands þar­næsta haust, ef allt geng­ur eft­ir. Um er að ræða eins kon­ar lífs­leikni fyr­ir há­skóla­nema sem bygg­ir á nálg­un sem nefn­ist Li­fe Worth Li­ving. Pró­fess­or­arn­ir og prest­arn­ir á bak við nálg­un­ina segja öll líf þess virði að lifa en svar­ið við til­gangi lífs­ins fel­ist í að spyrja nógu margra spurn­inga.

Hvernig er líf sem er þess virði að lifa? Þessari heimspekilegu spurningu hafa háskólaprófessorarnir Matthew Croasmun og Ryan McAnnally-Linz velt fyrir sér stóran hluta af lífinu og síðustu níu ár hafa þeir leitað svara með nemendum við Yale-háskóla. Áfanginn, Life Worth Living, er opinn öllum grunnnemum við háskólann og er sá vinsælasti í rúmlega 300 ára sögu skólans. Í vor gáfu þeir út samnefnda bók sem byggir á áfanganum og er nokkurs konar leiðarvísir að því sem mestu máli skiptir í lífinu. 

En hvert er svarið við stóru spurningu lífsins? Hvernig er líf sem er þess virði að lifa? Blaðamaður settist niður með Ryan og Matthew fyrir skömmu þegar þeir voru staddir á Íslandi til að kenna útgáfu af áfanganum á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir fagfólk og kennara sem hafa áhuga á að kenna Life Worth Living-áfangann í sínum háskólum en til stendur að innleiða áfangann í …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár