Sex flóttamenn frá Venesúela, sem búa í JL-húsinu við Hringbraut á vegum Reykjavíkurborgar, tína allir dósir og flöskur víðs vegar um Reykjavík og nágrannasveitarfélög til að ná sér í peninga. Á meðan þeir bíða eftir svari frá íslenskum yfirvöldum um hvort þeir fái vernd hér á landi eða ekki mega þeir ekki vinna. Sexmenningarnir hafa allir beðið eftir svari við því hvort þeir fái vernd hér á landi í fimm mánuði til eins árs.
Óljóst er hvort þeir fá að setjast að hér á landi eftir að íslensk yfirvöld hættu að veita Venesúelabúum sjálfkrafa vernd á þeim grundvelli að ástandið í landinu hafi batnað svo mikið. Nú mun Útlendingastofnun taka mál hvers flóttamanns fyrir og meta umsókn viðkomandi út frá sértækum forsendum. Mennirnir bíða eftir úrskurði kærunefndar útlendingamála um hvort niðurstaða Útlendingastofnunar haldi á grundvelli breyttra aðstæðna í Venesúela. …
Athugasemdir (1)