Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Amman í Grjótaþorpinu: „Hún var barnavernd“

„Hún var fé­lags­þjón­usta, hún var barna­vernd, hún var al­vöru,“ seg­ir skáld­kon­an Didda um Lauf­eyju Jak­obs­dótt­ur, sem var gjarn­an köll­uð amm­an í Grjóta­þorp­inu. Didda var ein af þeim sem áttu at­hvarf hjá Lauf­eyju þeg­ar ann­að skjól var hvergi að finna. Krakk­arn­ir gátu alltaf kom­ið eins og þeir voru, en að sögn Diddu var styrk­ur Lauf­eyj­ar sá að hún við­ur­kenndi fólk, sama hvaða stétt og stöðu það hafði.

Amman í Grjótaþorpinu: „Hún var barnavernd“
Þótti svo vænt um Vigdísi Laufeyju Jakobsdóttur þótti svo vænt um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta kjörna kvenforseta heims, en það var Laufey sem nefndi Vigdísi fyrst á nafn sem mögulegt forsetaefni og eitt af síðustu embættisverkum Vigdísar var að sæma Laufeyju fálkaorðunni. Á myndinni eru Laufey, Vigdís og í miðjunni Ragnheiður Þorláksdóttir. Mynd: Úr einkasafni

„Ég vil að reist verði höggmynd í Grjótaþorpinu til heiðurs Laufeyju Jakobsdóttur,“ skrifaði íbúi í Reykjavík á Betri Reykjavík fyrir nokkrum árum síðan. Nú þegar er minnisvarði um Laufeyju við Grjótagötu 12, þar sem hún bjó lengi. Nítján árum eftir fráfall hennar er áhrifa hennar enn að gæta í íslensku samfélagi. Hún var ekki ein þeirra sem lét til sín taka á vettvangi stjórnmála, eins og margir þeir sem lesa má um í sögubókum, heldur hafði hún áhrif á samferðafólk sitt með því að láta það sig varða, sérstaklega þá sem stóðu utanveltu í samfélaginu. 

„Hún Laufey var alveg mögnuð í björgunar- og mannúðarstarfi sínu á Hallærisplaninu,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, í samtali við Heimildina. Núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, segir sömuleiðis að Laufey hafi unnið „mikilvægt og fórnfúst“ starf í þágu ungmenna sem þurftu á aðstoð að halda, „eða bara væntumþykju. Að einhver hlustaði á þau.“ Ljóð Laufeyjar, …

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Ég kom einusinni þarna heim til hennar,mögnuð kona❤️🙏
    0
  • Edda María Magnúsdóttir skrifaði
    Hlutur mannsins sem tók á móti fólkinu er fyrirferðarlitlill.
    Hann var sá sem….
    Hlúði að fólkinu sem komið var inn á heimilið, sauð hollustusúpu ,hjálpaði því að verka sig , er lítill í þessum annars ágætu skrifum.
    0
  • Margret Vidar skrifaði
    Verum Laufey!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár