Viðvarandi ófriður ríkir í nær tuttugu löndum Afríku. Milljónir hafa dáið þar í stríðum það sem af er öldinni. Enginn veit þó hvað margar. Í fyrra féllu fleiri í Tígrayhéraði Eþíópíu en í stríðinu í Úkraínu. Stríðin vekja yfirleitt ekki mikla athygli utan álfunnar. Það mun þó líklega breytast. Áhyggjur af síauknum straumi flóttamanna frá hálfhrundum en um leið sífellt mannfleiri ríkjum Afríku munu sennilega þröngva stríðum álfunnar inn í vitund Evrópumanna.
Stríðin í Afríku eiga margar rætur. Arfur nýlendutímans er víða sú digrasta en hvergi sú eina. Við skiptingu álfunnar á milli ríkja Evrópu voru dregin landamæri þvert yfir þjóðir, samfélög, menningu og tungumál. Til urðu veikburða og rótlaus ríki sem aldrei höfðu átt sér neinn annan tilgang eða sögu en að kúga fólk og ræna það í þágu útlendinga.
Stríðin í Afríku snúast ekki um hugmyndafræði eins og hægri og vinstri eða jöfnuð og frjálshyggju. Þau snúast líka …
Rétt fyrir forsetakosningarnar í BNA 2020 hóf TPLF árásarstríð sitt með því að ráðast á bækistöðvar sambandshersins í Tígraí, en þar var lunginn af sambandshernum staddur vegna langvarandi stríðsástands á landamærunum við Eritreu. Þegar sitjandi ríkisstjórn ætlaði að byrja að flytja sambandsherinn burt frá Tígraí snemma árs 2020 neitaði TPLF þeim, og með árásum sínum aðfaranótt 4. nóvember 2020 tókst TPLF að ná undir sig trúlega meira en helmingi vopnabúnaðar sambandshersins og drepa eða taka til fanga um fjórðung hermanna sambandshersins. Allt var þetta vandlega skipulagt!
Ríkisstjórn Eþíópíu brást auðvitað við um leið, en það hvarf algjörlega í heimspressunni að það voru TPLF sem byrjuðu - í staðinn keypti heimspressan áróður TPLF um að þeir væru að verjast meintu þjóðarmorði sem vond ríkisstjórn væri að planleggja. Það er ekki enn búið að finna þetta þjóðarmorð.
Fyrsta lota stríðsins endaði með algjörum ósigri TPLF enda var þetta hefðbundinn hernaður þar sem óvæntur styrkur sambandshersins í drónum (sem keyptir höfðu verið í laumi af Kínverjum), öfluglur stuðningur Eritreumanna (Isaias Afwerki forseti Eritreu telur TPLF vera helsta ógnin við öryggi lands síns, og hefur fyrir því góðar ástæður) og óvæntum styrk fylkisher Amhara fylkis, en þar höfðu menn lengi óttast árásir bæði frá TPLF í norðri og OLF í austri, og vopnast í takt við uppbyggingu TPLF manna í norðri.
Langmest mannfall varð svo í seinni tilraun TPLF til árásarhernaðar, þegar þeir sóttu suður eftir þóðveginum í átt til Addis Ababa. Markmiðið var þó ekki að ná höfuðborginni, heldur að rjúfa helstu samskiptaleið EÞíópíu við umheiminn, sem er þjóðvegurinn til Djíbouti. Með því vildi TPLF neyða ríkisstjórnina til samninga eða í það minnsta að opna eigin leið til útlanda svo bandamenn mættu koma til þeirra vopnum.
Þessi seinni árásartilraun mistókst, en mannfall var gríðarlegt TPLF megin - þeir beittu fyrir sig mannhafsbylgjuaðferð þar sem illa þjálfaður og illa vopnaður almúgi, fólk sem hafði verið þvingað í herinn, þar á meðal börn og gamalmenni, voru send í hverri árásarbylgjunni á fætur annarri gegn varnarstöðum nútímahers. Þetta gerðist í eyðimörkinni í Afar, skammt vestan við þar sem þjóðvegir A1 og B11 mætast í Mile þjóðgarðinum. Einhver hundruð þúsunda TPLF liða voru þar drepnir í tilgangslausum hernaði - en enn með stuðningi vesturlanda bak við tjöldin.
Heildar mannfall í þessu stríði gæti numið 300.000 - 500.000, en Úkraínustríðið er að nálgast milljónina. Nánast allt mannfall varð þegar árásaraðilinn beitti fyrir sér því sem var nánast óbreyttir borgarar, með óbeinum stuðningi vesturlanda, í þeim tilgangi að steypa lýðræðissinnaðri og vinsælli ríkisstjórn og endurreisa eigin harðstjórn. Óbeini stuðningurinn náði reyndar að verða beinn þegar WFP tókst að "týna" vel rúmlega 1000 stórum vörubílum í Tígraí um sumarið 2021. Án þessarar veglegu gjafar hefði TPLF aldrei getað flutt þessi hundruð þúsunda mannhafsliða út í miðja eyðimörkina í Afar.
Þetta stríð hefði aldrei orðið ef ekki TPLF taldi sig eiga vísan stuðning meðal háttssettra aðila innan ríkisstjórna BNA, Bretlands, Noregs, Írlands og annarra landa, sem myndu styðja þá í fórnarlambsleikritinu. Sem var akkúrat það sem gerðist. Og þetta gríðarlega mannfall hefði aldrei orðið ef sömu aðilar hefðu ekki haldið áfram sama leiknum. Vestrænir fjölmiðlar störfuðu sem áróðursdeild TPLF (verstir af þeim sem ég sá til voru Economist og The Guardian, en WSJ lét ekki sitt eftir liggja, einnig BBC Afrika, Al Jazeera og fleiri). Fyrrum utanríkisráðherra TPLF manna, sem drepinn var snemma árs 2021, var góðvinur eins helsta blaðamanns The Guardian. Blaðamaður Economist reyndis beinlínis vera á launum hjá þeim. Eþíópíudeild BBC Africa var mönnuð TPLF liðum.
Og leiðtogar BNA og annarra vestrænna ríkja beittu Eþíópíustjórn efnahagsþvingunum og reyndu að koma í veg fyrir að þeir gætu keypt vopn til að verjast árásarhernaði TPLF. Í stað þess að styðja lýðræðislega sinnaða löglega ríkisstjórn í vinveittu ríki, þá var ákveðið að efna til borgarastríðs. Af því að þetta var Afríka þá þóttust menn mega hegða sér eins og þeim sýndist!