Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vextir gætu þurft að hækka meira og haldast háir lengi, segir sendinefnd AGS

Sendi­nefnd Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins tel­ur þörf á auknu að­haldi hjá hinu op­in­bera og hvet­ur til þess að fjár­mála­regl­ur sem tekn­ar voru úr sam­bandi í veirufar­aldr­in­um verði látn­ar taka gildi ári fyrr en stefnt er að. Vext­ir gætu þurft að hækka enn meira og hald­ast há­ir lengi, seg­ir sendi­nefnd­in.

Vextir gætu þurft að hækka meira og haldast háir lengi, segir sendinefnd AGS
Seðlabankinn Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur lokið árlegri úttekt sinni á íslensku efnahagslífi. Mynd: Davíð Þór

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur verið við störf hér á landi frá 25. apríl, telur að íslenska hagkerfið hafi sýnt mikinn viðnámsþrótt gegn röð ytri áfalla frá árinu 2019.

Hagvaxtarhorfur eru að mati sendinefndarinnar fremur jákvæðar, en nefndin bendir á að þeim fylgi ójafnvægi og áhætta í hagkerfinu er sögð töluverð. Þrálátari verðbólga, spenna í tengslum við næstu kjaraviðræður og þrengri alþjóðleg fjármálaskilyrði eru nefnd meðal áhættuþátta.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar, sem birt var í dag, en um er að ræða úttekt sérfræðinga sjóðsins á stöðu efnahagsmála hérlendis, auk þess sem sendinefndin víkur að hlutverki Seðlabankans og stefnumótun stjórnvalda.

Væntur halli ríkissjóðs sagður „hæfilegur“ en meira aðhald þurfi

Hvað stefnu í efnahagsmálum varðar segir sendinefndin að markmiðið ætti að vera að beina innlendri eftirspurn á sjálfbært stig og minnka verðbólgu að markmiði, draga úr ytra ójafnvægi og lágmarka hættu á að fjármálastöðugleika verði raskað.

Sá 1,7 prósent halli á afkomu ríkissjóðs sem reiknað er með í nýrri fjármálaáætlun er sagður „hæfilegur“ en sendinefndin telur að bæta þurfi afkomu meira á næstu árum til að draga hraðar úr verðbólgu og byggja að nýju upp viðnámsþrótt. 

„Ef tekjur verða minni en samkvæmt fjármálaáætlun, eins og spá AGS bendir til, þarf meira aðhald í opinberum fjármálum þótt gæta verði að því að verja viðkvæma hópa gagnvart áhrifum þess,“ segir í áliti sendinefndarinnar, sem mælir með því að reglur um opinber fjármál, sem kippt var úr sambandi í heimsfaraldri kórónuveirunnar, verði látnar taka aftur gildi árið 2025 en ekki 2026 eins og stefnt er að.

„Með því væru send skýr skilaboð um staðfestu stjórnvalda gagnvart ábyrgð í opinberum fjármálum og byggður upp viðnámsþróttur gagnvart áföllum framtíðar. Í því skyni þyrfti líklega aðhald í opinberum fjármálum sem nemur alls 1-2% af VLF á næstu tveimur árum eins og er að hluta til boðað með fjármálaáætlun en hefur ekki enn verið lögfest,“ segir í áliti sendinefndarinnar, sem einnig segir að stjórnvöld ættu að íhuga að draga til baka 3-6 prósenta raunaukningu útgjalda í samanburði við síðustu fjármálaáætlun, fækka flokkum í lægra þrepi virðisaukaskatts og endurskoða aðra skattstyrki.

Vextir gætu þurft að hækka enn frekar

Til Seðlabankans beinir sendinefndin þeim skilaboðum að hann ætti að hafa þröngt taumhald á peningastefnunni þar til skýr ummerki séu til staðar um að verðbólga muni hjaðna á ný og verðbólguvæntingar hafi náð kjölfestu í 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. 

„Til að ná þessu markmiði gætu meginvextir þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er og raunvextir gætu þurft að vera yfir hlutlausu stigi eins lengi og nauðsynlegt er til að ná verðbólgu í verðbólgumarkmið, sér í lagi við skilyrði ofþenslu og þrálátari verðbólgu á breiðum grunni. Vegna mikillar óvissu ætti Seðlabankinn engu að síður að vera reiðubúinn til að endurmeta taumhaldið ef áföll raungerast sem gætu breytt verulega verðbólguhorfum,“ segir sendinefndin í áliti sínu.

Betra væri ef starfsmenn ráðuneytis væru ekki í fjármálaeftirlitsnefnd

Sendinefnd AGS er einnig með nokkrar ábendingar sem lúta að stjórnkerfi Seðlabankans. Segir meðal annars í álitinu að sjálfstæði fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans til ákvörðunartöku væri aukið og dregið væri úr mögulegum hagsmunaárekstrum, ef starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins sætu ekki í nefndinni. Einnig segir sendinefndin að formfesting framsalsheimilda vegna ákvarðana í fjármálaeftirliti inna Seðlabankans myndi tryggja betri ábyrgðarskil og skilvirkni.

Breytingar urðu einmitt í fjármáleftirliti Seðlabankans á meðan sendinefndin var hér að störfum, en þremur dögum eftir að sendinefndin frá AGS kom til landsins var Björk Sigurgísladóttir skipuð í embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits, en sú staða var auglýst laus til umsóknar í febrúarmánuði. Degi fyrr hafði Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og einn þriggja nefndarmanna sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipar í fjármálaeftirlitsnefndina, tilkynnt ráðherra að hún hefði dregið umsókn sína um stöðuna til baka. 

Sendinefndin frá AGS segir einnig að þörf sé á nýju sjálfstæðu fyrirkomulagi við ákvörðun eftirlitsgjalds til að tryggja að fjárþörf vegna fjármálaeftirlits Seðlabankans sé ætíð mætt. Í álitinu kemur einnig fram að bæta þurfi við stöðugildum hjá bankanum, til að bæta áhættumiðað eftirlit í nokkrum lykiláhættuþáttum, til að mynda rekstraráhættu, áhættu vegna netöryggis og eftirliti með loftslagstengdri fjárhagsáhættu.

Í álitinu segir einnig að bæta þurfi stjórnarhætti lífeyrissjóða og auka eftirlit með þeim, vegna kerfislægs mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði. 

Kolefnisskattar og framleiðnitengdir kjarasamningar

Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að setja þurfi aukinn þunga í stefnumótun til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands. Endurskoðun á aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem stendur yfir er sögð tækifæri til að vinna stefnumótun sem hraðar umbreytingunni í átt að lágkolefnahagkerfi og segir í álitinu að slík stefnumótun gæti falið í sér að auka við kolefnisskatta í hagkerfinu.

Sendinefndin fjallar einnig um komandi kjaraviðræður og segir þær veita „tækifæri til að tengja betur saman laun og framleiðnivöxt“. Í álitinu segir að íslenskir kjarasamningar hafi verið árangursríkir varðandi það að stuðla að þátttöku og draga úr fátækt, en síður þegar kemur að því að launahækkanir auki ekki verðbólguþrýsting eða dragi úr samkeppnishæfni landsins.

„Til að ná fram betri tengingu á milli raunlauna og framleiðnivaxtar ætti í kjaraviðræðum síðar á þessu ári að endurskoða framsetningu hagvaxtaraukans sem var innifalinn í samningunum 2019-22, meðal annars með því að tengja hagvaxtaraukann við aukna framleiðni vinnuafls miðað við upphaf samningsins. Einnig ætti að styrkja leiðir til að leysa úr langvarandi deilum meðal annars með því að tryggja að ríkissáttasemjari geti leitt samningsaðila saman og gert tillögur sem miða að því að leysa deilur,“ segir í áliti sendinefndarinnar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár