„Maður heyrir þessi sjónarmið í ferðamálastefnunni: Það er fólk sem vill nánast setja myndavélar á hliðin við húsin í bænum, þannig að bara við séum þarna: Seltirningar, og að enginn sæki þjónustu til okkar,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Seltjarnarness, þegar hann ræðir um þau hugmyndafræðilegu átök á milli harðra hægrimanna og félagslega sinnaðra fólks í bæjarstjórnarpólitíkinni á Nesinu. Guðmundur Ari er 34 ára gamall og er á sínu þriðja kjörtímabili sem bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.
Hann segir að hægri mennirnir vilji hafa samfélagið á Nesinu lokaðra og exklúsífara, halda útsvarinu lágu og takmarka aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði eins og hægt er til að spara notkun á opinberu fé á meðan hinn hópurinn vilji standa vörð um þjónustu sveitarfélagsins. „Þessi hægrisinnaði hópur, það er ekkert sem svíður meira hjá honum en að við höfum byggt fimleikahúsið af því að það er svo mikið af …
Athugasemdir