Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Athvarf úkraínskra karla á Eiðum

Alls þrjá­tíu Úkraínu­menn hafa kom­ið til Eiða á Fljóts­dals­hér­aði í sam­ræmdri mót­töku flótta­fólks frá því í októ­ber, nær allt karl­ar. Fjór­tán búa þar í dag og seg­ir verk­efna­stjóri hjá sveit­ar­fé­lag­inu Múla­þingi að all­ur gang­ur sé á því hversu lengi flótta­menn­irn­ir dvelji á Eið­um.

Í heimavistarhúsnæði gamla Alþýðuskólans á Eiðum hefur hópur úkraínskra flóttamanna átt heimili frá því í október í fyrra, í húsi sem ber heitið Mikligarður og hýsti á árum áður heimavistarnemendur á staðnum. 

Í dag búa í húsinu fjórtán úkraínskir karlar, sem Múlaþing hefur tekið á móti í samræmdri móttöku flóttamanna. Samkvæmt svörum sem Heimildin fékk frá Fríðu Margréti Sigvaldadóttur, verkefnastjóra hjá félagsþjónustu Múlaþings, hefur sveitarfélagið alls tekið við 30 Úkraínumönnum í samræmdri móttöku og hafa þeir nær allir verið karlar.

Tveir athafnamenn frá Egilsstöðum, Kristmann Pálmason og Einar Ben Þorsteinsson, keyptu Eiðajörðina og gömlu skólabyggingarnar af Landsbankanum árið 2021. Þeir buðu svo húsnæði þar fram undir móttöku flóttafólks skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu og fyrsti hópur Úkraínumanna kom austur í október. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leigir húsnæðið á Eiðum af félagi þeirra Kristmanns og Einars.

Meirihlutinn kominn í sjálfstæða búsetu

Eiðar eru um 12 kílómetra frá Egilsstöðum og …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár