„Ég vil að reist verði höggmynd í Grjótaþorpinu til heiðurs Laufeyju Jakobsdóttur,“ skrifaði íbúi í Reykjavík á Betri Reykjavík fyrir nokkrum árum síðan. Nú þegar er minnisvarði um Laufeyju við Grjótagötu 12, þar sem hún bjó lengi. Nítján árum eftir fráfall hennar er áhrifa hennar enn að gæta í íslensku samfélagi. Hún var ekki ein þeirra sem lét til sín taka á vettvangi stjórnmála, eins og margir þeir sem lesa má um í sögubókum, heldur hafði hún áhrif á samferðafólk sitt með því að láta það sig varða, sérstaklega þá sem stóðu utanveltu í samfélaginu.
„Hún Laufey var alveg mögnuð í björgunar- og mannúðarstarfi sínu á Hallærisplaninu,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, í samtali við Heimildina. Núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, segir sömuleiðis að Laufey hafi unnið „mikilvægt og fórnfúst“ starf í þágu ungmenna sem þurftu á aðstoð að halda, „eða bara væntumþykju. Að einhver hlustaði á þau.“ Ljóð Laufeyjar, …
Hann var sá sem….
Hlúði að fólkinu sem komið var inn á heimilið, sauð hollustusúpu ,hjálpaði því að verka sig , er lítill í þessum annars ágætu skrifum.