Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segir leiðtogafundinn ekki sögulegan fyrir neinn nema Íslendinga

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að það hafi tog­ast á í henni leiði og stolt þeg­ar hún velti fyr­ir sér hvað henni ætti að finn­ast um ný­af­stað­inn leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins í Reykja­vík. Ís­lend­ing­ar þurfi að „ reyna að halda haus og láta ekki hina sér­kenni­legu blöndu of­læt­is og van­meta­kennd­ar trufla dómgreind okk­ar.“

Segir leiðtogafundinn ekki sögulegan fyrir neinn nema Íslendinga
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom að stofnun Kvennalistans, var borgarstjóri Reykjavíkur, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra Íslands. Síðustu ár hefur hún starfað sem yfirmaður hjá ýmsum alþjóðastofnunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra sem sem starfaði lengi hjá alþjóðastofnunum, segir að það hafi engin ástæða verið til að ætla að leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem haldinn var í vikunni á Íslandi, yrði sögulegur fundur fyrir aðra en Íslendinga. Eina ástæða þess að fundurinn væri sögulegur fyrir Ísland er vegna þess að hann var haldinn hér. Þetta kemur fram í færslu sem Ingibjörg Sólrún birti á Facebook

Þar segir hún að það hafi „bögglast svolítið fyrir mér hvað mér á að finnast um leiðtogafund Evrópuráðsins sem var að ljúka í Reykjavík. Það togast á í mér leiði og stolt.“

Ingibjörg Sólrún segir að það hafi angrað sig hvað á Íslandi hafi verið mikil múgsefjun í gangi og hversu margir stukku á þann vagn, mataðir af stjórnmálamönnum og fjölmiðlum, að í uppsiglingu væri tímamótafundur sem myndi lengi í minnum hafður. „Fæstir leiðtogafundir eru þess eðlis og oftar en ekki hafa þeir öðru fremur táknræna þýðingu og eru til marks um að ríki ætli sér að standa saman, sem getur vissulega skipt máli á óvissutímum. Tímamótafundir eru gjarnan lokahnykkurinn á ferli sem hefur staðið yfir í nokkuð langan tíma með flóknum samningaviðræðum og til þeirra boðað til að taka endanlega pólitíska ákvörðun. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík markaði fremur upphafið og bjó til væntingar um ferli sem vonandi mun skila árangri þegar fram líða stundir.

Það var hins vegar engin ástæða til að ætla að þetta yrði sögulegur fundur nema fyrir okkur Íslendinga - vegna þess að hann var haldinn á Íslandi!“

Hrósar konunum í forsvari

Ráðherrann fyrrverandi hrósar hins vegar þætti Íslendinga. Það sé gríðarlega mikil vinna að skipuleggja svona fund og sjá til þess að allt gangi snurðulaust  fyrir sig. „Ég fékk ekki betur séð en að allt hafi verið gert með miklum sóma og eiga allir sem að þessu komu mikinn heiður skilið. Konurnar tvær sem voru í forsvari, forsætisráðherra og utanríkisráðherra, sinntu sínu hlutverki af miklu öryggi og sama á við um allt það starfsfólk sem bar hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd fundarins. Eins og oft gerist hér á Íslandi lögðu allir líf og sál í framkvæmdina enda finnst okkur gjarnan að heiður lands og þjóðar sé að veði. Þegar ég hlustaði á Víking Heiðar spila Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns af heitri tilfinningu fyrir fundargesti rann það upp fyrir mér að í samræmi við góða íslenska gestrisni væri aðeins það besta talið nógu gott fyrir gestina. Það fyllir mig stolti.“

Ingibjörg Sólrún minnir á í færslunni að Íslendingar séu smáþjóð og þess vegna finnist henni svo gott að fyllast stolti af því sem vel er gert í samskiptum við aðrar þjóðir, hvort sem það er í boltaíþróttum, Eurovision eða Evrópuráðinu. „Við verðum samt að reyna að halda haus og láta ekki hina sérkennilegu blöndu oflætis og vanmetakenndar trufla dómgreind okkar.“

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár