Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“

Hval­veið­ar munu ekki fara fram í sum­ar. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra tók í vik­unni ákvörð­un um að stöðva veið­ar á lang­reyð­um, tíma­bund­ið, til 31.ág­úst. Ákvörð­un­ina tók hún í kjöl­far af­drátt­ar­lauss álits fagráðs um vel­ferð dýra. Heim­ild­in fór á stúf­ana og fékk álit veg­far­enda, inn­lendra sem er­lendra, á hval­veið­um.

Hver er afstaða þín til hvalveiða? 

„Nei.“

Svar Sigurjóns Sindra Skjaldarsonar er einfalt. Hann andvarpar þegar blaðamaður spyr út í ákvörun ráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið og segist ekki vita nóg um málið. Hann hefur ekki smakkað hvalkjöt og getur ekki hugsað sér að gera það. „Nei, ég er góður þar sko.“   

„Nei“Afstaða Sigurjóns Sindra Skjaldarsonar til hvalveiða er neikvæð.

Hvalaskoðun ekki stórfengleg sjón

Rob Smedema, hollenskur ferðamaður, er frekar hlutlaus þegar kemur að hvalveiðum. „Auðvitað var það mikilvægur iðnaður, tekjulind. Ég held að það séu breyttir tímar en eftir því sem ég best veit eru nokkur lönd í heiminum sem hafa ekki enn skrifað undir Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem bannar hvalveiðar, eitt þeirra er Ísland.“

Hvalveiðar sem slíkar höfðu ekki áhrif á ákvörðun hans þegar kom að því að  ferðast til Íslands? „En auðvitað vissum við að það er eitthvað slíkt á Íslandi.“ 

Rob hefur ekki smakkað hvalkjöt en hann hefur farið í hvalaskoðun, á Norðurlandi, og líkaði það vel.  „Við sáum nokkra hnúfubaka en þetta var ekki stórfengleg sjón, þeir flutu bara um, ekki eins og flottu myndirnar sem þú sérð þar sem þeir stökkva upp úr sjónum. Ég bjóst ekki við því. Það voru tveir hnúfubakar og þetta var indælt, þetta var í firðinum og  veðrið var gott og þetta var ánægjuleg upplifun.“

Breyttir tímarHollendingurinn Rob Smedema segir hvalveiðar hafa verið mikilvægan iðnað og tekjulind en nú eru breyttir tímar.

Er ekki komið nóg? 

Gunnar Steinn Aðalsteinsson hefur verið búsettur í Noregi stóran hluta ævi sinnar og afstaða hans gagnvart hvalveiðum er frekar hlutlaus. „En ég er ánægður að þetta er búið,“ segir hann um ákvörðun ráðherra að stöðva hvalveiðar tímabundirð. Hann gerir þó athugasemdir við fyrirvarann.  

„Ég hef meiri áhyggjur af fólki sem er að starfa við þetta, hvort að þau missi vinnuna sína og eru búin að plana sumarferðir eða ráða fólk inn fyrir sumarið.“ Spurningin er samt sem áður siðferðileg, að hans mati. „Er ekki komið nóg?“ 

Smakkaði hvalkjöt í brúðkaupiGunnar Steinn Aðalsteinsson hefur einu sinni smakkað hvalkjöt. Það var í brúðkaupi í Noregi, en fannst það ekkert sérstakt.

Gunnar hefur smakkað hvalkjöt. Einu sinni. Í Noregi. „Það var ekkert sérstakt sko, ekki fyrir minn smekk.“ Þá hefur hann einu sinni farið í hvalaskoðun sem hann hafði gaman af. „Einu sinni þegar ég var krakki, það var mjög gaman, spennandi.“

Hefur ekki smakkað hvalkjöt

Arna Katrín Davíðsdóttir segist ekkert vita um hvalveiðar og því geti hún ekki tekið afstöðu til þeirra. Hún hefur ekki smakkað hvalkjöt. „Og ég plana ekki að gera það.“ Hún hefur einu sinni farið í hvalaskoðun og segir það hafa verið mjög fínt. Aðspurt hvort hún hafi séð marga hvali segir hún: „Svona já og nei.“

Ekki á planinu að smakka hvalkjötArna Katrín Davíðsdóttir veit lítið um hvalveiðar en hefur einu sinni farið í hvalaskoðun sem var mjög fínt.

