Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Kristrún mun hætta sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í stjórn

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill mið-vinstri stjórn eft­ir næstu kosn­ing­ar og seg­ir stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins þannig að erfitt yrði að fara með þeim í rík­is­stjórn. Hún myndi ekki sætta sig við það sem Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur þurft að sætta sig við í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

Kristrún mun hætta sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í stjórn
Formaður Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í fyrrahaust. Síðan þá hefur fylgi flokksins aukist hratt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kristrún Frostadóttir segir að hún myndi ekki sætta sig við það sem Katrín Jakobsdóttir hefur sætt sig við í yfirstandandi ríkisstjórnarsamstarfi. Ef Samfylkingunni mistekst að komast í ríkisstjórn eftir næstu kosningar þá mun Kristrún hætta sem formaður hennar. 

Þótt Kristrún hafi ekki viljað útilokað samstarf við nokkurn stjórnmálaflokk, heldur sett áherslu á að kjósendur styðji Samfylkinguna vegna stefnu hennar, þá segir hún stefna Sjálfstæðisflokksins vera þannig að afar erfitt yrði að fara með þeim í ríkisstjórn. Hugur hennar stendur til að setja á laggirnar mið-vinstri stjórn eftir næstu kosningar. 

Þetta kemur fram í viðtali við Kristrúnu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, en hún snéri aftur til þingstarfa í liðinni viku eftir fæðingarorlof. 

Vinstri grænum líður betur að tala um mjúku málin

Í viðtalinu segir Kristrún að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Vinstri grænna, sem leiðir óvenjulega ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, sé í stöðu þar sem hún komi ákveðnum hlutum ekki í gegn. „Ég held að hún væri betur sett með mig í fjármálaráðuneytinu en Bjarna. Þannig að ég hefði ekkert á móti því að sitja með Katrínu í ríkisstjórn. Í mörgum grunnmálum eru Vinstri græn og Samfylkingin sammála. Samfylkingin og Vinstri græn eru þó ólík að því leyti að Samfylkingin hefur sterkar sósíaldemókratískar rætur, er kerfisflokkur í grunninn, þar sem fókuserað er á velferðina og fjármögnun á henni, en þetta eru kjarnamál í daglegu lífi fólks. Á meðan hefur Vinstri grænum þótt allt í lagi að vera minna í þessum kerfislægu málum en meira í stökum málum. Vinstri grænum líður kannski betur í ríkisstjórninni að tala um mjúku málin sem kosta ekki pening en skipta vissulega miklu máli, eins og mannréttindamál. Við styðjum þessi mál en breytingarnar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi kosta breytingar í fjármálaráðuneytinu og Samfylkingin væri ekki að standa með sjálfri sér sem sósíaldemókratískur flokkur nema hún sæi breytingar þar. Ég væri ekki tilbúin að sætta mig við það sem Katrín hefur sætt sig við.“

Vill mið-vinstri stjórn

Hún gæti vel hugsað sér að vinna með Katrínu í ríkisstjórn en það hvaða ríkisstjórn verði mynduð fari algjörlega eftir því hvaða staða verði uppi eftir kosningar. „Ég vil sjá mið-vinstri stjórn í landinu. Það er kominn tími á það. Til þess að það gerist þarf Samfylkingin að verða stærsti flokkur landsins, forystuflokkur. Aðalatriðið er að við séum með skýrar og breiðar línur sem fólkið í landinu geti sameinast um sem og aðrir flokkar. Flokkur Katrínar rúmast í þeirri heimsmynd.“

Takist Samfylkingunni ekki að komast í ríkisstjórn í næstu kosningum mun Kristrún stíga til hliðar sem formaður. „Samfylkingin er á þannig tímamótum að hún þarf að komast í ríkisstjórn. Mitt verkefni, þegar ég tók við flokknum, var að gera hann stjórntækan. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist. Ég tók þetta starf að mér til að leiða Samfylkinguna inn í ríkisstjórn og í forystu við stjórn landsins. Ég mun standa og falla með því.“

Afar erfitt að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki

Kristrún segir að hún vilji að fólk kjósi Samfylkinguna út af flokknum, ekki út af því hvað hann er ekki. „Mér finnst stimplar sem felast í því að segja: Við lofum að gera ekki þetta til marks um flokk sem treystir sér ekki til að segja: Þetta eru okkar verkefni, treystið okkur til verka og þið fáið ríkisstjórn sem skilar verkefnum af sér. Ef stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið undanfarin ár og áratugi verður óbreytt eftir næstu kosningar þá mun það hamla framförum í svo að segja öllum okkar stóru málaflokkum svo mjög að afar erfitt verður að fara í ríkisstjórn með þeim.“

Samfylkingin hefur verið á miklu flugi í skoðanakönnunum að undanförnu. Hún mældist með 27,8 prósent fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í maí 2009, eða skömmu eftir bankahrunið og kosningarnar sem haldnar voru í kjölfar þess. Þá var Samfylkingin nýsest í ríkisstjórn undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Alls hefur fylgi flokksins aukist um 17,9 prósentustig frá síðustu kosningum og rúmlega tvöfaldast síðan að Kristrún tilkynnti framboð sitt til formanns síðla sumars í fyrra. Hún tók svo við formennsku í flokknum í lok október. 

Ríkisstjórnin í frjálsu falli

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír: Vinstri græn, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa allir tapað mælanlegu fylgi frá síðustu kosningum. Sameiginlegt fylgi þeirra þriggja mælst nú 38,1 prósent en þeir fengu 54,3 prósent í kosningunum í september 2021.  Flokkarnir þrír sem halda um stjórnartaumana hafa því tapað 16,2 prósentustigum frá því að kosið var síðast. Sameiginlegt fylgi þeirra hefur aldrei mælst minna síðan að þeir tóku fyrst við síðla árs 2017. 

Sama er að segja um stuðning við ríkisstjórnina. Hann mælist nú 39 prósent, og er það í fyrsta sinn sem hann fer  undir 40 prósent síðan að ríkisstjórnin tók við fyrir fimm og hálfu ári síðan. Í fyrstu mælingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem birt var í desember 2017, sögðust 74,1 prósent styðja ríkisstjórnina. 

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Við sjáum það á Vinstri grænum í dag hvernig fer þegar vinstri flokkar taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Skoðið fylgi VG í þessari könnun og síðustu borgarstjórnarkosningum sem dæmi. Sjálfstæðisfólk fær þannig sína ömurlegu pólitík í gegn og vinstrinu kennt um líkt og með VG í dag. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn mun þýða niðurlok Samfylkingarinnar og þá eru góðir kostir til vinstri uppurnir að frátöldum örflokki sem vill ekki samstarf með neinum. Í stað þess að fara í fýlu gagnvart þessari óheppilegu yfirlýsingu þá eigum við ekki annarra kosta völ en að styðja Samfylkinguna og fari það vel þá þarf engan bölvaðan Sjálfstæðisflokk til að mynda ríkisstjórn. Við þurfum að vera klár og hugrökk og láta ekki tilfinningarnar verða að vopnum í höndum Spillingarflokksins.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Skoðanakannanir næstu mánuði verða fróðlegar.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Kristrún er ósannfærandi formaður. Hagnaðist um tugi milljóna í léttum bréfaleik æðstu manna Kviku. Fannst þessi sjálftaka bara sjálfsögð.
    -8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
10
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár