Var innrás Napóleons í Rússland 1812 dæmi um grimmt hatur Vestur-Evrópumanna í garð Rússa og staðfasta þrá þeirra til að knésetja Rússa duglega og helst gereyða Rússum og útrýma rússneskri menningu?
Því hef ég reyndar svarað hér og þar í flækjusögugreinum undanfarinna ára en þessi spurning vill þó ekki lognast út af og þess vegna best að fara yfir hana í eitt skipti fyrir öll.
Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að hafa á hreinu að innrásin var ekki í nokkrum skilningi tilraun Napóleons til að „leggja undir sig Rússland“ og hvað þá að „eyða rússnesku þjóðinni“ eða menningu hennar.
Bara alls ekki.
Frelsari?
Baksvið innrásarinnar var nokkurn veginn svona:
Napóleon hafði á fyrsta áratug 19. aldar sigrað hvert Evrópustórveldið á fætur öðru og var um 1810 sannkallaður herra Evrópu. Hann neyddi sigruð stórveldi í bandalag við sig svo þau urðu að sitja og standa eins og honum þóknaðist og …
Athugasemdir