Tilkynnt var um viðskiptin í morgun, en Vísir greindi fyrst frá hér á landi. Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf, sem tók yfir fjárfestingar Samherja í skráðum og óskráðum félögum, keypti 5% hlut í Bank Nordik, sem útgerðarfélagið Framherji hafði selt. Samherji var þar til nýlega eigandi um fjórðungs hlutafjár í Framherja, og var því fyrir í hópi hluthafa í bankanum.
Eftir kaupin er Kaldbakur fjórði stærsti hluthafi bankans, sem er er að ríflega þriðjungi til í eigu færeyska ríkisins. Aðrir stórir hluthafar eru tryggingarisinn norski, Protector, sem á 11% hlut og danski auðkýfingurinn Henrik Lind sem átti þar til í morgun rúmlega 10% í bankanum.
Bank Nordik á sér ríflega 100 ára sögu, er stærsti banki Færeyja og raunar annað stærsta fyrirtæki eyjanna, í eignum talið. Einungis laxeldisrisinn Bakkafrost er stærri. Eigið fé bankans var um 35 milljarðar íslenskra króna í mars síðastliðnum, til samanburðar var eigið fé Íslandsbanka um 210 milljarðar …
Athugasemdir