Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Af hverju geta þau ekki bara hist í Danmörku eða eitthvað?”

Heim­ild­in náði tali af gang­andi veg­far­end­um í mið­bæ Reykja­vík­ur fyr­ir há­degi og spurði út í af­stöðu þeirra til leið­toga­fund­ar Evr­ópu­ráðs sem hefst í Hörpu í dag.

Það er tómlegt í miðbæ Reykjavíkur fyrir hádegi þriðjudaginn 16. maí, en eftir aðeins örfáar klukkustundir munu leiðtogar Evrópuráðsins ganga hver af öðrum inn í Hörpuna þar sem fundað verður um Úkraínu og stöðu lýðræðis. Túristar ganga ringlaðir um göturnar og fáa Íslendinga er að finna meðal þeirra. 

Fyrir utan stærstu hótel miðbæjarins standa lögregluþjónar í viðbragðsstöðu og sjá má grænklædda hermenn í vestum fylgjast með gangandi vegfarendum. 

„Ég er bara pínu að hlæja. Mér finnst þetta vera svo ýkt einhvern veginn. Svolítið mikið öryggisgæsla fyrir hvað sem gæti komið upp á Íslandi,“ sagði Julia Mai Linnéa Maria.  

Julia veltir fyrir sér hver kostnaðurinn er við að kaupa vopn handa löggæslumönnum, þá sérstaklega byssur. Henni finnst „út í hött“ að verið sé að kaupa þær fyrir íslenska skattpeninga. 

Julia Mai Linnéa MariaVeltir fyrir sér kostnaði við byssur handa íslensku lögreglunni.

Fundurinn kostar um tvo milljarða. Þegar Julia áttaði sig á því að það væru skattgreiðendur sem greiða fundarkostnaðinn spurði hún: „Af hverju er mér þá ekki boðið?“. Julia telur að hægt hafi verið að eyða peningnum í margt annað sem snertir málefni fólks hér innanlands, til dæmis í að betrumbæta líf þeirra sem búa á Ásbrú á vegum Útlendingastofnunar. 

Kristinn Atlason sagði fátt fólk vera á kreiki en hann var í hjólatúr þegar Heimildin náði tali af honum skammt frá Hörpu. Ólíklegt er að niðurstaða komi úr fundinum samkvæmt Kristni: „Þetta er svo stór fundur, það kemur aldrei neitt út úr þeim". 

Betur hefði mátt fara með fjármagnið sem þarf til að halda fundinn að mati Kristins en hann nefnir heilbrigðiskerfið og kjör eldri borgara sem dæmi. 

Kristinn AtlasonTelur Ísland í góðri stöðu innan Evrópu.

Um stöðu lýðræðis segir Kristinn að einræðisherrar séu orðnir sýnilegri. „Það eru einræðisherrar farnir að sýna sig eins og í Tyrklandi og Ungverjalandi." Hann telur þessa þróun þó ekki ógna Íslendi og segir okkur í nokkuð góðri stöðu innan Evrópu. „Við höfum rödd og getum sagt okkar álit og erum frjálsir."

Ferðakonurnar og hjúkrunarfræðingarnir Taron og Natalie eru fæddar í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.  Þær höfðu ekki hugmynd um hvað ætti sér stað í Reykjavík í dag. „Við sáum eitthvað í gær sem við settum spurningarmerki við," sagði Natalie og Taron bætti við að þær hefðu séð ýmis skilti, lögreglumenn og fólk í jakkafötum. 

Aðspurðar töldu Taron og Natalie sig ekki geta spurt leiðtoga Evrópu að neinu sérstöku heldur þyrfti fyrst að leysa vandamál innan Bandaríkjanna. „Ég held við getum ekki spurt að neinu, fyrst þurfum við að leysa úr þeim málum sem bíða okkar heima," sagði Natalie og bætti við: „Við erum báðar hjúkrunarfræðingar þannig að heilbrigðiskerfið er eitt af því stærsta." Taron sagði Bandaríkjamenn einnig standa frammi fyrir vandkvæðum vegna skotvopna.  

Taron og NatalieVissu ekki hvað væri um að vera í Reykjavík.

Stefán Örn Stefánsson hefur aldrei séð eins margar lögreglur og finnst það vitleysa að verið sé að halda fundinn í Reykjavík. Aðspurður hvers vegna sagði Stefán: „Af því að... af hverju geta þau ekki bara hist í Danmörku eða eitthvað? Ég veit það ekki. Hvað eru þau að þvælast alla leiðina hingað?"

Eins og áður kom fram kostar fundurinn um það bil tvo milljarða „sem er alveg út úr kortinu fjárhæð," samkvæmt Stefáni. 

Það er hægt að nýta þetta í svo margt annað. Bara innviði hérna í þjóðfélaginu, bara algjörlega. Í málefni sem skipta okkur meira máli en einhver svona skrípaleikur. Og ég veit ekki einu sinni hver tilgangurinn er með þessu, að ræða málefni Úkraínu… ég skil þetta bara ekki."

Stefán Örn StefánssonTelur að hægt hefði verið að nýta tvo milljarða króna á annan hátt.

„Það er færra fólk, það er eins og það haldi sig í burtu frá miðbænum," segir Lilja Sólrún Jónsdóttir. Henni finnst ekki að fundurinn ætti að vera hér. „Við erum bara alltof lítil þjóð til að taka á móti svona stóru lögregluliði og fólki sem að er mikilvægt. Við höfum ekki mikið bolmagn til þess." 

Lilja Sólrún JónsdóttirAð hennar mati skilar fundurinn engu.

Hvað með allt fólkið hérna heima? Allt sem að þarf á aðstoð að halda. Af hverju ekki að eyða peningunum í það? Það finnst mér miklu mikilvægara heldur en að halda svona stóran fund. Hverju skilar fundurinn?"

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár