Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jarðskjálftar vekja ugg, spenning og forvitni

Jarð­skjálft­ar og yf­ir­vof­andi gos vekja upp ólík­ar til­finn­ing­ar hjá fólki. Heim­ild­in hélt út í mið­bæ Reykja­vík­ur og spurði gang­andi veg­far­end­ur hvort þau hefðu fund­ið fyr­ir skjálfta og ótt­uð­ust gos.

Viðmælendur Fundu flestöll fyrir skjálfta en ferðalangar frá Finnlandi fundu ekki neitt.

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga vegna yfirvofandi eldgoss við Fagradalsfjall hafa vart farið fram hjá landsmönnum búsettum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Nokkur þúsund skjálftar hafa mælst síðan þriðjudaginn 4. júlí og hafa Almannavarnir lýst yfir óvissustigi á Reykjanesskaga vegna þessa. Erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um það hvort og hvenær gos hefst en mismikil eftirvænting var hjá þeim sem Heimildin ræddi við í tengslum við skjálftana. 

Minnir á Alaska

Terry Roudenbush og eiginmaður hennar Jim verða á Íslandi næstu tvær vikur og hræðast ekki mögulegt gos. 

Terry og Jim RoudenbushHafa séð eldgos áður.

Fannstu fyrir jarðskjálftum í gær Terry?

Já, við fundum fyrir þeim. Þetta var fyrsti dagurinn okkar hér og við fundum fyrir þeim allan daginn. 

Hafið fundið fyrir jarðskjálftum áður?

Já. Við bjuggum í Alaska fylki og það er svipað. En þetta voru margir skjálftar. 

Hvernig leið ykkur?

„Ég vonaði að þeir yrðu ekki kröftugri,“ segir Terry og hlær. 

Ertu hrædd við eldgos? 

Við fórum í gönguferð með leiðsögumanni í gær sem sagði að þau væru ferðamanna væn. 

Aðspurð hvort að hjónin myndu framlengja ferðina ef gosið færi af stað segja þau litlar líkur á því. „Við höfum séð eldfjall gjósa þannig að það yrði ekki það sérstakt, svo ég held ekki,“ segir Jim. 

Gæti gosið

Síðast gaus í Fagradalsfjalli fyrir tveimur árum en þá var kraftmesti jarðskjálftinn 5.8 stig. Borghildur Sigurðardóttir fann fyrir nokkrum jarðskjálftunum í gær. 

Borghildur SigurðardóttirKippir sér ekki mikið upp við jarðskjálfta.

Finnst þér þú vön því að finna fyrir jarðskjálftum?

„Já eiginlega, maður kippir sér ekki mikið upp við það lengur.“ 

En veistu hvað þú átt að gera ef það kemur stór skjálfti?

„Já, ég þykist vita það. Svo er ekkert víst að ég viti það þegar á hólminn er komið.“ 

Heldurðu að það sé að fara að gjósa?

„Ég hef alveg eins trú á því já.“ 

Einhver að lemja vegg

Julie er frá Boston borg í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum. Hún ætlar að vera á Íslandi í fimm daga.

Julie frá BandaríkjunumHefur ekki mikla reynslu af jarðskjálftum.

Hefurðu einhvern tímann fundið fyrir jarðskjálfta?

Bara einu sinni, kannski fyrir fjórum árum síðan.

Í Boston?

Já í Boston.

Fannstu einhverja jarðskjálfta í gær?

Ekki yfir daginn en við höldum að við höfum mögulega fundið einn í gærkvöldi. Við vorum ekki alveg viss því að við höfum svo litla reynslu af þeim. 

Hvernig var það?

Við héldum að það væri einhver að lemja á veggina en núna vitum við að kannski var þetta jarðskjálfti. 

Yrðirðu hrædd ef það kæmi eldgos?

Já, örugglega. Við vitum ekki hverju við eigum að búast við. Við höfum aldrei veið með eldfjöll í Massachusetts. 

Heldurðu að þú myndir framlengja dvöl þína á Íslandi til þess að fylgjast með eldgosinu?

Örugglega ekki. Nei, við myndum vilja fara heim. 

Fundu ekki neitt

Finnsku ferðalangarnir Domi og Suviva verða á Íslandi í viku og lentu í gær. Domi segir þau ekki hafa fundið neitt heldur hafa sofið eins og ungabörn vegna þess hve rólegt og hljóðlátt er í kringum þau. 

Domi og Suviva Þau fundu enga skjálfta.

Vissu þið að það er stutt í eldgos?

Nei, þetta eru nýjar upplýsingar fyrir okkur,“ segir Suviva. 

Yrðuð þið hrædd ef fjallið myndi gjósa?

Suviva svarar: „Ég veit það ekki, þetta eru sérkennilegar aðstæður. Ég hef enga reynslu, þannig að við vitum ekki… kannski en ég geri ráð fyrir að við yrðum vel upplýst ef það gerðist.“ Domi segist ekki hræddur við gos og parið efast um að þau myndu framlengja dvöl sína til þess að fylgjast með mögulegu gosi. 

Betra á Íslandi en Ítalíu

Luana er upprunalega frá Ítalíu en búsett á Íslandi. Jarðskjálftar geta haft svakalegar afleiðingar og hún segir það ekkert skemmtiefni á Ítalíu að finna skjálfta. 

LuanaFinnur fyrir hræðslu.

Hefurðu fundið fyrir jarðskjálftum áður?

Já, því miður. En já, hér finnst mér ég öruggari því ég veit að það er í lagi með byggingarnar og að ég þarf ekki að hlaupa út úr húsinu ef þeir koma eða eitthvað slíkt.

Fannstu einhverja jarðskjálfta í gær?

Já, bæði þegar ég var heima og svo í vinnunni. 

Hvernig lætur það þér líða að finna skjálfta?

Í byrjun var ég miklu hræddari en núna er ég eiginlega… ég vil ekki segjast vera vön þeim en ég veit að það er allt í lagi. Það er eiginlega ó! Næstum því spennandi. Eitthvað til að deila og… já ég vona að þeir verði ekki verri. 

Yrðirðu spent ef það færi að gjósa?

Já, vonandi verður þetta vinalegt gos eins og síðast. Vonandi verður þetta í lagi. 

Heldurðu að þú sért byrjuð að venjast jarðskjálftum því að þú býrð á Íslandi eða er þetta alltaf spennandi?

Miklu betra hér. Ég er frá Ítalíu og trúðu mér þegar þú heyrir að það sé jarðskjálfti þá er það ekkert skemmtilegt. Hér er þetta öðruvísi. Ég veit ekki af hverju. Kannski því að fólk er vant því eða því að byggingarnar eru byggðar öðruvísi. Ég meina, það er ólíklegra að það verði tjón. Ég hef ekkert séð gerast síðasta árið við byggingar jafnvel þó það séu búnir að vera miklir jarðskjálftar á ýmsum svæðum. 

Það er því tvennt ólíkt að vera á Íslandi og Ítalíu?

Já það er gott að vera hér því að það tekur hræðsluna því að þú þarft ekki að pakka dótinu þínu, fara í bílinn og sofa einhvers staðar. Eitthvað svoleiðis. 

Vaknaði við skjálfta

Kristrún Heimisdóttir segist orðin vön skjálftum eftir síðustu ár.

KristrúnSvaf ekki í gegnum skjálftana.

Fannstu fyrir einhverjum jarðskjálftum í gær?

Ja, ég vaknaði í fyrrinótt við eitthvað sem var rosalega skrítið en það var svo langt síðan að það hafði verið jarðskjálfti að ég fattaði ekki strax að þetta hefði verið það. En svo bara sá ég að það hefði verið heilmikill jarðskjálfti og það var það sem vakti mig. 

Hvernig líður þér þegar þú finnur jarðskjálfta?

Maður er náttúrulega orðin svo vanur þessu frá því á síðustu árum. En æi það er nú ósköp gott að losna við þetta af það væri hægt en ég býst nú ekki við því að það verði. 

Hefurðu miklar áhyggjur af gosi?

Ég hef ekki miklar áhyggjur af gosi en auðvitað er þetta að sumu leyti ógnvænlegt og maður er svona uggandi yfir því að þetta geti verið eitthvað alvarlegt. En þetta virðist vera á því svæði að þetta nær ekki til byggða neins staðar þannig að maður huggar sig við það. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár