Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar

Þann 7. júní opn­uðu stjórn­völd nýja vef­síðu, Verð­gátt­ina, sem á að auð­velda neyt­end­um að fylgj­ast með verð­breyt­ing­um á nauð­synja­vör­um. Hag­fræð­ing­ur hjá BHM kall­ar vef­síð­una Verð­sam­ráðs­gátt­ina. Villa í gögn­um gaf ranga mynd af heild­ar­verði mat­ar­körfu.

Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar
Vöruverð Í Verðgáttinni geta neytendur borið saman verð á vörum í Bónus, Krónunni og Nettó. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýja vefsíðan Verðgáttin var opnuð þann 7. júní síðastliðinn. Tilgangur Verðgáttarinnar er tvíþættur, annars vegar eiga neytendur matvörubúðanna Bónus, Krónunnar og Nettó að geta borið saman verð á nauðsynjavörum. Hins vegar á þetta nýja fyrirkomulag, þar sem verslanirnar senda daglega frá sér gögn um verðþróun, að stuðla að aðhaldi og koma í veg fyrir of miklar verðhækkanir. 

Aðeins sólarhring eftir að hún fór í loftið vaknaði grunur meðal glöggra neytenda um verðsamráð, en athygli vakti að matarkörfur verslananna þriggja kostuðu allar rétt rúmar 42 þúsund krónur. Vefsíðan er samstarfsverkefni milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Fyrst greindi Vísir frá því að grunur væri á kreiki um að fyrrnefndar verslanir hefðu samstillt verð á vörum rétt áður en að Verðgáttin var opnuð. Inni á Verðgáttinni er hægt að sjá verðsögu tiltekinnar vöru en hún nær aðeins aftur um 10 daga. 

Villa í gögnum Verðgáttarinnar

Benjamin Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, skrifaði pistil 8. júní þar sem hann tók saman gögn um verðbreytingar fyrir opnun verðgáttarinnar. Í umfjöllun sinni fjallar Benjamin meðal annars um verðhækkun Bónus á morgunkorninu Kellogg's Special K. Þann 5. júní kostaði pakki af Special K morgunkorninu 879 krónur í Bónus en hafði hækkað um 33% daginn eftir í 1.172 krónur. Á sama tíma lækkuðu Krónan verðið úr 1.173 krónum í 880 krónur. Í hádeginu 9. júní höfðu matarkörfur allra verslana hækkað um 385-1.113 krónur vegna þess að fleiri vörum var bætt við vefsíðuna og voru mistök við upphaflega uppsetningu Verðgáttarinnar leiðrétt, þar á meðal verð á Special K morgunkorni og ferskum eggjum.

MatarkarfanÓdýrasta matarkarfan er í Krónunni þann 9. júní.

Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá BHM, segir samtökin hafa gagnrýnt Verðgáttina við stjórnvöld en að á þá gagnrýni hafi ekki verið hlustað. „Við höfum margsinnis, bæði í samtali við þingmenn og einstaka þingnefndir, varað við því að þessi matvörugátt stjórnvalda muni verða skaðleg fyrir samkeppni á markaði.“

Vilhjálmur HarðasonHagfræðingur hjá BHM gagnrýnir Verðgáttina.

Aðeins eru upplýsingar um 77 vörur aðgengilegar á Verðgáttinni og segir Vilhjálmur það of fáar vörutegundir. Það er bara líklegt til þess að auka samráð milli verslana og verða skaðlegt fyrir samkeppni fremur en að vinna með neytendum.

44-46 þúsund krónur fyrir matarkörfu

Í fyrri umfjöllun Heimildarinnar um Verðgáttina gagnrýndi forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, einnig vörufjöldann. „Hægt væri að bregðast við þessari hættu með því að safna verðum í fleiri vöruflokkum, en að opinber birting taki til færri vöruflokka í einu og breytist frá einu tímabili til annars.“

Vilhjálmur segir það stjórnvöldum til skammar að hafa ekki hlustað á gagnrýni verkalýðsfélaga og Samkeppniseftirlitsins. „Við höfum svona í kaldhæðni kallað þetta einfaldlega Verðsamráðsgáttina.“

Um heildarverð matvörukarfa verslananna sem stóð í rúmum 42 þúsundum þann 8. júní sagði Vilhjálmur: „Það munar um 50-100 krónum á heildarverðinu milli verslana á þessum 42 þúsund krónum. Ég veit ekki hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessu því að verslanirnar vilja ekki taka þátt í verðeftirliti þar sem eru tilviljanakenndar vörur og meiri ófyrirsjáanleiki. Ég sé ekki neina aðra leið út úr þessu heldur en að þau loki þessari matvörugátt því að það er mjög lítill ábati af henni“. Hann bætir við að nú þurfi verkalýðshreyfingin að stórefla verðlagseftirlit sitt. 

Aðspurður hvort að það sé mögulegt fyrir neytendur að fylgjast með verðbreytingum á vefsíðu án þess að verslanir geti nýtt sér hana til samráðs telur Vilhjálmur það lykilatriði að hætta að bera saman vörumerki. „Leiðin er sú í fyrsta lagi að stórauka fjöldann af vörum í svona verðeftirliti, að hafa það ófyrirsjáanlegt og handahófskennt. Þá skiptir líka máli að hætta að bera saman vörumerki. Það er að segja að verðkannanir byggi frekar á þörfum.“

Verðkannanir sýni ekki réttan verðmun

„Búðirnar passa að vera ekki með sömu vörumerki og mótmæla því þegar verið er að bera saman mismunandi vörumerki fyrir sömu vöru, til dæmis hrísgrjón. Þessir glöggu neytendur vita, og þetta hefur ASÍ kannski ekki afhjúpað, að það er mun meiri munur milli Krónunnar og Bónus heldur en verðkannanir sýna. Við vorum að vona það að þessi matvörugátt myndi afhjúpa það en hún hefur ekki gert það.

Vilhjálmur segir að með því að lækka verð á vörum í Verðgáttinni geti verslanir blekkt neytendur. „Svona geta þau blekkt neytendur og passað að þessi 74 vörumerki séu ekkert endilega á lager í verslununum þegar neytendur koma inn. Þessa blekkingu var ASÍ að benda á.“ 

Athugið að fréttin hefur verið uppfærð. Þar sagði áður ranglega að verð á vörum hefði hækkað en síðar kom í ljós að upplýsingar í Verðgáttinni voru misvísandi. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þetta segir okkur eina ferðina enn hversu kaupmennska og brask sem er augséð afsprengi þess samkeppnis og lýðræðis samfélags sem okkur talin trú um að sé best.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu