Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þarf að víkja þegar eiginkona og barn gefa skýrslu – „Hún óttast að skjálfa“

Lands­rétt­ur hef­ur stað­fest úr­skurð um að karl­mað­ur skuli víkja úr dómsal með­an eig­in­kona hans og son­ur gefa skýrslu í máli gegn hon­um. Mað­ur­inn er sak­að­ur um fjöl­mörg brot sem áttu sér stað þeg­ar hann sætti nálg­un­ar­banni gagn­vart þeim. Þá er hann ákærð­ur fyr­ir skjalafals með því að hafa fals­að um­boð til að afla lækn­is­fræði­legra gagna um eig­in­konu sína.

Þarf að víkja þegar eiginkona og barn gefa skýrslu – „Hún óttast að skjálfa“

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist var á kröfu um að karlmaður víki úr dómsal á meðan eiginkona hans og sonur gefa skýrslu við aðalmeðferð dómsmáls gegn honum. 

Karlmaðurinn kærði úrskurð héraðsdóms og krafðist þess að hann yrði felldur úr gildi. 

Sætti nálgunarbanni

Í málinu er manninum gefin að sök fjölmörg brot gegn eiginkonu sinni og syni á tímabilinu 16. febrúar 2022 til 1. febrúar 2023. Meint brot eru rakin í fjórtán töluliðum í ákæru en þau áttu sér stað á meðan maðurinn sætti nálgunarbanni þar sem honum var óheimilt að setja sig í samband við eiginkonu sína og son. 

Þá er hann ákærður fyrir skjalafals með því að hafa falsað umboð til að afla læknisfræðilegra gagna um eiginkonu sína. Maðurinn neitar sök og er nú vistaður á geðdeild vegna málsins á grundvelli úrskurðar Landsréttar. 

Lögum samkvæmt á ákærði rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferð máls. Samkvæmt sömu lögum getur dómari, að kröfu ákæranda eða vitnis, ákveðið að ákærða skuli vikið úr þinghaldi meðan vitni gefur skýrslu, telji hann að nærvera ákærða geti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburð þess. 

„Hún óttast að skjálfa og að hún vaði úr einu í annað og fari að gráta“

Í málinu var lagt fram vottorð frá verkefnastýru í Kvennaathvarfinu sem jafnframt er ráðgjafi konunnar. Þar kemur fram að hún hafi komið í 46 viðtöl þar eftir dvöl hennar í athvarfinu í janúar og febrúar 2022. Í vottorðinu segir meðal annars: „Að sögn A þá kvíðir hún því að hafa [varnaraðila] í salnum, hún kvíðir því að hann stari á hana, hún finnur fyrir stressi og miklum kvíða þegar hún hugsar til þess að hún þurfi að mæta honum. Hún óttast að skjálfa og að hún vaði úr einu í annað og fari að gráta“. 

Geti haft afleiðingar til framtíðar

Um drenginn segir í vottorðinu að sú staðreynd að „barn þurfi í réttarsal að lýsa hvernig faðir hans [hafi] brotið á honum og fjölskyldunni hans, í hans viðurvist, [setji] mikla ábyrgð á barnið og [geti] haft alvarlegar afleiðingar á líðan hans til framtíðar.“

Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar „verður að telja að nærvera varnaraðila við skýrslugjöf brotaþola yrði þeim sérstaklega til íþyngingar og sé líkleg til að hafa áhrif á framburði þeirra.“ Því skuli hann víkja úr dómsalnum þegar þau gefa skýrslu.

Manninum verði hins vegar gert kleift að fylgjast með skýrslutökum yfir mæðginunum utan dómsalar og koma að spurningum. Aðalmeðferð í málinu er áætluð í byrjun júní.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu