Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar

Þann 7. júní opn­uðu stjórn­völd nýja vef­síðu, Verð­gátt­ina, sem á að auð­velda neyt­end­um að fylgj­ast með verð­breyt­ing­um á nauð­synja­vör­um. Hag­fræð­ing­ur hjá BHM kall­ar vef­síð­una Verð­sam­ráðs­gátt­ina. Villa í gögn­um gaf ranga mynd af heild­ar­verði mat­ar­körfu.

Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar
Vöruverð Í Verðgáttinni geta neytendur borið saman verð á vörum í Bónus, Krónunni og Nettó. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýja vefsíðan Verðgáttin var opnuð þann 7. júní síðastliðinn. Tilgangur Verðgáttarinnar er tvíþættur, annars vegar eiga neytendur matvörubúðanna Bónus, Krónunnar og Nettó að geta borið saman verð á nauðsynjavörum. Hins vegar á þetta nýja fyrirkomulag, þar sem verslanirnar senda daglega frá sér gögn um verðþróun, að stuðla að aðhaldi og koma í veg fyrir of miklar verðhækkanir. 

Aðeins sólarhring eftir að hún fór í loftið vaknaði grunur meðal glöggra neytenda um verðsamráð, en athygli vakti að matarkörfur verslananna þriggja kostuðu allar rétt rúmar 42 þúsund krónur. Vefsíðan er samstarfsverkefni milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Fyrst greindi Vísir frá því að grunur væri á kreiki um að fyrrnefndar verslanir hefðu samstillt verð á vörum rétt áður en að Verðgáttin var opnuð. Inni á Verðgáttinni er hægt að sjá verðsögu tiltekinnar vöru en hún nær aðeins aftur um 10 daga. 

Villa í gögnum Verðgáttarinnar

Benjamin Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, skrifaði pistil 8. júní þar sem hann tók saman gögn um verðbreytingar fyrir opnun verðgáttarinnar. Í umfjöllun sinni fjallar Benjamin meðal annars um verðhækkun Bónus á morgunkorninu Kellogg's Special K. Þann 5. júní kostaði pakki af Special K morgunkorninu 879 krónur í Bónus en hafði hækkað um 33% daginn eftir í 1.172 krónur. Á sama tíma lækkuðu Krónan verðið úr 1.173 krónum í 880 krónur. Í hádeginu 9. júní höfðu matarkörfur allra verslana hækkað um 385-1.113 krónur vegna þess að fleiri vörum var bætt við vefsíðuna og voru mistök við upphaflega uppsetningu Verðgáttarinnar leiðrétt, þar á meðal verð á Special K morgunkorni og ferskum eggjum.

MatarkarfanÓdýrasta matarkarfan er í Krónunni þann 9. júní.

Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá BHM, segir samtökin hafa gagnrýnt Verðgáttina við stjórnvöld en að á þá gagnrýni hafi ekki verið hlustað. „Við höfum margsinnis, bæði í samtali við þingmenn og einstaka þingnefndir, varað við því að þessi matvörugátt stjórnvalda muni verða skaðleg fyrir samkeppni á markaði.“

Vilhjálmur HarðasonHagfræðingur hjá BHM gagnrýnir Verðgáttina.

Aðeins eru upplýsingar um 77 vörur aðgengilegar á Verðgáttinni og segir Vilhjálmur það of fáar vörutegundir. Það er bara líklegt til þess að auka samráð milli verslana og verða skaðlegt fyrir samkeppni fremur en að vinna með neytendum.

44-46 þúsund krónur fyrir matarkörfu

Í fyrri umfjöllun Heimildarinnar um Verðgáttina gagnrýndi forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, einnig vörufjöldann. „Hægt væri að bregðast við þessari hættu með því að safna verðum í fleiri vöruflokkum, en að opinber birting taki til færri vöruflokka í einu og breytist frá einu tímabili til annars.“

Vilhjálmur segir það stjórnvöldum til skammar að hafa ekki hlustað á gagnrýni verkalýðsfélaga og Samkeppniseftirlitsins. „Við höfum svona í kaldhæðni kallað þetta einfaldlega Verðsamráðsgáttina.“

Um heildarverð matvörukarfa verslananna sem stóð í rúmum 42 þúsundum þann 8. júní sagði Vilhjálmur: „Það munar um 50-100 krónum á heildarverðinu milli verslana á þessum 42 þúsund krónum. Ég veit ekki hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessu því að verslanirnar vilja ekki taka þátt í verðeftirliti þar sem eru tilviljanakenndar vörur og meiri ófyrirsjáanleiki. Ég sé ekki neina aðra leið út úr þessu heldur en að þau loki þessari matvörugátt því að það er mjög lítill ábati af henni“. Hann bætir við að nú þurfi verkalýðshreyfingin að stórefla verðlagseftirlit sitt. 

Aðspurður hvort að það sé mögulegt fyrir neytendur að fylgjast með verðbreytingum á vefsíðu án þess að verslanir geti nýtt sér hana til samráðs telur Vilhjálmur það lykilatriði að hætta að bera saman vörumerki. „Leiðin er sú í fyrsta lagi að stórauka fjöldann af vörum í svona verðeftirliti, að hafa það ófyrirsjáanlegt og handahófskennt. Þá skiptir líka máli að hætta að bera saman vörumerki. Það er að segja að verðkannanir byggi frekar á þörfum.“

Verðkannanir sýni ekki réttan verðmun

„Búðirnar passa að vera ekki með sömu vörumerki og mótmæla því þegar verið er að bera saman mismunandi vörumerki fyrir sömu vöru, til dæmis hrísgrjón. Þessir glöggu neytendur vita, og þetta hefur ASÍ kannski ekki afhjúpað, að það er mun meiri munur milli Krónunnar og Bónus heldur en verðkannanir sýna. Við vorum að vona það að þessi matvörugátt myndi afhjúpa það en hún hefur ekki gert það.

Vilhjálmur segir að með því að lækka verð á vörum í Verðgáttinni geti verslanir blekkt neytendur. „Svona geta þau blekkt neytendur og passað að þessi 74 vörumerki séu ekkert endilega á lager í verslununum þegar neytendur koma inn. Þessa blekkingu var ASÍ að benda á.“ 

Athugið að fréttin hefur verið uppfærð. Þar sagði áður ranglega að verð á vörum hefði hækkað en síðar kom í ljós að upplýsingar í Verðgáttinni voru misvísandi. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þetta segir okkur eina ferðina enn hversu kaupmennska og brask sem er augséð afsprengi þess samkeppnis og lýðræðis samfélags sem okkur talin trú um að sé best.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár