Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nefndarmenn fengu skýrsluna í pósti: „Ég lít þannig á að það hafi enn þá verið trúnaður á þessu“

Birg­ir Ár­manns­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­seti Al­þing­is, tel­ur lík­legt að Pírat­ar hafi brot­ið trún­að með því að birta skýrsl­una um Lind­ar­hvol op­in­ber­lega.

Nefndarmenn fengu skýrsluna í pósti: „Ég lít þannig á að það hafi enn þá verið trúnaður á þessu“
Forseti „Ég lít þannig á að það hafi enn þá verið trúnaður á þessu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fengu útprentað afrit af skýrslu Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol í pósthólf sín í morgun. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki þýtt að trúnaði yfir skýrslunni hafi verið aflétt.

Píratar birtu skýrsluna á vefsíðu sinni fyrr í dag en mikil leynd hefur hvílt yfir henni síðan árið 2018. 

„Jafnvel þó Sigurður hafi sent eintak á nefndarmenn hvern fyrir sig þá sýnist mér í fljótu bragði ekki að greinargerðin verði lögum samkvæmt opinber eða birting þess heimiluð,“ segir Birgir í samtali við Heimildina. „Ég lít þannig á að það hafi enn þá verið trúnaður á þessu.“ 

Almenningur leit skýrsluna fyrst augum í dag en nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa haft aðgang að henni í sérstöku trúnaðarherbergi á þessu kjörtímabili og því síðasta. 

Fara yfir málið í þinginu

Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir því í mars síðastliðnum að fjármála- og efnahagsráðuneytið skýrði fullyrðingar sínar um að ólöglegt væri að gera skýrsluna, sem líka hefur verið kölluð vinnuskjal, opinbera. 

„Sé það afstaða ráðuneytisins að birting vinnuskjala ríkisendurskoðanda sé almennt óheimil, og þá án þess að mat fari fram á atvikum vegna hvers og eins skjals, er óskað skýringa á þeim lagasjónarmiðum sem þar búi að baki,“ sagði í fyrirspurn umboðsmannsins. 

Birgir segir ágreininginn hafa snúist um það hvort og þá hvernig fara skyldi að birtingu skýrslunnar. Í framhaldinu verður farið yfir það í þinginu hvort opinber birting skýrslunnar stangist á við meðferð trúnaðarupplýsinga.

„Í fljótu bragði sýnist mér að svo sé en ég hef ekki haft tækifæri til þess að skoða það í kjölinn.“

Hverjar geta afleiðingar trúnaðarbrots verið? 

„Það er ekki um að ræða nein viðurlög við slíku.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VH
    Viðar Hjartarson skrifaði
    Ekkert má nú, allt skemmir skúrkurinn Þórhildur Sunna!
    1
  • Guðrún Ingimundardóttir skrifaði
    Sagt er : þjóð veit þá þrír vita.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Birgir, traust á þjóðþing okkar skapast ekki með leynimakki. Trúnaðarskjal síðan 2018 - er þá ekki kominn tími að allir fá að sjá þessar upplýsingar?
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Einkennileg viðbrögð Birgis. Í öðru orðinu er þetta trúnaðarmál og í hinu er þarna ekkert nýtt; hefur meira og minna allt komið fram áður segir hann.
    2
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Birgir telur greinilega að það sé trúnaðarbrot að stunda ekki yfirhilmingu því ljóst er við fljótlegan lestur er að þetta á heima á borði saksóknara með alvörurannsóknaraðilum en ekki innmúruðum möppudýrum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu