Fyrirtæki bænda, afurðastöðvar þeirra og dótturfélög eða tengd fyrirtæki eru meðal umfangsmestu innflytjenda á landbúnaðarafurðum hingað til lands. Þannig fluttu fyrirtæki á borð við Mata, Stjörnugrís, Kjarnafæði Norðlenska, Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturfélag Suðurlands inn á bilinu 74 og upp í 94 prósent af öllu svínakjöti sem flutt var inn til landsins á árunum 2019 til 2022, samkvæmt tollasamningum við Evrópusambandið. Sömu fyrirtæki, og fleiri, fluttu inn á bilinu 18 og upp í 45 prósent af öllu alifuglakjöti sem flutt var til landsins samkvæmt sömu tollasamningum, á sama tímabili.
Umrædd fyrirtæki sem nefnd eru hér að ofan eru öll meðal stofnfélaga í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). Þau samtök voru meðal þeirra aðila úr landbúnaðargeiranum sem hvað harðast beittu sér gegn áframhaldandi niðurfellingu tolla á vörur frá Úkraínu, og einkum og sér í lagi stóð í þeim innflutningur á kjúklingi frá Úkraínu. Þannig sendu samtökin fjármála- og efnahagsráðherra bréf í síðasta …
Athugasemdir (1)