Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fékk heilaslag en enga björgunarþyrlu

Kona sem fékk heila­slag á Hólma­vík síð­ast­lið­inn föstu­dag fékk ekki að­stoð björg­un­ar­þyrlu Land­helg­is­gæslu Ís­lands vegna þess að tvær vél­anna voru í reglu­bundnu við­haldi og sú þriðja bil­aði óvænt. Mál­ið er ekki eins­dæmi.

Fékk heilaslag en enga björgunarþyrlu
Þyrla Gæslan rekur þrjár björgunarþyrlur. Markmiðið er að hafa alltaf tvær þeirra til taks en það gengur ekki alltaf vegna reglubundins viðhalds. Mynd: Jón Trausti Reynisson

Það getur skipt sköpum fyrir fólk sem fær heilaslag að komast hratt undir læknis hendur en afleiðingar geta verið lífshættulegar. Því varð dóttur konu á Hólmavík illa við á föstudag þegar móðir hennar fékk heilaslag og Landhelgisgæslan gat ekki ræst út björgunarþyrlu til þess að koma henni fljótt á Landspítala.

Ástæðan var sú að tvær af þremur björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar voru í reglubundnu viðhaldi og sú eina sem eftir stóð bilaði á föstudag. Því þurfti sjúkraflutningafólk á Hólmavík að aka konunni til Akraness þar sem annar sjúkrabíll tók við. Ferðin tók um tvær klukkustundir.

Þetta er ekki einsdæmi, stöku sinnum kemur það fyrir að engar björgunarþyrlur eru til taks hjá Landhelgisgæslunni en Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir þó að það gerist sjaldan.

„Það er kappsmál hjá okkur að hafa alltaf tvær vélar til taks en við vitum að við höfum þær ekki alltaf,“ segir Guðmundur Birkir í samtali við …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár