Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Er hæstvirtur forsætisráðherra algerlega veruleikafirrt?”

Inga Sæ­land spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra út í efna­hags­ástand­ið á Ís­landi á þingi í dag. Katrín sagði hag­stjórn snú­ast um að gera áætlan­ir og standa við þær.

„Er hæstvirtur forsætisráðherra algerlega veruleikafirrt?”
Inga Sæland Formaður Flokks fólksins hefur miklar áhyggjur af ástandinu og bar það saman við þá stöðu sem var uppi eftir bankahrunið. Mynd: Bára Huld Beck

Inga Sæland formaður Flokks fólksins gagnrýndi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur harðlega fyrir stöðu verðbólgu í landinu á þingi í dag. Inga tók tvisvar til máls. Í fyrra skiptið spurði hún forsætisráðherra: „Er eitthvað í kortunum hæstv. forsætisráðherra sem við megum eiga von á að sé og verði til þess að við séum ekki að fara að byggja upp annað eins mótmæla ástand eins og við þurftum að horfast í augu við á síðasta í síðasta efnahagshruni?“

Næstkomandi laugardag verður efnt til mótmæla á Austurvelli klukkan 14:00 og vísar Inga í formann VR Ragnar Þór Ingólfsson sem hvetur fólk til að rísa upp gegn núverandi efnahagsástandi. Inga sagði þessa ríkisstjórn ekki hafa gert neitt til að aðstoða fólkið í landinu. 

Í svari sínu til Ingu sagði Katrín að ekki væri hægt að bera saman núverandi stöðu og þá sem var uppi eftir efnahagshrun 2008. „Þá held ég að við verðum að halda okkur við staðreyndir máls. Skuldir heimilanna nú eru lágar í sögulegu samhengi og mun lægri en á árunum eftir hrun og í nýjasta fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram það mat að borið saman við þá fyrri stöðu hvað varðar skuldir heimila, atvinnuástand og verðbólgu þá erum við í fullum færum til að ráða vel við þessa stöðu og það hefur gert og það hefði gert sérstaklega með því að einblína aðgerðum okkar að þeim sem hópum sem verst standa og eru viðkvæmastir fyrir verðbólgunni.“

Þá fauk í Ingu sem þakkaði forsætisráðherra fyrir „ekkert svar,“ og sagði: „Hún er greinilega enn með höfuðið á kafi í sandinum enn og enn þá í sandinum og augun full af sandi þegar verið að tala um stöðu heimilanna, hvað þau séu frábær akkúrat núna er þá hæstv. ráðherra gerir sér grein fyrir því að það verið að brenna upp sparifé landsmanna.“

Hagstjórn snýst um að standa við áætlanir

Inga kallaði forsætisráðherra síðan veruleikafirrta. „Landsmenn eru að brenna upp séreignarlífeyrissparnaðinum sínu hér og nú til þess að reyna að greiða inn á húsnæðislánin er hæstv. forsætisráðherra algerlega veruleikafirrt hvað lýtur að því hver raunveruleg staða er að teiknast upp á húsnæðismarkaði með skuldug heimili og það sem hæstv. ráðherrar ítrekað að tala um skattalækkanir og allt þetta frábæra sem er verið að gera fyrir fólkið hér.“ 

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir sagði hagstjórn snúast um áætlunargerð til lengri tíma.

Katrín minnti þá Ingu á að lögð hefði verið fram fjármálaáætlun sem boðaði aðhald í ríkisrekstri og aukna tekjuöflun. „Er ekki verið að boða hækkun veiðigjalda, hækkun fiskeldisker, að hækkun skatta á lögaðila að hjá því að fjármálaáætlunin snýst um það hvernig við ætluðum að haga okkar áætlanagerð til lengri tíma? Það er það sem hagstjórn snýst um. Hún snýst ekki um að bregðast við frá degi til dags eins og einhverjir hv. þingmenn kynni að halda heldur snýst um það að gera áætlanir og reyna að standa við þær áætlanir.“

Þegar Katrín var gengin úr pontu heyrðist Inga segja: „Þið eruð með allt niðri um ykkur.“ 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    "Það er það sem hagstjórn snýst um. Hún snýst ekki um að bregðast við frá degi til dags eins og einhverjir hv. þingmenn kynni að halda heldur snýst um það að gera áætlanir og reyna að standa við þær áætlanir.“

    Dæmigert blaður manneskju sem er óskilvirk og fúskari.

    Blessuð konan er excelisti. "The computer "excel" says no."

    Þú bregst við dag frá degi og hagar seglum eftir vindi til að standa við áætlanirnar .... það er kallað stjórnun... annars hefðu víkingar og papar aldrei numið Ísland.

    Kata er að tala um óskhyggju sem byggist á að reyna að standa ( á óútskýrðann hátt ) við óraunhæfar áætlanir bara af því að það eru áætlanir ... sem því miður eru byggðar á óljósri óskhyggju líkt og vaxtahækkanir Seðló.

    Áhugavert að sjá að enginnn svona excelfúskari fer í smáatriðin eins hvernig á að bregðast skilvirkt við þegar áætlanir standast ekki og 9 vaxtahækkunin er ekki að skila neinum árangri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár