Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alvöru flóttamenn og gerviflóttamenn

Orð­ræða Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra mið­ar að því að skipta flótta­mönn­um upp í tvo mis­mun­andi flokka, þá sem eru al­vöru flótta­menn og hina sem eru það ekki. Tel­ur hann að flótta­menn frá Venesúela til­heyri seinni hópn­um. Flótta­menn það­an setj­ist upp á vel­ferð­ar­kerf­ið hér á landi.

Alvöru flóttamenn og gerviflóttamenn

„Börn flóttamanna fá forgang inn í leikskóla. Að hluta til eru vandræði Reykjavíkurborgar í leikskólamálum að því að það er að koma svo mikið af börnum erlendis frá með flóttamönnum.“

Sá sem hér talar er Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sá sem fer með málaflokk flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Hann sagði þetta í hlaðvarpsþættinum „Chat after dark“ þann 16. mars síðastliðinn, eða daginn eftir að útlendingafrumvarpið sem hann lagði fyrir þingið var samþykkt. 

Þennan sama dag fagnaði hann samþykktu frumvarpi á Facebook-vegg sínum. Breytingarnar væru nauðsynlegar til þess að einstaklingar sem „þarfnast raunverulegrar verndar“ fái vandaða og skjóta úrlausn mála. Fólk fagnaði með og skrifaði undir: „Vel gert, Jón, hér á Suðurnesjum eru þessi mál komin í óefni,“ sagði einn og annar: „Leggja svo niður kærunefnd útlendingamála strax!“

Á sínum ferli hefur dómsmálaráðherra margoft gripið í þetta …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár