Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kólnunin gekk til baka með offorsi

Norð­ur-Atlants­haf­ið hef­ur ekki ver­ið jafn heitt frá upp­hafi mæl­inga. Haffræð­ing­ur seg­ir með­al ann­ars hægt að rekja hlýn­un­ina, eins og nán­ast allt ann­að í veðri núorð­ið, til lofts­lags­breyt­inga, enda fari 90% gróð­ur­húsa­áhrifa í að hita heims­höf­in.

Kólnunin gekk til baka með offorsi
Hafið Hitastigið í Norður-Atlantshafi hefur sveiflast fram og aftur á síðustu áratugum.

„Það er enginn möguleiki á að segja „þetta hefði hvort eð er gerst.“ Við erum einfaldlega komin í heim sem er umbreyttur vegna loftslagsbreytinga,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Samkvæmt gögnum frá Haf- og lofts­lags­stofn­un Banda­ríkj­anna (NOAA) mældist meðalhiti yfirborðs í Norður Atlantshafi í byrjun júní 0,7 gráðum hærri en árið á undan. Um nýtt met er að ræða, hálfri gráðu hærra en fyrra met. 

„Þetta er alveg svakalega mikið,“ segir Halldór. „Atlantshafið er miklu heitara en það hefur verið mjög lengi.“

Höfin munu halda áfram að hlýna

Hitastigið í Norður-Atlantshafi hefur sveiflast fram og aftur á síðustu áratugum, eins og Halldór bendir á. Frá hafísárunum og til 1995 var þar fremur kalt en þá hlýnaði aftur. Árið 2014 kólnaði að nýju og vísindamenn fóru að hafa áhyggjur af bláa blettinum, hafsvæði skammt frá Íslandi sem virtist ekki vera að hlýna þrátt fyrir hlýnun annars staðar í hafinu. En bletturinn hvarf meira og minna eftir árið 2020 og hefur verið að hlýna síðan. 

„Nú erum við komin aftur í ástand sem er frekar líkt því ástandi sem var 2010. Nema að þetta gengur til baka með slíku offorsi að við erum komin með miklu heitara ástand,“ segir Halldór.

„Við erum einfaldlega komin í heim sem er umbreyttur vegna loftslagsbreytinga,“
Halldór Björnsson,
haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hann telur líklegt að sú mikla hlýnun sem nú mælist sé frávik sem muni ganga til baka en að heilt yfir muni höf heimsins halda áfram að hlýna. 

Ástæður þessarar miklu hlýnunar í Norður-Atlantshafi eru taldar margþættar og erfitt að kenna einhverju einu um. Hlýnandi veðurfar er talið spila þar inn í, en mjög heitt er í heiminum í ár, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni sem heldur úti Bliku, bendir á. Þá hefur hlýnun Norður-Atlantshafs einnig verið tengd við það að straumhvirfill sunnarlega á Atlantshafinu, sem golfstraumurinn er hluti af, virðist hafa veikst.

„Það að þessi stóri mikli straumhvirfill skuli vera aðeins veikari tengist breytingum á vindafari sem síðan aftur eru mögulega raktar til loftslagsbreytinga,” segir Einar.

Þýðir ekki endilega að sundspretturinn verði hlýr

En þó meðalhiti Norður-Atlantshafs, sem mældur er frá 0 til 60 breiddargráðu, sé hærri en aldrei fyrr, þýðir það ekki að sjórinn við Íslandsstrendur sé hlýr og notalegur. Einar segir sjóinn eitthvað hlýrri en vant er sunnan af landinu en fyrir norðan og austan sé hann fremur kaldur. 

„Það tengist bæði tiltölulega miklum hafís þar í vetur og líka þessum tíðu suðvestan vindum sem gerir það að verkum að kaldi sjórinn fær meiri útbreiðslu,“ segir Einar. 

Verður alla vega hlýrra að stinga sér í sjóinn í Nauthólsvík? 

„Kannski þegar fram í sækir, að menn finni einhvern mun en við megum ekki gleyma því að við erum staðsett mjög norðarlega í Atlantshafinu,“ segir Einar. 

Aðspurður segir hann að þessi hlýnun Norður-Atlantshafs sé ekki líkleg til þess að leiða af sér ýktara veðurfar eða náttúruhamfarir en að yfir hlýjum sjó verði meiri uppgufun og meira rakaframboð til loftsins. Það getur leitt af sér meiri úrkomu. 

„Ekkert endilega hér á landi frekar en á Bretlandseyjum að Vestur-Noregi en summa úrkomunnar eykst við Norður-Atlantshafið þegar svona háttar til. Það er algjörlega ómögulegt að segja hvaða staðir fá mest af þessu. Það veltur á því hvernig veðurkerfin eru að hreyfast hérna á okkar slóðum,“ segir Einar.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Halla Gunnarsdóttir
4
PistillUppgjör ársins 2024

Halla Gunnarsdóttir

At­lag­an að kjör­um og rétt­ind­um launa­fólks 2024

„Nið­ur­skurð­ar­stefna er sögð eiga að koma jafn­vægi á rík­is­út­gjöld og örva hag­vöxt, en er í raun­inni skipu­lögð leið til að tryggja hag þeirra sem eiga á kostn­að þeirra sem vinna, skulda og leigja,“ skrif­ar Halla Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur VR. Birt­ing­ar­mynd­ir þess­ar­ar stefnu hafi ver­ið marg­þætt­ar á ár­inu sem er að líða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár