Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kólnunin gekk til baka með offorsi

Norð­ur-Atlants­haf­ið hef­ur ekki ver­ið jafn heitt frá upp­hafi mæl­inga. Haffræð­ing­ur seg­ir með­al ann­ars hægt að rekja hlýn­un­ina, eins og nán­ast allt ann­að í veðri núorð­ið, til lofts­lags­breyt­inga, enda fari 90% gróð­ur­húsa­áhrifa í að hita heims­höf­in.

Kólnunin gekk til baka með offorsi
Hafið Hitastigið í Norður-Atlantshafi hefur sveiflast fram og aftur á síðustu áratugum.

„Það er enginn möguleiki á að segja „þetta hefði hvort eð er gerst.“ Við erum einfaldlega komin í heim sem er umbreyttur vegna loftslagsbreytinga,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Samkvæmt gögnum frá Haf- og lofts­lags­stofn­un Banda­ríkj­anna (NOAA) mældist meðalhiti yfirborðs í Norður Atlantshafi í byrjun júní 0,7 gráðum hærri en árið á undan. Um nýtt met er að ræða, hálfri gráðu hærra en fyrra met. 

„Þetta er alveg svakalega mikið,“ segir Halldór. „Atlantshafið er miklu heitara en það hefur verið mjög lengi.“

Höfin munu halda áfram að hlýna

Hitastigið í Norður-Atlantshafi hefur sveiflast fram og aftur á síðustu áratugum, eins og Halldór bendir á. Frá hafísárunum og til 1995 var þar fremur kalt en þá hlýnaði aftur. Árið 2014 kólnaði að nýju og vísindamenn fóru að hafa áhyggjur af bláa blettinum, hafsvæði skammt frá Íslandi sem virtist ekki vera að hlýna þrátt fyrir hlýnun annars staðar í hafinu. En bletturinn hvarf meira og minna eftir árið 2020 og hefur verið að hlýna síðan. 

„Nú erum við komin aftur í ástand sem er frekar líkt því ástandi sem var 2010. Nema að þetta gengur til baka með slíku offorsi að við erum komin með miklu heitara ástand,“ segir Halldór.

„Við erum einfaldlega komin í heim sem er umbreyttur vegna loftslagsbreytinga,“
Halldór Björnsson,
haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hann telur líklegt að sú mikla hlýnun sem nú mælist sé frávik sem muni ganga til baka en að heilt yfir muni höf heimsins halda áfram að hlýna. 

Ástæður þessarar miklu hlýnunar í Norður-Atlantshafi eru taldar margþættar og erfitt að kenna einhverju einu um. Hlýnandi veðurfar er talið spila þar inn í, en mjög heitt er í heiminum í ár, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni sem heldur úti Bliku, bendir á. Þá hefur hlýnun Norður-Atlantshafs einnig verið tengd við það að straumhvirfill sunnarlega á Atlantshafinu, sem golfstraumurinn er hluti af, virðist hafa veikst.

„Það að þessi stóri mikli straumhvirfill skuli vera aðeins veikari tengist breytingum á vindafari sem síðan aftur eru mögulega raktar til loftslagsbreytinga,” segir Einar.

Þýðir ekki endilega að sundspretturinn verði hlýr

En þó meðalhiti Norður-Atlantshafs, sem mældur er frá 0 til 60 breiddargráðu, sé hærri en aldrei fyrr, þýðir það ekki að sjórinn við Íslandsstrendur sé hlýr og notalegur. Einar segir sjóinn eitthvað hlýrri en vant er sunnan af landinu en fyrir norðan og austan sé hann fremur kaldur. 

„Það tengist bæði tiltölulega miklum hafís þar í vetur og líka þessum tíðu suðvestan vindum sem gerir það að verkum að kaldi sjórinn fær meiri útbreiðslu,“ segir Einar. 

Verður alla vega hlýrra að stinga sér í sjóinn í Nauthólsvík? 

„Kannski þegar fram í sækir, að menn finni einhvern mun en við megum ekki gleyma því að við erum staðsett mjög norðarlega í Atlantshafinu,“ segir Einar. 

Aðspurður segir hann að þessi hlýnun Norður-Atlantshafs sé ekki líkleg til þess að leiða af sér ýktara veðurfar eða náttúruhamfarir en að yfir hlýjum sjó verði meiri uppgufun og meira rakaframboð til loftsins. Það getur leitt af sér meiri úrkomu. 

„Ekkert endilega hér á landi frekar en á Bretlandseyjum að Vestur-Noregi en summa úrkomunnar eykst við Norður-Atlantshafið þegar svona háttar til. Það er algjörlega ómögulegt að segja hvaða staðir fá mest af þessu. Það veltur á því hvernig veðurkerfin eru að hreyfast hérna á okkar slóðum,“ segir Einar.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár