Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þarf að víkja þegar eiginkona og barn gefa skýrslu – „Hún óttast að skjálfa“

Lands­rétt­ur hef­ur stað­fest úr­skurð um að karl­mað­ur skuli víkja úr dómsal með­an eig­in­kona hans og son­ur gefa skýrslu í máli gegn hon­um. Mað­ur­inn er sak­að­ur um fjöl­mörg brot sem áttu sér stað þeg­ar hann sætti nálg­un­ar­banni gagn­vart þeim. Þá er hann ákærð­ur fyr­ir skjalafals með því að hafa fals­að um­boð til að afla lækn­is­fræði­legra gagna um eig­in­konu sína.

Þarf að víkja þegar eiginkona og barn gefa skýrslu – „Hún óttast að skjálfa“

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist var á kröfu um að karlmaður víki úr dómsal á meðan eiginkona hans og sonur gefa skýrslu við aðalmeðferð dómsmáls gegn honum. 

Karlmaðurinn kærði úrskurð héraðsdóms og krafðist þess að hann yrði felldur úr gildi. 

Sætti nálgunarbanni

Í málinu er manninum gefin að sök fjölmörg brot gegn eiginkonu sinni og syni á tímabilinu 16. febrúar 2022 til 1. febrúar 2023. Meint brot eru rakin í fjórtán töluliðum í ákæru en þau áttu sér stað á meðan maðurinn sætti nálgunarbanni þar sem honum var óheimilt að setja sig í samband við eiginkonu sína og son. 

Þá er hann ákærður fyrir skjalafals með því að hafa falsað umboð til að afla læknisfræðilegra gagna um eiginkonu sína. Maðurinn neitar sök og er nú vistaður á geðdeild vegna málsins á grundvelli úrskurðar Landsréttar. 

Lögum samkvæmt á ákærði rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferð máls. Samkvæmt sömu lögum getur dómari, að kröfu ákæranda eða vitnis, ákveðið að ákærða skuli vikið úr þinghaldi meðan vitni gefur skýrslu, telji hann að nærvera ákærða geti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburð þess. 

„Hún óttast að skjálfa og að hún vaði úr einu í annað og fari að gráta“

Í málinu var lagt fram vottorð frá verkefnastýru í Kvennaathvarfinu sem jafnframt er ráðgjafi konunnar. Þar kemur fram að hún hafi komið í 46 viðtöl þar eftir dvöl hennar í athvarfinu í janúar og febrúar 2022. Í vottorðinu segir meðal annars: „Að sögn A þá kvíðir hún því að hafa [varnaraðila] í salnum, hún kvíðir því að hann stari á hana, hún finnur fyrir stressi og miklum kvíða þegar hún hugsar til þess að hún þurfi að mæta honum. Hún óttast að skjálfa og að hún vaði úr einu í annað og fari að gráta“. 

Geti haft afleiðingar til framtíðar

Um drenginn segir í vottorðinu að sú staðreynd að „barn þurfi í réttarsal að lýsa hvernig faðir hans [hafi] brotið á honum og fjölskyldunni hans, í hans viðurvist, [setji] mikla ábyrgð á barnið og [geti] haft alvarlegar afleiðingar á líðan hans til framtíðar.“

Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar „verður að telja að nærvera varnaraðila við skýrslugjöf brotaþola yrði þeim sérstaklega til íþyngingar og sé líkleg til að hafa áhrif á framburði þeirra.“ Því skuli hann víkja úr dómsalnum þegar þau gefa skýrslu.

Manninum verði hins vegar gert kleift að fylgjast með skýrslutökum yfir mæðginunum utan dómsalar og koma að spurningum. Aðalmeðferð í málinu er áætluð í byrjun júní.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
„Ég var bara glæpamaður“
6
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár