Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Ef þú nærð stjórn á huganum, þá nærðu stjórn á líkamanum“

Heilsu­bæt­andi ís­bað varð ein af mörg­um lífs­stíls-tísku­bylgj­um síð­asta ára­tug­ar á sam­fé­lags­miðl­um. Lyk­ill­inn að góðri slök­un í kalda pott­in­um er rétt önd­un, sam­kvæmt við­mæl­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Marg­ir nýta sér Wim Hof-önd­un­aræf­ing­ar til að njóta góðs af kuld­an­um.

Ragnar Mar Svanhildarson Íþróttafræðingurinn og styrktarþjálfarinn notar kalda pottinn til að styrkja vöðvana.

Þú situr í heita pottinum í sundi og slakar á eftir langan dag. Milli þess sem þú dormar í pottinum og lítur á klukkuna sérðu hugdjarft fólk ganga rösklega að kalda pottinum og vaða þar ofan í eins og ekkert sé. Fyrir ofan pottinn hangir stór skeiðklukka. Þú bölvar þessu fólki í hljóði fyrir athyglissýkina en innst inni langar þig að prófa líka. Skeiðklukkan segir 1:47 mínúta og þú gjóar augum á fólkið sem hlýtur að vera vansælt þarna ofan í. En sundgestirnir í kalda pottinum virðast njóta sín, þau andvarpa og hrista sig hressilega til, skælbrosandi. Þú spyrð þig hvað þau fái eiginlega út úr þessu en bælir forvitnina niður og snýrð þér gremjulega í hina áttina. Einhvern tímann seinna hugsarðu og lygnir aftur augunum.

„Þetta er svona ákveðin núvitundaræfing að fara í kaldan pott. Ég held að þetta geti gagnast mjög mörgum ef maður gerir þetta rétt,“ segir Elín Edda Sigurðardóttir maraþonhlaupari, en hún fer reglulega í kalt vatn. Elín Edda er ein af mörgum Íslendingum sem nýta sér kulda til að auka lífsgæði. Heilsubætandi ísbað varð vinsæl lífsstíls-tískubylgja á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum árum. Fjölmörg myndbönd birtust þar af sjálfskipuðum gúrúum dreifa boðskap og lækningarmætti kalda vatnsins.

„Þá breytist allt“

Hollenski ísmaðurinn Wim Hof predikar mikilvægi öndunar og þess að sættast við kuldann. Þannig telur hann sig geta stjórnað sínu eigin ónæmiskerfi. Gerðar hafa verið vísindalegar rannsóknir á Wim Hof og lærlingum hans sem sýna fram á að öndunaraðferðirnar eru gagnlegar, að minnsta kosti að einhverju leyti. 

Vilhjálmur Andri Einarsson, betur þekktur sem Andri Iceland, sneri lífi sínu við með aðstoð kuldameðferðar eftir erfiða lífsreynslu og mikla verki til margra ára. Í dag býður Andri upp á námskeið fyrir fólk alls staðar að úr heiminum sem byggja á hugmyndafræði Wim Hof.  

Aðeins 13 ára lenti Andri í slysi þar sem mænutagl hans skemmdist. Meiðslin orsökuðu mikla verki sem Andri átti erfitt með að losna við. „Ég át gámana af íbúfeni til þess að reyna að ná bólgunni niður. Ekki það gáfulegasta svona eftir á að hyggja en þetta var það eina sem ég hélt að virkaði.“

„Allt hjálpaði þetta eitthvað en þetta endaði í því að ég bætti á mig 30 kílóum og var bara að telja töflur.“ Eftir áratugi af verkjum og vanlíðan kynntist Andri síðan Wim Hof-aðferðafræðinni. „Þegar ég fer að gera öndun og kulda þá breytist allt.“ Í köldu kari náði Andri loksins að slaka á og finna jafnvægi, laus við verki. 

„Að dæsa er það besta“

Aðferðafræðin sem Andri lifir eftir og kennir öðru fólki snýst um samspil öndunar, kulda og hugarfars. Andri segir mikilvægast að fólk byrji einhvers staðar, jafnvel þó það sé bara með því að kæla sturtuna örlítið. „Láttu renna á hægri öxlina og snúðu hitanum niður um nokkrar gráður þar til kerfið þitt fer í gang. Þá verður þú að taka yfir. Þetta geta verið tvær gráður, 10 gráður, fer eftir því hvar taugakerfið þitt er.“ 

Andri IcelandÍ kalda pottinum nær Andri slökun.

Mestu máli skiptir að nota öndunina í kuldameðferð vegna þess að hún er beintengd við taugakerfið. Það breytir upplifun einstaklings til muna. „Það er öðruvísi ef þú ferð viljandi og yfirvegaður í karið, búinn að stilla öndunina af. Það er lykillinn að þessu öllu.“

Andri vísar í orð vísindamannsins Andrew Huberman: „Þú róar ekki hugann með huganum heldur með líkamanum, þá geturðu farið að vinna í huganum.“ Sá einstaklingur sem getur setið með rólegan hjartslátt í köldu baði þolir ansi mikla streitu, að mati Andra, sem bætir því einnig við hve mikilvæg öndun er í daglegu lífi. „Að dæsa er það besta sem þú getur gert.“ 

Kvíðinn minnkaði

Elín Edda Sigurðardóttir sótti námskeiðið Hættu að væla, komdu að kæla hjá Andra. „Þar kennir hann manni ýmislegt annað en að fara í kalda potta, eins og Wim Hof-öndun og hvernig maður á að hita líkamann sjálfur eftir köldu pottana. Það held ég að sé alveg mjög gott fyrir þá sem vita ekkert hvað þeir eru að fara að gera. Auðvitað er líka gott að fara til læknis fyrst og athuga hvort þú sért alveg í stakk búinn til þess að fara að stunda köld böð.“  

Elín Edda SigurðardóttirNotar kulda til að ná slökun.

Kalda vatnið hefur hjálpað Elínu Eddu að takast á við kvíða og öðlast ró. „Í nútímasamfélagi þá erum við að anda svolítið grunnt og hratt. Á þann hátt erum við að auka streituna á líkamann.“ Margt bendir til þess að nútímasjúkdómar séu afleiðing af krónísku álagi og Elín Edda segir það því jákvætt ef fólk geti gert eitthvað til að létta álagið. „Svo er líka margt annað til eins og jóga, hugleiðsla og núvitundaræfingar af öðru tagi.“  

„Það er erfitt þegar maður fer ofan í kalt vatn að hugsa um eitthvað mikið annað en það. Þú ert ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú ætlar að gera á eftir eða af einhverjum innkaupalista, heldur ertu bara á staðnum.“ Sjóböð eru líka í miklu uppáhaldi hjá hlauparanum. „Þegar maður fer í sjóinn þá er það líka umhverfið og náttúran, það er eitthvað rosalega róandi við það að vera í sjónum.“ 

Kuldinn flýtir fyrir bataferlinu

Ragnar Mar Svanhildarson er meistaranemi í íþróttafræði og styrktarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Aðspurður hvers vegna íþróttafólk noti köld böð í þjálfun sinni, segir Ragnar það vera til að jafna sig hraðar eftir áreynslu. „Til þess að flýta fyrir bataferlinu sem á sér stað eftir æfingu til þess að það sé ferskara fyrir næstu æfingu eða leik.“

Munur er á því hve mikið kaldi potturinn er notaður eftir því hvort leikmenn eru í hóp- eða einstaklingsíþrótt og hvort þau eru á miðju tímabili eða utan keppnistímabils. Í kalda karinu skolar íþróttafólk út bólgum sem myndast í líkamanum. Bólgurnar eru nauðsynlegar til að byggja upp vöðva og þess vegna segir Ragnar að í körfubolta sé betra að nota kalda karið utan keppnistímabils. „Eftir æfingu myndast þessar bólgur en við viljum stundum hafa þær því að við getum unnið úr þeim og þannig byggt upp sterkari líkama.“ 

Flestir nota kalda karið eftir æfingu en Ragnar segir þó einhverja nýta sér það til að vera ferskari á æfingunni sjálfri. „Þú getur farið fyrir æfingu. Að taka kalda karið og dýfa sér ofan í í tíu mínútur, sumir lýsa því að þeir séu meira vakandi á æfingunni.“

Góð slökun lykillinn

Ragnar Mar SvanhildarsonÍþróttafræðingur og styrktarþjálfari.

Aðspurður hvað honum finnist um Wim Hof og aðra áhrifavalda sem predika fyrir almenningi hvað sé best að gera´, segir Ragnar: „Það sem fólk fattar ekki alltaf er að þegar maður er svona stór persónuleiki eins og Wim Hof og hver annar áhrifavaldur, þá er auðvitað verið að selja sig og sína hugmyndafræði. Þegar þú ert að selja þína hugmyndafræði þá þarftu að vera svolítið mikill og ýktur til þess að fólk kaupi sig virkilega inn í þetta.“ Ragnar hefur sjálfur prófað Wim Hof-öndun sem reyndist honum vel. Hann mælir líka með því að fólk kynni sér vísindin á bak við aðferðirnar sjálft. 

Líkt og Andri og Elín Edda undirstrikar Ragnar mikilvægi þess að ná góðri slökun. „Ég mæli alltaf með að prófa þetta á sjálfum þér. Ef fólk fílar alls ekki kalda karið, þá hefur það ekki jafn mikil áhrif og ef einhver segir: mér líður rosalega vel eftir á. Það er munur á þessum tveimur einstaklingum þótt líffræðilega ætti þetta að hafa sömu áhrif. En ef einhver er bara að þjást í þrjár mínútur ofan í kalda karinu þá er þetta kannski ekki að gera eins mikið fyrir hann og einstaklinginn sem getur farið þarna ofan í og náð góðri slökun.“

Stingur í tærnar eðlilegur

Ragnar lýsti ferlinu allt frá því að tánum er stungið ofan í pott og þangað til líkaminn kallar eftir því að sagt sé skilið við kuldann. „Maður fer náttúrlega fyrst með tærnar, ef það er rosalega kalt fær maður smá sting í þær. Þá byrjar maður að taka djúpan andardrátt því að það er komið stress í líkamann. Ég segi alltaf að það sé best að fara með tærnar, mittið, síðan hjartað og svo alveg upp að hálsi.“ Til þess að halda ró er mikilvægt að anda sig í gegnum kuldann. Eftir hálfa til heila mínútu er algengt að upplifa sælutilfinningu. Þegar líkaminn er kominn yfir slökunarstigið byrjar hann að skjálfa til að mynda varma. Reglan hans Ragnars er að fara upp úr þegar hann verður var við skjálfta. 

„Ég segi alltaf að það sé best að fara með tærnar, mittið, síðan hjartað og svo alveg upp að hálsi.“

„Maður getur verið nokkrar mínútur eftir að maður byrjar að skjálfa en það er vont. Þú vilt frekar ná slökun og getur fengið ofkulnun ef þú skelfur lengi. Þú byggir bara þol fyrir þessu og líkaminn aðlagast. Ég myndi ekki mæla með því við einhvern sem hefur aldrei gert þetta að skella sér ofan í í korter.“ 

Sjálfur situr Ragnar oft í köldu kari með fingurna upp úr því að þar, og í tám, er meiri næmni en annars staðar í líkamanum. 

Bæði Andri og Ragnar nefndu hvernig fólk sem iðkar öndunaræfingar Wim Hof nær að vera lengur ofan í köldu baði. „Hann er búinn að fara með fólki í gegnum öndunaræfingar og með þessum öndunaræfingum geturðu einmitt verið þarna lengur af því ef þú nærð svolítið stjórn á huganum, þá nærðu stjórn á líkamanum,“ segir Ragnar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
5
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
9
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár