Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Af hverju geta þau ekki bara hist í Danmörku eða eitthvað?”

Heim­ild­in náði tali af gang­andi veg­far­end­um í mið­bæ Reykja­vík­ur fyr­ir há­degi og spurði út í af­stöðu þeirra til leið­toga­fund­ar Evr­ópu­ráðs sem hefst í Hörpu í dag.

Það er tómlegt í miðbæ Reykjavíkur fyrir hádegi þriðjudaginn 16. maí, en eftir aðeins örfáar klukkustundir munu leiðtogar Evrópuráðsins ganga hver af öðrum inn í Hörpuna þar sem fundað verður um Úkraínu og stöðu lýðræðis. Túristar ganga ringlaðir um göturnar og fáa Íslendinga er að finna meðal þeirra. 

Fyrir utan stærstu hótel miðbæjarins standa lögregluþjónar í viðbragðsstöðu og sjá má grænklædda hermenn í vestum fylgjast með gangandi vegfarendum. 

„Ég er bara pínu að hlæja. Mér finnst þetta vera svo ýkt einhvern veginn. Svolítið mikið öryggisgæsla fyrir hvað sem gæti komið upp á Íslandi,“ sagði Julia Mai Linnéa Maria.  

Julia veltir fyrir sér hver kostnaðurinn er við að kaupa vopn handa löggæslumönnum, þá sérstaklega byssur. Henni finnst „út í hött“ að verið sé að kaupa þær fyrir íslenska skattpeninga. 

Julia Mai Linnéa MariaVeltir fyrir sér kostnaði við byssur handa íslensku lögreglunni.

Fundurinn kostar um tvo milljarða. Þegar Julia áttaði sig á því að það væru skattgreiðendur sem greiða fundarkostnaðinn spurði hún: „Af hverju er mér þá ekki boðið?“. Julia telur að hægt hafi verið að eyða peningnum í margt annað sem snertir málefni fólks hér innanlands, til dæmis í að betrumbæta líf þeirra sem búa á Ásbrú á vegum Útlendingastofnunar. 

Kristinn Atlason sagði fátt fólk vera á kreiki en hann var í hjólatúr þegar Heimildin náði tali af honum skammt frá Hörpu. Ólíklegt er að niðurstaða komi úr fundinum samkvæmt Kristni: „Þetta er svo stór fundur, það kemur aldrei neitt út úr þeim". 

Betur hefði mátt fara með fjármagnið sem þarf til að halda fundinn að mati Kristins en hann nefnir heilbrigðiskerfið og kjör eldri borgara sem dæmi. 

Kristinn AtlasonTelur Ísland í góðri stöðu innan Evrópu.

Um stöðu lýðræðis segir Kristinn að einræðisherrar séu orðnir sýnilegri. „Það eru einræðisherrar farnir að sýna sig eins og í Tyrklandi og Ungverjalandi." Hann telur þessa þróun þó ekki ógna Íslendi og segir okkur í nokkuð góðri stöðu innan Evrópu. „Við höfum rödd og getum sagt okkar álit og erum frjálsir."

Ferðakonurnar og hjúkrunarfræðingarnir Taron og Natalie eru fæddar í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.  Þær höfðu ekki hugmynd um hvað ætti sér stað í Reykjavík í dag. „Við sáum eitthvað í gær sem við settum spurningarmerki við," sagði Natalie og Taron bætti við að þær hefðu séð ýmis skilti, lögreglumenn og fólk í jakkafötum. 

Aðspurðar töldu Taron og Natalie sig ekki geta spurt leiðtoga Evrópu að neinu sérstöku heldur þyrfti fyrst að leysa vandamál innan Bandaríkjanna. „Ég held við getum ekki spurt að neinu, fyrst þurfum við að leysa úr þeim málum sem bíða okkar heima," sagði Natalie og bætti við: „Við erum báðar hjúkrunarfræðingar þannig að heilbrigðiskerfið er eitt af því stærsta." Taron sagði Bandaríkjamenn einnig standa frammi fyrir vandkvæðum vegna skotvopna.  

Taron og NatalieVissu ekki hvað væri um að vera í Reykjavík.

Stefán Örn Stefánsson hefur aldrei séð eins margar lögreglur og finnst það vitleysa að verið sé að halda fundinn í Reykjavík. Aðspurður hvers vegna sagði Stefán: „Af því að... af hverju geta þau ekki bara hist í Danmörku eða eitthvað? Ég veit það ekki. Hvað eru þau að þvælast alla leiðina hingað?"

Eins og áður kom fram kostar fundurinn um það bil tvo milljarða „sem er alveg út úr kortinu fjárhæð," samkvæmt Stefáni. 

Það er hægt að nýta þetta í svo margt annað. Bara innviði hérna í þjóðfélaginu, bara algjörlega. Í málefni sem skipta okkur meira máli en einhver svona skrípaleikur. Og ég veit ekki einu sinni hver tilgangurinn er með þessu, að ræða málefni Úkraínu… ég skil þetta bara ekki."

Stefán Örn StefánssonTelur að hægt hefði verið að nýta tvo milljarða króna á annan hátt.

„Það er færra fólk, það er eins og það haldi sig í burtu frá miðbænum," segir Lilja Sólrún Jónsdóttir. Henni finnst ekki að fundurinn ætti að vera hér. „Við erum bara alltof lítil þjóð til að taka á móti svona stóru lögregluliði og fólki sem að er mikilvægt. Við höfum ekki mikið bolmagn til þess." 

Lilja Sólrún JónsdóttirAð hennar mati skilar fundurinn engu.

Hvað með allt fólkið hérna heima? Allt sem að þarf á aðstoð að halda. Af hverju ekki að eyða peningunum í það? Það finnst mér miklu mikilvægara heldur en að halda svona stóran fund. Hverju skilar fundurinn?"

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár