Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kólnunin gekk til baka með offorsi

Norð­ur-Atlants­haf­ið hef­ur ekki ver­ið jafn heitt frá upp­hafi mæl­inga. Haffræð­ing­ur seg­ir með­al ann­ars hægt að rekja hlýn­un­ina, eins og nán­ast allt ann­að í veðri núorð­ið, til lofts­lags­breyt­inga, enda fari 90% gróð­ur­húsa­áhrifa í að hita heims­höf­in.

Kólnunin gekk til baka með offorsi
Hafið Hitastigið í Norður-Atlantshafi hefur sveiflast fram og aftur á síðustu áratugum.

„Það er enginn möguleiki á að segja „þetta hefði hvort eð er gerst.“ Við erum einfaldlega komin í heim sem er umbreyttur vegna loftslagsbreytinga,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Samkvæmt gögnum frá Haf- og lofts­lags­stofn­un Banda­ríkj­anna (NOAA) mældist meðalhiti yfirborðs í Norður Atlantshafi í byrjun júní 0,7 gráðum hærri en árið á undan. Um nýtt met er að ræða, hálfri gráðu hærra en fyrra met. 

„Þetta er alveg svakalega mikið,“ segir Halldór. „Atlantshafið er miklu heitara en það hefur verið mjög lengi.“

Höfin munu halda áfram að hlýna

Hitastigið í Norður-Atlantshafi hefur sveiflast fram og aftur á síðustu áratugum, eins og Halldór bendir á. Frá hafísárunum og til 1995 var þar fremur kalt en þá hlýnaði aftur. Árið 2014 kólnaði að nýju og vísindamenn fóru að hafa áhyggjur af bláa blettinum, hafsvæði skammt frá Íslandi sem virtist ekki vera að hlýna þrátt fyrir hlýnun annars staðar í hafinu. En bletturinn hvarf meira og minna eftir árið 2020 og hefur verið að hlýna síðan. 

„Nú erum við komin aftur í ástand sem er frekar líkt því ástandi sem var 2010. Nema að þetta gengur til baka með slíku offorsi að við erum komin með miklu heitara ástand,“ segir Halldór.

„Við erum einfaldlega komin í heim sem er umbreyttur vegna loftslagsbreytinga,“
Halldór Björnsson,
haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hann telur líklegt að sú mikla hlýnun sem nú mælist sé frávik sem muni ganga til baka en að heilt yfir muni höf heimsins halda áfram að hlýna. 

Ástæður þessarar miklu hlýnunar í Norður-Atlantshafi eru taldar margþættar og erfitt að kenna einhverju einu um. Hlýnandi veðurfar er talið spila þar inn í, en mjög heitt er í heiminum í ár, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni sem heldur úti Bliku, bendir á. Þá hefur hlýnun Norður-Atlantshafs einnig verið tengd við það að straumhvirfill sunnarlega á Atlantshafinu, sem golfstraumurinn er hluti af, virðist hafa veikst.

„Það að þessi stóri mikli straumhvirfill skuli vera aðeins veikari tengist breytingum á vindafari sem síðan aftur eru mögulega raktar til loftslagsbreytinga,” segir Einar.

Þýðir ekki endilega að sundspretturinn verði hlýr

En þó meðalhiti Norður-Atlantshafs, sem mældur er frá 0 til 60 breiddargráðu, sé hærri en aldrei fyrr, þýðir það ekki að sjórinn við Íslandsstrendur sé hlýr og notalegur. Einar segir sjóinn eitthvað hlýrri en vant er sunnan af landinu en fyrir norðan og austan sé hann fremur kaldur. 

„Það tengist bæði tiltölulega miklum hafís þar í vetur og líka þessum tíðu suðvestan vindum sem gerir það að verkum að kaldi sjórinn fær meiri útbreiðslu,“ segir Einar. 

Verður alla vega hlýrra að stinga sér í sjóinn í Nauthólsvík? 

„Kannski þegar fram í sækir, að menn finni einhvern mun en við megum ekki gleyma því að við erum staðsett mjög norðarlega í Atlantshafinu,“ segir Einar. 

Aðspurður segir hann að þessi hlýnun Norður-Atlantshafs sé ekki líkleg til þess að leiða af sér ýktara veðurfar eða náttúruhamfarir en að yfir hlýjum sjó verði meiri uppgufun og meira rakaframboð til loftsins. Það getur leitt af sér meiri úrkomu. 

„Ekkert endilega hér á landi frekar en á Bretlandseyjum að Vestur-Noregi en summa úrkomunnar eykst við Norður-Atlantshafið þegar svona háttar til. Það er algjörlega ómögulegt að segja hvaða staðir fá mest af þessu. Það veltur á því hvernig veðurkerfin eru að hreyfast hérna á okkar slóðum,“ segir Einar.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
5
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár