Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“

Hval­veið­ar munu ekki fara fram í sum­ar. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra tók í vik­unni ákvörð­un um að stöðva veið­ar á lang­reyð­um, tíma­bund­ið, til 31.ág­úst. Ákvörð­un­ina tók hún í kjöl­far af­drátt­ar­lauss álits fagráðs um vel­ferð dýra. Heim­ild­in fór á stúf­ana og fékk álit veg­far­enda, inn­lendra sem er­lendra, á hval­veið­um.

Hver er afstaða þín til hvalveiða? 

„Nei.“

Svar Sigurjóns Sindra Skjaldarsonar er einfalt. Hann andvarpar þegar blaðamaður spyr út í ákvörun ráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið og segist ekki vita nóg um málið. Hann hefur ekki smakkað hvalkjöt og getur ekki hugsað sér að gera það. „Nei, ég er góður þar sko.“   

„Nei“Afstaða Sigurjóns Sindra Skjaldarsonar til hvalveiða er neikvæð.

Hvalaskoðun ekki stórfengleg sjón

Rob Smedema, hollenskur ferðamaður, er frekar hlutlaus þegar kemur að hvalveiðum. „Auðvitað var það mikilvægur iðnaður, tekjulind. Ég held að það séu breyttir tímar en eftir því sem ég best veit eru nokkur lönd í heiminum sem hafa ekki enn skrifað undir Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem bannar hvalveiðar, eitt þeirra er Ísland.“

Hvalveiðar sem slíkar höfðu ekki áhrif á ákvörðun hans þegar kom að því að  ferðast til Íslands? „En auðvitað vissum við að það er eitthvað slíkt á Íslandi.“ 

Rob hefur ekki smakkað hvalkjöt en hann hefur farið í hvalaskoðun, á Norðurlandi, og líkaði það vel.  „Við sáum nokkra hnúfubaka en þetta var ekki stórfengleg sjón, þeir flutu bara um, ekki eins og flottu myndirnar sem þú sérð þar sem þeir stökkva upp úr sjónum. Ég bjóst ekki við því. Það voru tveir hnúfubakar og þetta var indælt, þetta var í firðinum og  veðrið var gott og þetta var ánægjuleg upplifun.“

Breyttir tímarHollendingurinn Rob Smedema segir hvalveiðar hafa verið mikilvægan iðnað og tekjulind en nú eru breyttir tímar.

Er ekki komið nóg? 

Gunnar Steinn Aðalsteinsson hefur verið búsettur í Noregi stóran hluta ævi sinnar og afstaða hans gagnvart hvalveiðum er frekar hlutlaus. „En ég er ánægður að þetta er búið,“ segir hann um ákvörðun ráðherra að stöðva hvalveiðar tímabundirð. Hann gerir þó athugasemdir við fyrirvarann.  

„Ég hef meiri áhyggjur af fólki sem er að starfa við þetta, hvort að þau missi vinnuna sína og eru búin að plana sumarferðir eða ráða fólk inn fyrir sumarið.“ Spurningin er samt sem áður siðferðileg, að hans mati. „Er ekki komið nóg?“ 

Smakkaði hvalkjöt í brúðkaupiGunnar Steinn Aðalsteinsson hefur einu sinni smakkað hvalkjöt. Það var í brúðkaupi í Noregi, en fannst það ekkert sérstakt.

Gunnar hefur smakkað hvalkjöt. Einu sinni. Í Noregi. „Það var ekkert sérstakt sko, ekki fyrir minn smekk.“ Þá hefur hann einu sinni farið í hvalaskoðun sem hann hafði gaman af. „Einu sinni þegar ég var krakki, það var mjög gaman, spennandi.“

Hefur ekki smakkað hvalkjöt

Arna Katrín Davíðsdóttir segist ekkert vita um hvalveiðar og því geti hún ekki tekið afstöðu til þeirra. Hún hefur ekki smakkað hvalkjöt. „Og ég plana ekki að gera það.“ Hún hefur einu sinni farið í hvalaskoðun og segir það hafa verið mjög fínt. Aðspurt hvort hún hafi séð marga hvali segir hún: „Svona já og nei.“

Ekki á planinu að smakka hvalkjötArna Katrín Davíðsdóttir veit lítið um hvalveiðar en hefur einu sinni farið í hvalaskoðun sem var mjög fínt.

Sá Hval 9 fyrst fyrir 37 árum

Bernhard Wessling kom fyrst til Íslands fyrir 37 árum og var að velta fyrir sér hvort hvalveiðiskipið Hvalur 9 væri það sama og hann sá þá, þegar blaðamaður nálgast hann í grennd við hvalveiðiskipið sem liggur nú við bryggju. Svo reyndist vera þar sem Hvalur 9 er smíðað árið 1952. 

Bernhard og eiginkona hans, Karin, setjast á bekk og ræða við blaðamann. Karin afþakkar hins vegar spjall þar sem hún segir enskukunnáttuna takmarkaða en hún þekkir umræðuefnið vel. Hjónin eru miklir náttúruverndasinnar. „Ég er alfarið á móti hvalveiðum. Ég er í náttúruvernd, ekki hvað varðar hvali, heldur tranfugla og fugla og náttúruvernd almennt. Hvalir hafa verið nánast útdauðir og hvalir gegna stóru hlutverki í vistfræði, í vistkerfi sjávar, við einfaldlega verðum að vernda þá og við þurfum ekki að veiða þá. Og Ísland þarf ekki að veiða þá.“

NáttúruverndarsinnarBernhard Wessing og Karin Muras eru þýsk hjón á ferð um landið. Þau eru miklir dýra- og náttúruverndarsinnar og hefur Bernhard gefið út bók um tranfugla, fuglategund sem lítið er vitað um.

Það ætti ekki að koma á óvart að Bernhard hefur ekki smakkað hvalkjöt. En þegar hann var hér á landi fyrir 37 árum með sonum sínum dreymdi þá um að sjá lunda. Þeim varð hins vegar ekki að ósk sinni, að sjá lifandi lunda. „Við vorum að leita að lunda. Síðasta daginn komum við til Reykjavíkur og fórum á veitingastað og það var lundi á matseðlinum og strákarnir mínir fóru að gráta þannig við vildum ekki borða þá. Það sama á við um hvalina.“  

Hrefnan var með eitthvað vesen

Berglind Guðný Kaaber og Valgerður Gréta Gröndal eru báðar mótfallnar hvalveiðum og fagna ákvörðun ráðherra um frestun hvalveiða. „Já bara þótt fyrr hefði verið, bara stórkostlegt,“ segir Valgerður. 

Berglind hefur ekki smakkað hvalkjöt en það hefur Valgerður gert. „Já, mér líkaði það ekki. Það var hrefna, einhvern tímann um árið, sem þurfti að leggja í mjólk, hún var með eitthvað vesen. Þetta var samt vont.“  

Berglind hefur hins vegar farið í hvalaskoðun. „Já, ég hef gert það. Það var bara eiginlega sigling, ég sá alveg sporðinn á honum en þetta var bara sigling.“

Stórkostelgt að fresta hvalveiðumBerglind Guðný Kaaber og Valgerður Gréta Gröndal fagna ákvörðun ráðherra. Berglind hefur farið í hvalaskoðun og Valgerður hefur smakkað hvalkjöt. Hvalaskoðunin var eins og hver önnur sigling og hvalkjötið var ekki gott.

Hissa á hvalkjötsáti

Merle Fauck, ferðamaður frá Þýskalandi, er ekki hlynnt hvalveiðum. „Við viljum heldur halda þeim lifandi. En ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“ Sjálf getur hún ekki hugsað sér að leggja slíkt til munns. 

Vonast til að sjá stökkvandi hvaliMerle Fauck, ferðamaður frá Þýskalandi, var spennt fyrir hvalaskoðun en furðaði sig á því að hægt er að kaupa hvalkjöt og og borða það.

Hún var hins vegar á leiðinni í hvalaskoðun með vinkonu sinni. „Við erum að fara í kvöld að skoða þá, ég vil frekar gera það,“ segir Merie, en þær voru bjartsýnar á að sjá helling af hvölum í góða veðrinu. „Þegar þeir synda og stökkva. Við vonumst til þess.“   

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
1
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
Rannsókn

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
4
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
6
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
7
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
9
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár