Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fékk heilaslag en enga björgunarþyrlu

Kona sem fékk heila­slag á Hólma­vík síð­ast­lið­inn föstu­dag fékk ekki að­stoð björg­un­ar­þyrlu Land­helg­is­gæslu Ís­lands vegna þess að tvær vél­anna voru í reglu­bundnu við­haldi og sú þriðja bil­aði óvænt. Mál­ið er ekki eins­dæmi.

Fékk heilaslag en enga björgunarþyrlu
Þyrla Gæslan rekur þrjár björgunarþyrlur. Markmiðið er að hafa alltaf tvær þeirra til taks en það gengur ekki alltaf vegna reglubundins viðhalds. Mynd: Jón Trausti Reynisson

Það getur skipt sköpum fyrir fólk sem fær heilaslag að komast hratt undir læknis hendur en afleiðingar geta verið lífshættulegar. Því varð dóttur konu á Hólmavík illa við á föstudag þegar móðir hennar fékk heilaslag og Landhelgisgæslan gat ekki ræst út björgunarþyrlu til þess að koma henni fljótt á Landspítala.

Ástæðan var sú að tvær af þremur björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar voru í reglubundnu viðhaldi og sú eina sem eftir stóð bilaði á föstudag. Því þurfti sjúkraflutningafólk á Hólmavík að aka konunni til Akraness þar sem annar sjúkrabíll tók við. Ferðin tók um tvær klukkustundir.

Þetta er ekki einsdæmi, stöku sinnum kemur það fyrir að engar björgunarþyrlur eru til taks hjá Landhelgisgæslunni en Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir þó að það gerist sjaldan.

„Það er kappsmál hjá okkur að hafa alltaf tvær vélar til taks en við vitum að við höfum þær ekki alltaf,“ segir Guðmundur Birkir í samtali við …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár