Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvað kostar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.

Mjólk kostar 206 krónur

Mjólk. Nauðsynjavaran sem mannkynið hefur neytt í þúsundir ára. Í dag eru til alls konar útgáfur af mjólk, enda getur það eitt að drekka mjólk valdið siðferðilegum ádeilum meðal fólks. Hvort sem mjólk er D-vítamínbætt, gerð úr höfrum, möndlum eða kókoshnetum, kostar hún alltaf eitthvað. 

Á síðustu árum hefur verð á einum lítra af nýmjólk hækkað töluvert. Árið 2010 seldi Krónan í Grafarholti mjólkurlítrann á 145 krónur. Sjö árum síðar var verðið óbreytt, að Krónunni í Austurveri undanskilinni. Í febrúar 2018 keyptu viðskiptavinir Krónunnar í Grafarholti mjólkurlítrann á 149 krónur. Nú, fimm árum síðar, hefur verðið hækkað um 57 krónur og kostar mjólkurlítrinn því alls 206 krónur. 

Verðvitund neytenda er mismikil og hélt Heimildin á Alþingi þar sem þingmenn giskuðu á lítraverð nýmjólkur. 

Þingmenn giska

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata: „Nú kaupi ég alltaf D-vítamínbætta og hún kostar 246 krónur. Ætli þessi kosti ekki eitthvað minna? Ég myndi giska á svona tvö hundruð, tvö hundruð og eitthva ð... svona á milli 200-210 krónur.

Vel gert, 206 krónur í Krónunni. Finnst þér það sanngjarnt verð? „Sanngjarnt ... er maður ekki fyrir löngu orðinn verðónæmur hérna á þessu landi? Er það ekki bara orðið svolítið svoleiðis?

Finnst þér þú vera með góða verðtilfinningu þegar þú ert að versla úti í búð? „Alls ekki og aldrei haft.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins: „Já, 220 krónur eða eitthvað svoleiðis. Ég myndi giska á það en ég hef eiginlega ekki hugmynd.“

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Matvara á Íslandi er bara alltof dýr. Það er ofboðslega erfitt að segja til um hvað er sanngjarnt og hvað er ekki sanngjarnt, og ég á mjög erfitt með að segja það. En matvara náttúrlega á Íslandi er mjög dýr.“ 

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Nei, ég er ekki með góða verðtilfinningu, alls ekki.“

Birgir Ármannsson

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis: „Ég giska á svona í kringum tvö hundruð kall.

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Ég veit það ekki. Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni hvað allar matvörur kosta en þetta er hins vegar hérna ... þetta er hins vegar ekkert óskaplega hátt verð þannig séð.

Finnst þér þú vera með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Mætti vera meiri, ábyggilega. En maður reynir auðvitað að fylgjast með hvað innkaupakarfan kostar.“

Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins: „Tvö hundruð kall, eitthvað svoleiðis myndi ég giska. En svo mun dýrari ef maður kaupir hann frá, hvað heitir það … Örnu, sem er enn þá betri mjólk.“

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Nei.“

Inga Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins: „Guð minn almáttugur, ég fer aldrei í búð. Það er maðurinn sem kaupir.“

Já, eitthvað gisk? „Já, ætli hún sé ekki komin í svona 212 krónur.“

Finnst þér þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð að versla? „Já, nokkuð. Við höfum alltaf fylgst alveg rosalega vel með enda vorum við nú frekar efnalítil alla tíð, svona meira og minna. Þannig að, já, maður hefur vanið sig á það að fylgjast með. En þarna tekurðu mig alveg í bólinu með mjólkina sko. Ég var nú ekkert langt frá því enda kostar hún örugglega 212 krónur í Hagkaup.“ 

Jóhann Friðrik Friðriksson

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins: „Bara ... lítri af mjólk ... segjum 230 krónur. 

Hún kostar 206 krónur í Krónunni. Finnst þér það sanngjarnt verð? „Ég hef nú ekki gert mikinn verðsamanburð en ég versla nú aðallega í Bónus.

Ertu með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Ég reyni að vera með það en ég get nú ekki sagt að ég kannski ... ætli stutta svarið sé ekki að ég gæti verið betri í því.

Jóhann Páll Jóhannsson

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar: „Ég ætla að skjóta á 400 krónur.“ 

206 krónur, hvað finnst þér um það verð? „Það er minna en ég hélt.

Ert þú með mikla verðmeðvitund þegar þú ert úti í búð að versla? „Kannski gagnvart heildar ... gagnvart lokaverðmiðanum en ekki alveg sundurliðað.

Kristrún Frostadóttir

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar: „Það fer eftir því hvar þú kaupir þetta. Mig langar að segja 294 krónur.“ 

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Ég veit það ekki, þetta hefur náttúrlega hækkað í verði en jájá, þetta gæti eflaust verið lægra.

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð að versla? „Ég versla mjög mikið á netinu. Ég held að vefverslun hafi reyndar veitt fólki aukna verðvitund vegna þess að þá getur þú fylgst með körfunni síðast. Ég hef auðvitað tekið eftir því eins og allir aðrir að það hefur hækkað verulega í verði allt sem maður kaupir.“  

Sigmar Guðmundsson

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar: „Ég er alltaf á auto-pilot í búðinni, ég gæti ekki svarað því. Ég veit hins vegar að mjólkin hefur hækkað mjög mikið eins og mjólkurafurðir almennt hafa gert. Ég er í hópi mjög margra íslenskra neytenda sem að missi verðskynið þegar ég fer út í búð vegna þess að hækkanir eru svo stöðugar og örar. Þetta er það sem minn flokkur hefur alltaf verið að benda á. Ég vildi að ég gæti svarað þessari spurningu upp á punkt og prik en ég veit að hún er of dýr.“  

206 krónur, er það ósanngjarnt? „Ja, sko, það er ósanngjarnt að endalaust skuli demba yfir okkur verðhækkanir sem er hægt að rekja til þess að við erum með ákveðinn kerfisvanda hérna hjá okkur sem er íslenska krónan. Þannig að ég tel að það sé mjög einfalt að lækka matvöruverð hérna á Íslandi. Það þarf svolítið hugrekki, það þarf að stíga stór skref en það er í sjálfu sér ekki flókin aðgerð. Vafalítið geta þeir sem eru að framleiða mjólk fært rök fyrir því að verðið geti þess vegna verið hærra, en það sem við höfum alltaf verið að benda á, við búum við ákveðinn kerfisvanda hérna á Íslandi sem gerir það að verkum að matvöruverð er óþarflega hátt. Það gildir líka um mjólkina og aðrar mjólkurafurðir.“ 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár