Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir leiðtogafundinn ekki sögulegan fyrir neinn nema Íslendinga

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að það hafi tog­ast á í henni leiði og stolt þeg­ar hún velti fyr­ir sér hvað henni ætti að finn­ast um ný­af­stað­inn leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins í Reykja­vík. Ís­lend­ing­ar þurfi að „ reyna að halda haus og láta ekki hina sér­kenni­legu blöndu of­læt­is og van­meta­kennd­ar trufla dómgreind okk­ar.“

Segir leiðtogafundinn ekki sögulegan fyrir neinn nema Íslendinga
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom að stofnun Kvennalistans, var borgarstjóri Reykjavíkur, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra Íslands. Síðustu ár hefur hún starfað sem yfirmaður hjá ýmsum alþjóðastofnunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra sem sem starfaði lengi hjá alþjóðastofnunum, segir að það hafi engin ástæða verið til að ætla að leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem haldinn var í vikunni á Íslandi, yrði sögulegur fundur fyrir aðra en Íslendinga. Eina ástæða þess að fundurinn væri sögulegur fyrir Ísland er vegna þess að hann var haldinn hér. Þetta kemur fram í færslu sem Ingibjörg Sólrún birti á Facebook

Þar segir hún að það hafi „bögglast svolítið fyrir mér hvað mér á að finnast um leiðtogafund Evrópuráðsins sem var að ljúka í Reykjavík. Það togast á í mér leiði og stolt.“

Ingibjörg Sólrún segir að það hafi angrað sig hvað á Íslandi hafi verið mikil múgsefjun í gangi og hversu margir stukku á þann vagn, mataðir af stjórnmálamönnum og fjölmiðlum, að í uppsiglingu væri tímamótafundur sem myndi lengi í minnum hafður. „Fæstir leiðtogafundir eru þess eðlis og oftar en ekki hafa þeir öðru fremur táknræna þýðingu og eru til marks um að ríki ætli sér að standa saman, sem getur vissulega skipt máli á óvissutímum. Tímamótafundir eru gjarnan lokahnykkurinn á ferli sem hefur staðið yfir í nokkuð langan tíma með flóknum samningaviðræðum og til þeirra boðað til að taka endanlega pólitíska ákvörðun. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík markaði fremur upphafið og bjó til væntingar um ferli sem vonandi mun skila árangri þegar fram líða stundir.

Það var hins vegar engin ástæða til að ætla að þetta yrði sögulegur fundur nema fyrir okkur Íslendinga - vegna þess að hann var haldinn á Íslandi!“

Hrósar konunum í forsvari

Ráðherrann fyrrverandi hrósar hins vegar þætti Íslendinga. Það sé gríðarlega mikil vinna að skipuleggja svona fund og sjá til þess að allt gangi snurðulaust  fyrir sig. „Ég fékk ekki betur séð en að allt hafi verið gert með miklum sóma og eiga allir sem að þessu komu mikinn heiður skilið. Konurnar tvær sem voru í forsvari, forsætisráðherra og utanríkisráðherra, sinntu sínu hlutverki af miklu öryggi og sama á við um allt það starfsfólk sem bar hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd fundarins. Eins og oft gerist hér á Íslandi lögðu allir líf og sál í framkvæmdina enda finnst okkur gjarnan að heiður lands og þjóðar sé að veði. Þegar ég hlustaði á Víking Heiðar spila Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns af heitri tilfinningu fyrir fundargesti rann það upp fyrir mér að í samræmi við góða íslenska gestrisni væri aðeins það besta talið nógu gott fyrir gestina. Það fyllir mig stolti.“

Ingibjörg Sólrún minnir á í færslunni að Íslendingar séu smáþjóð og þess vegna finnist henni svo gott að fyllast stolti af því sem vel er gert í samskiptum við aðrar þjóðir, hvort sem það er í boltaíþróttum, Eurovision eða Evrópuráðinu. „Við verðum samt að reyna að halda haus og láta ekki hina sérkennilegu blöndu oflætis og vanmetakenndar trufla dómgreind okkar.“

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
1
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
4
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
9
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár