Í heimavistarhúsnæði gamla Alþýðuskólans á Eiðum hefur hópur úkraínskra flóttamanna átt heimili frá því í október í fyrra, í húsi sem ber heitið Mikligarður og hýsti á árum áður heimavistarnemendur á staðnum.
Í dag búa í húsinu fjórtán úkraínskir karlar, sem Múlaþing hefur tekið á móti í samræmdri móttöku flóttamanna. Samkvæmt svörum sem Heimildin fékk frá Fríðu Margréti Sigvaldadóttur, verkefnastjóra hjá félagsþjónustu Múlaþings, hefur sveitarfélagið alls tekið við 30 Úkraínumönnum í samræmdri móttöku og hafa þeir nær allir verið karlar.
Tveir athafnamenn frá Egilsstöðum, Kristmann Pálmason og Einar Ben Þorsteinsson, keyptu Eiðajörðina og gömlu skólabyggingarnar af Landsbankanum árið 2021. Þeir buðu svo húsnæði þar fram undir móttöku flóttafólks skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu og fyrsti hópur Úkraínumanna kom austur í október. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leigir húsnæðið á Eiðum af félagi þeirra Kristmanns og Einars.
Meirihlutinn kominn í sjálfstæða búsetu
Eiðar eru um 12 kílómetra frá Egilsstöðum og …
Athugasemdir