Sá Hval 9 fyrst fyrir 37 árum

Bernhard Wessling kom fyrst til Íslands fyrir 37 árum og var að velta fyrir sér hvort hvalveiðiskipið Hvalur 9 væri það sama og hann sá þá, þegar blaðamaður nálgast hann í grennd við hvalveiðiskipið sem liggur nú við bryggju. Svo reyndist vera þar sem Hvalur 9 er smíðað árið 1952. 

Bernhard og eiginkona hans, Karin, setjast á bekk og ræða við blaðamann. Karin afþakkar hins vegar spjall þar sem hún segir enskukunnáttuna takmarkaða en hún þekkir umræðuefnið vel. Hjónin eru miklir náttúruverndasinnar. „Ég er alfarið á móti hvalveiðum. Ég er í náttúruvernd, ekki hvað varðar hvali, heldur tranfugla og fugla og náttúruvernd almennt. Hvalir hafa verið nánast útdauðir og hvalir gegna stóru hlutverki í vistfræði, í vistkerfi sjávar, við einfaldlega verðum að vernda þá og við þurfum ekki að veiða þá. Og Ísland þarf ekki að veiða þá.“

NáttúruverndarsinnarBernhard Wessing og Karin Muras eru þýsk hjón á ferð um landið. Þau eru miklir dýra- og náttúruverndarsinnar og hefur Bernhard gefið út bók um tranfugla, fuglategund sem lítið er vitað um.

Það ætti ekki að koma á óvart að Bernhard hefur ekki smakkað hvalkjöt. En þegar hann var hér á landi fyrir 37 árum með sonum sínum dreymdi þá um að sjá lunda. Þeim varð hins vegar ekki að ósk sinni, að sjá lifandi lunda. „Við vorum að leita að lunda. Síðasta daginn komum við til Reykjavíkur og fórum á veitingastað og það var lundi á matseðlinum og strákarnir mínir fóru að gráta þannig við vildum ekki borða þá. Það sama á við um hvalina.“  

Hrefnan var með eitthvað vesen

Berglind Guðný Kaaber og Valgerður Gréta Gröndal eru báðar mótfallnar hvalveiðum og fagna ákvörðun ráðherra um frestun hvalveiða. „Já bara þótt fyrr hefði verið, bara stórkostlegt,“ segir Valgerður. 

Berglind hefur ekki smakkað hvalkjöt en það hefur Valgerður gert. „Já, mér líkaði það ekki. Það var hrefna, einhvern tímann um árið, sem þurfti að leggja í mjólk, hún var með eitthvað vesen. Þetta var samt vont.“  

Berglind hefur hins vegar farið í hvalaskoðun. „Já, ég hef gert það. Það var bara eiginlega sigling, ég sá alveg sporðinn á honum en þetta var bara sigling.“

Stórkostelgt að fresta hvalveiðumBerglind Guðný Kaaber og Valgerður Gréta Gröndal fagna ákvörðun ráðherra. Berglind hefur farið í hvalaskoðun og Valgerður hefur smakkað hvalkjöt. Hvalaskoðunin var eins og hver önnur sigling og hvalkjötið var ekki gott.

Hissa á hvalkjötsáti

Merle Fauck, ferðamaður frá Þýskalandi, er ekki hlynnt hvalveiðum. „Við viljum heldur halda þeim lifandi. En ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“ Sjálf getur hún ekki hugsað sér að leggja slíkt til munns. 

Vonast til að sjá stökkvandi hvaliMerle Fauck, ferðamaður frá Þýskalandi, var spennt fyrir hvalaskoðun en furðaði sig á því að hægt er að kaupa hvalkjöt og og borða það.

Hún var hins vegar á leiðinni í hvalaskoðun með vinkonu sinni. „Við erum að fara í kvöld að skoða þá, ég vil frekar gera það,“ segir Merie, en þær voru bjartsýnar á að sjá helling af hvölum í góða veðrinu. „Þegar þeir synda og stökkva. Við vonumst til þess.“   

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu