Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristján Loftsson vill nýta gervigreind til hvalveiða

Hval­ur hf. hef­ur lát­ið þróa gervi­greind­ar­bún­að sem með tölvu­sjón reikn­ar fjar­lægð­ir svo skytta um borð í hval­veiði­skipi þurfi ekki leng­ur að meta hvort fær­ið sé í lagi „og get­ur ein­beitt sér að bráð­inni til að tíma­setja skot­ið sem best“.

Kristján Loftsson vill nýta gervigreind til hvalveiða
Forstjórinn Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., virðir fyrir sér ósprunginn skutul í líkama langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði sumarið 2022. Mynd: Arne Feuerhahn

Hvalur hf. hefur í vetur haft tvær nýjar veiðiaðferðir til þróunar og rannsóknar, hvers markmið er að gera hvalveiðarnar skilvirkari, líkt og það er orðað í andmælum fyrirtækisins við eftirlitsskýrslu MAST um velferð langreyða sem veiddar voru af fyrirtækinu við Íslandsstrendur síðasta sumar. Um er að ræða annars vegar þróun á gervigreindarbúnaði til veiðanna og hins vegar notkun rafmagns við drápin.

Niðurstöður skýrslunnar, sem meðal annars byggðu á myndbandsupptökum af drápum síðari hluta vertíðar Hvals, sýna að um fjórðungur hvalanna var skotinn með tveimur sprengiskutlum eða fleirum, allt upp í fjórum, áður en þeir gáfu upp öndina. Dauðastríð þeirra stóð því stundum lengi, allt upp í tvær klukkustundir og lengur ef litið er til dýrs sem var skotið en sleit sig laust og synti burt með skutulinn í bakinu. Hvalveiðibáturinn veitti því eftirför í fimm klukkustundir, eða þar til hann varð frá að hverfa vegna vélarbilunar. Sá tími sem dauðastríð þessa tiltekna einstaklings tók er því á huldu.

MAST bendir enn fremur á það í skýrslu sinni að þrátt fyrir að norskur sérfræðingur í hvalveiðum hafi komið á miðri síðustu vertíð til að gera lagfæringar á vopnunum hafi það engu breytt. Hefur stofnunin falið fagráði um velferð dýra að yfirfara fyrirliggjandi gögn „og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Ef slíkt er talið mögulegt, þurfa stjórnvöld að setja reglugerð um framkvæmd veiðanna og lágmarkskröfur við þær“.

Í andmælum Hvals hf. við skýrsluna er sérstakur kafli um „nýjar veiðiaðferðir“ sem sagðar eru á þróunarstigi. Telur fyrirtækið „eðlilegt að þessum tækninýjungum sé sérstakur gaumur gefinn með tilliti til viðfangsefnis eftirlitsskýrslunnar.

Annars vegar nefnir Hvalur hf. innleiðingu gervigreindar til að „aðstoða skyttur við fjarlægðarákvörðun hvals“. Við allar skotveiðar sé lykilatriði „að skytta geti áætlað fjarlægð skotmarksins með sem nákvæmustum hætti til að auka líkur á árangursríku skoti“. Á hafi úti sé erfitt að áætla fjarlægðir þar sem ekkert sé til viðmiðunar fyrir augað. „Hefur Hvalur látið þróa gervigreindarbúnað sem með tölvusjón reiknar fjarlægðir og teiknar inn mynd úr myndavél sem staðsett verður á mastri skipsins. Með þessum búnaði þarf skyttan ekki að meta hvort færið sé í lagi og getur einbeitt sér að bráðinni til að tímasetja skotið sem best.“

SkotLangreyður veltir sér á kviðinn með sporðaköstum eftir að hafa verið skotin í fyrrasumar.

Hins vegar segist Hvalur hf. hafa haft til þróunar endurbætta veiðiaðferð sem hugsuð er til viðbótar við hina hefðbundnu Granat-99 aðferð, skutul hlaðinn sprengiefni sem fastur er í línu við bátinn. „Til skoðunar er að tengja rafmagn við skotlínuna og skutulinn. Með þeirri tækni er unnt að aflífa hvalinn hratt og örugglega ef hann drepst ekki við fyrsta skot.“

Í andmælunum er rakið að tilraunir með notkun rafmagns í skotlínum hafi verið gerðar af Bretum og Norðmönnum fyrir um 70 árum. Þær tilraunir hafi reynst vel í grunninn en „sá galli var þó á gjöf Njarðar“ að á þessum tíma voru notaðar hamp- og síðar nylon-skotlínur sem teygðust umfram koparinn sem leiddi rafmagnið í línunum. Í dag séu skotlínur „mun sterkari“. Þá hafi einnig orðið mikil framþróun í flutningi rafmagns en Hvalur hyggst nota riðstraum ólíkt tilraunum Breta og Norðmanna hvar notast var við jafnstraum „sem hentar verr til aflífunar“.

Segist Hvalur hf. þegar hafið þróun á þessum búnaði. 

Rafmagn getur valdið meiri þjáningu

Matvælastofnun fagnar í svörum sínum „allri framþróun við veiðar sem gætu stuðlað að betri dýravelferð“. Hins vegar, bendir stofnunin á, sé þekkt að notkun rafmagns til að valda dýrum meðvitundarleysi við aflífun geti verið vandmeðfarið og „hárfín lína getur verið milli þess að valda meðvitundarleysi, eða valda meiri þjáningum með rafstuði sem ekki veldur meðvitundarleysi“.

Ætla megi að notkun rafmagns í sjó sé erfitt umhverfi og það væri „afar erfitt að geta metið með mælingum hvort stórhveli í sjó væru að fá rafstuð sem ylli þeim meðvitundarleysi, nema á þeim væru mælitæki sem gætu sýnt að svo væri“.

Ef til komi að slík aðferð verði kynnt „yrðu öll rannsóknargögn sem mæltu með slíkum aðferðum tekin ítarlega til skoðunar“, segir MAST.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
2
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga
5
Fréttir

Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir fram­setn­ingu mat­væla­ráð­herra óá­byrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.
Leyfisveitingin kom Bjarna ekki á óvart - „Ágætis stemming með þessa niðurstöðu“
6
Fréttir

Leyf­is­veit­ing­in kom Bjarna ekki á óvart - „Ágæt­is stemm­ing með þessa nið­ur­stöðu“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ákvörð­un Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um að heim­ila hval­veið­ar hafi ekki kom­ið sér á óvart. Ákvörð­un­in er að hans mati í sam­ræmi við nú­gild­andi lög og regl­ur. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir Bjarni velti þurfi fyr­ir sér hvort stjórn­sýsl­an hafi ver­ið nægi­lega skil­virk og fyr­ir­sjá­an­leg í þessu máli.
Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
8
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
6
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
9
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár