Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samherji verður meðeigandi færeyska ríkisins í Nordik banka

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja, Kald­bak­ur ehf, eign­að­ist í morg­un 5% hlut fær­eyska út­gerð­ar­fé­lags­ins Fram­herja í Nordik banka. Sam­herji átti þar til ný­lega fjórð­ung í Fram­herja sem var eitt um­svifa­mesta út­gerð­ar­fé­lag eyj­anna. Dansk­ur kvótakóng­ur kom líka inn í hlut­hafa­hóp bank­ans í morg­un, þar sem fær­eyska rík­ið er fyr­ir­ferð­ar­mest.

Samherji verður meðeigandi færeyska ríkisins í Nordik banka
Þórshöfn í Færeyjum Samherji eignaðist í morgun 5% hlut í stærsta banka Færeyja í gegnum félag sitt Kaldbak. Hlutinn keypti Samherji af útgerðarfélaginu Framherja, sem Samherji hafði átt að fjórðungi undanfarna þrjá áratugi. Mynd: Shutterstock

Tilkynnt var um viðskiptin í morgun, en Vísir greindi fyrst frá hér á landi. Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf, sem tók yfir fjárfestingar Samherja í skráðum og óskráðum félögum, keypti 5% hlut í Bank Nordik, sem útgerðarfélagið Framherji hafði selt. Samherji var þar til nýlega eigandi um fjórðungs hlutafjár í Framherja, og var því fyrir í hópi hluthafa í bankanum.

Eftir kaupin er Kaldbakur fjórði stærsti hluthafi bankans, sem er er að ríflega þriðjungi til í eigu færeyska ríkisins. Aðrir stórir hluthafar eru tryggingarisinn norski, Protector, sem á 11% hlut og danski auðkýfingurinn Henrik Lind sem átti þar til í morgun rúmlega 10% í bankanum.

Bank Nordik á sér ríflega 100 ára sögu, er stærsti banki Færeyja og raunar annað stærsta fyrirtæki eyjanna, í eignum talið. Einungis laxeldisrisinn Bakkafrost er stærri. Eigið fé bankans var um 35 milljarðar íslenskra króna í mars síðastliðnum, til samanburðar var eigið fé Íslandsbanka um 210 milljarðar …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár