Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Kristján Loftsson vill nýta gervigreind til hvalveiða

Hval­ur hf. hef­ur lát­ið þróa gervi­greind­ar­bún­að sem með tölvu­sjón reikn­ar fjar­lægð­ir svo skytta um borð í hval­veiði­skipi þurfi ekki leng­ur að meta hvort fær­ið sé í lagi „og get­ur ein­beitt sér að bráð­inni til að tíma­setja skot­ið sem best“.

Kristján Loftsson vill nýta gervigreind til hvalveiða
Forstjórinn Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., virðir fyrir sér ósprunginn skutul í líkama langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði sumarið 2022. Mynd: Arne Feuerhahn

Hvalur hf. hefur í vetur haft tvær nýjar veiðiaðferðir til þróunar og rannsóknar, hvers markmið er að gera hvalveiðarnar skilvirkari, líkt og það er orðað í andmælum fyrirtækisins við eftirlitsskýrslu MAST um velferð langreyða sem veiddar voru af fyrirtækinu við Íslandsstrendur síðasta sumar. Um er að ræða annars vegar þróun á gervigreindarbúnaði til veiðanna og hins vegar notkun rafmagns við drápin.

Niðurstöður skýrslunnar, sem meðal annars byggðu á myndbandsupptökum af drápum síðari hluta vertíðar Hvals, sýna að um fjórðungur hvalanna var skotinn með tveimur sprengiskutlum eða fleirum, allt upp í fjórum, áður en þeir gáfu upp öndina. Dauðastríð þeirra stóð því stundum lengi, allt upp í tvær klukkustundir og lengur ef litið er til dýrs sem var skotið en sleit sig laust og synti burt með skutulinn í bakinu. Hvalveiðibáturinn veitti því eftirför í fimm klukkustundir, eða þar til hann varð frá að hverfa vegna vélarbilunar. Sá tími sem dauðastríð þessa tiltekna einstaklings tók er því á huldu.

MAST bendir enn fremur á það í skýrslu sinni að þrátt fyrir að norskur sérfræðingur í hvalveiðum hafi komið á miðri síðustu vertíð til að gera lagfæringar á vopnunum hafi það engu breytt. Hefur stofnunin falið fagráði um velferð dýra að yfirfara fyrirliggjandi gögn „og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Ef slíkt er talið mögulegt, þurfa stjórnvöld að setja reglugerð um framkvæmd veiðanna og lágmarkskröfur við þær“.

Í andmælum Hvals hf. við skýrsluna er sérstakur kafli um „nýjar veiðiaðferðir“ sem sagðar eru á þróunarstigi. Telur fyrirtækið „eðlilegt að þessum tækninýjungum sé sérstakur gaumur gefinn með tilliti til viðfangsefnis eftirlitsskýrslunnar.

Annars vegar nefnir Hvalur hf. innleiðingu gervigreindar til að „aðstoða skyttur við fjarlægðarákvörðun hvals“. Við allar skotveiðar sé lykilatriði „að skytta geti áætlað fjarlægð skotmarksins með sem nákvæmustum hætti til að auka líkur á árangursríku skoti“. Á hafi úti sé erfitt að áætla fjarlægðir þar sem ekkert sé til viðmiðunar fyrir augað. „Hefur Hvalur látið þróa gervigreindarbúnað sem með tölvusjón reiknar fjarlægðir og teiknar inn mynd úr myndavél sem staðsett verður á mastri skipsins. Með þessum búnaði þarf skyttan ekki að meta hvort færið sé í lagi og getur einbeitt sér að bráðinni til að tímasetja skotið sem best.“

SkotLangreyður veltir sér á kviðinn með sporðaköstum eftir að hafa verið skotin í fyrrasumar.

Hins vegar segist Hvalur hf. hafa haft til þróunar endurbætta veiðiaðferð sem hugsuð er til viðbótar við hina hefðbundnu Granat-99 aðferð, skutul hlaðinn sprengiefni sem fastur er í línu við bátinn. „Til skoðunar er að tengja rafmagn við skotlínuna og skutulinn. Með þeirri tækni er unnt að aflífa hvalinn hratt og örugglega ef hann drepst ekki við fyrsta skot.“

Í andmælunum er rakið að tilraunir með notkun rafmagns í skotlínum hafi verið gerðar af Bretum og Norðmönnum fyrir um 70 árum. Þær tilraunir hafi reynst vel í grunninn en „sá galli var þó á gjöf Njarðar“ að á þessum tíma voru notaðar hamp- og síðar nylon-skotlínur sem teygðust umfram koparinn sem leiddi rafmagnið í línunum. Í dag séu skotlínur „mun sterkari“. Þá hafi einnig orðið mikil framþróun í flutningi rafmagns en Hvalur hyggst nota riðstraum ólíkt tilraunum Breta og Norðmanna hvar notast var við jafnstraum „sem hentar verr til aflífunar“.

Segist Hvalur hf. þegar hafið þróun á þessum búnaði. 

Rafmagn getur valdið meiri þjáningu

Matvælastofnun fagnar í svörum sínum „allri framþróun við veiðar sem gætu stuðlað að betri dýravelferð“. Hins vegar, bendir stofnunin á, sé þekkt að notkun rafmagns til að valda dýrum meðvitundarleysi við aflífun geti verið vandmeðfarið og „hárfín lína getur verið milli þess að valda meðvitundarleysi, eða valda meiri þjáningum með rafstuði sem ekki veldur meðvitundarleysi“.

Ætla megi að notkun rafmagns í sjó sé erfitt umhverfi og það væri „afar erfitt að geta metið með mælingum hvort stórhveli í sjó væru að fá rafstuð sem ylli þeim meðvitundarleysi, nema á þeim væru mælitæki sem gætu sýnt að svo væri“.

Ef til komi að slík aðferð verði kynnt „yrðu öll rannsóknargögn sem mæltu með slíkum aðferðum tekin ítarlega til skoðunar“, segir MAST.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
3
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
4
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
3
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár