Stjörnugrís ehf.
Vallá, 162 Reykjavík.
Eigendur Stjörnugríss og systurfélagsins Stjörnueggja eru umsvifamiklir á markaði, bæði hvað varðar framleiðslu á svína- og kjúklingakjöti. Eins þegar kemur að sölu á innfluttu kjöti í gegnum félagið LL42 sem er í eigu Stjörnugríss.
Svínabú í eigu Stjörnugríss eru rekin á Vallá á Kjalarnesi, Saltvík á Kjalarnesi, Melum í Melasveit, Sléttabóli á Skeiðum, Hýrumel í Reykholti í Borgarfirði og Bjarnastöðum í Grímsnesi. Kjúklingabú Stjörnueggja eru í Sætúni og Saltvík, auk þess sem varphús eru í Brautarholti og á Vallá.
Geir Gunnar Geirsson, eigandi og framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir að hér á landi séu mun strangari kröfur um aðbúnað við kjötframleiðslu en séu erlendis, „bæði hvað varðar matvælaöryggi, sýklalyfjanotkun, umhverfismál og velferð dýranna. Það hefur sýnt sig í öllum samanburði. Ef allt er borið saman þá stöndum við framar á Íslandi hvað varðar heilnæmi og hreinleika afurða.“
En ef svo er, tekst þá íslenskum framleiðendum að nýta …
Athugasemdir