Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flóttamennirnir sem sumir telja ógn: „Við viljum bara dósir“

Dósa­söfn­un flótta­manna frá Venesúela hef­ur vak­ið at­hygli í ein­hverj­um hverf­um í Reykja­vík og nærsveit­ar­fé­lög­um. Birt­ar hafa ver­ið mynd­ir af mönn­un­um, sem búa í JL-hús­inu á Hring­braut, og var­að við þeim. Sex ung­ir Venesúela­bú­ar sem búa þar og safna dós­um segj­ast ekki vilja stela neinu frá fólki held­ur bara safna dós­um.

Sex flóttamenn frá Venesúela, sem búa í JL-húsinu við Hringbraut á vegum Reykjavíkurborgar, tína allir dósir og flöskur víðs vegar um Reykjavík og nágrannasveitarfélög til að ná sér í peninga. Á meðan þeir bíða eftir svari frá íslenskum yfirvöldum um hvort þeir fái vernd hér á landi eða ekki mega þeir ekki vinna. Sexmenningarnir hafa allir beðið eftir svari við því hvort þeir fái vernd hér á landi í fimm mánuði til eins árs.

Óljóst er hvort þeir fá að setjast að hér á landi eftir að íslensk yfirvöld hættu að veita Venesúelabúum sjálfkrafa vernd á þeim grundvelli að ástandið í landinu hafi batnað svo mikið. Nú mun Útlendingastofnun taka mál hvers flóttamanns fyrir og meta umsókn viðkomandi út frá sértækum forsendum. Mennirnir bíða eftir úrskurði kærunefndar útlendingamála um hvort niðurstaða Útlendingastofnunar haldi á grundvelli breyttra aðstæðna í Venesúela. …

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arkangel JA skrifaði
    Esperemos que está situación mejore....y Venezuela está igual de mal solo viven mejor los del gobierno
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár