Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjármagnstekjur á mann í Grindavík fóru úr 409 þúsund í 7,2 milljónir

Sex systkini í Grinda­vík seldu fjöl­skyldu­út­gerð­ina sína á meira en 30 millj­arða króna í fyrra. Við það urðu til há­ar fjár­magn­s­tekj­ur sem leiddu af sér sex millj­arða króna skatt­greiðsl­ur. Fyr­ir vik­ið voru fjár­magn­s­tekj­ur á hvern íbúa í Grinda­vík á ár­inu 2022 næst­um níu sinn­um hærri en lands­með­al­tal­ið.

Fjármagnstekjur á mann í Grindavík fóru úr 409 þúsund í 7,2 milljónir
Framkvæmdastjóri Vísis Pétur Hafsteinn Pálsson fékk stærri hlut í Síldarvinnslunni en systkini hans þegar þau ákváðu að selja Vísi. Hann hefur þegar selt hlut fyrir um milljarð króna.

Árið 2021 var meðaltal fjármagnstekna á hvern íbúa í Grindavíkurbær, tæplega 3.700 manna sveitarfélags á suðvesturhorni Íslands, 409 þúsund krónur. Þær höfðu haldist nokkuð lágar síðastliðinn ár og verið á bilinu 188 til 783 þúsund á ári frá bankahruni. Í fyrra varð hins vegar breyting á. Meðaltal fjármagnstekna á hvern íbúa árið 2022 var 7,2 milljónir króna. Það er langhæsta meðaltalið sem fyrirfannst á landinu það árið. Næst á eftir kom sveitarfélagið Stykkishólmur, sem varð til með sameiningu Stykkishólms og Helgafellssveitar í fyrra, með 2,4 milljónir króna meðaltals fjármagnstekjur á hvern sinna 1.308 íbúa. Fjármagnstekjur á hvern íbúa Grindavíkur voru því þrisvar sinnum meiri en meðaltal þeirra í því sveitarfélagi sem kom næst á eftir. Alls var meðaltal fjármagnstekna á alla íbúa Íslands á árinu 2022 821 þúsund krónur. Það þýðir að meðaltalið í Grindavík var næstum níu sinnum hærra. 

Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár