Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætlaði Napóleon að gereyða Rússum með innrásinni 1812?

Napó­eon Bonapar­te Frakka­keis­ari gerði með miklu liði inn­rás í Rúss­land. Er sú inn­rás sönn­un þess að Vest­ur-Evr­ópu­menn hat­ist við Rússa og vilji allt til vinna að eyða ríki þeirra og menn­ingu?

Ætlaði Napóleon að gereyða Rússum með innrásinni 1812?
Rússar halda því stundum fram að Napóleon Bónaparte hafi ætlað að legga undir sig Rússland og undiroka þjóðina. En Napóleon ætlaði raunar bara að fá Rússakeisara til að fallast á samninga gegn Bretum.

Var innrás Napóleons í Rússland 1812 dæmi um grimmt hatur Vestur-Evrópumanna í garð Rússa og staðfasta þrá þeirra til að knésetja Rússa duglega og helst gereyða Rússum og útrýma rússneskri menningu?

Því hef ég reyndar svarað hér og þar í flækjusögugreinum undanfarinna ára en þessi spurning vill þó ekki lognast út af og þess vegna best að fara yfir hana í eitt skipti fyrir öll.

Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að hafa á hreinu að innrásin var ekki í nokkrum skilningi tilraun Napóleons til að „leggja undir sig Rússland“ og hvað þá að „eyða rússnesku þjóðinni“ eða menningu hennar.

Bara alls ekki.

Frelsari?

Baksvið innrásarinnar var nokkurn veginn svona:

Napóleon hafði á fyrsta áratug 19. aldar sigrað hvert Evrópustórveldið á fætur öðru og var um 1810 sannkallaður herra Evrópu. Hann neyddi sigruð stórveldi í bandalag við sig svo þau urðu að sitja og standa eins og honum þóknaðist og …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár