Starfandi einstaklingum á vinnumarkaði fjölgaði um 10.200 á milli ára. Rúmlega þrír af hverjum fjórum í þeim hópi eru innflytjendur. Fjölgun starfandi innflytjenda nam 7.900 á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.
Samkvæmt skrám voru alls 219.300 einstaklingar á íslenskum vinnumarkaði í maí síðastliðnum, samanborið við rúmlega 209 þúsund í sama mánuði í fyrra. Af þeim voru tæplega 168.900 með íslenskan bakgrunn en 50.400 innflytjendur. Fjöldi vinnandi fólks nær að jafnaði hámarki í júlí og
Kröftug viðreisn ferðaþjónustunnar hefur mikil áhrif á þessa fjölgun. Gert er ráð fyrir að í ár muni um eða yfir tvær milljónir erlendra ferðamanna sækja landið heim, samkvæmt spám greiningaraðila. Allt útlit er fyrir að spárnar muni standast ef marka má orð Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem var í viðtali í kvöldfréttum RÚV á þriðjudag. Gerði hann ráð fyrir að fjöldinn næmi um 2,1 til 2,2 milljónum í …
Athugasemdir