Útlendingastofnun býr ekki yfir upplýsingum um það hversu margir af þeim tæplega þúsund íbúum frá Venesúela sem fengið hafa vernd sem flóttamenn hér á landi frá árinu 2020 búa enn þá hér á landi. Þetta kemur fram í svörum frá Útlendingastofnun við spurningum Heimildarinnar. „Útlendingastofnun er ekki með upplýsingar um búsetu þeirra sem hafa fengið veitta alþjóðlega vernd hér á landi,“ segir í svarinu.
Alls 717 íbúar frá Venesúela fengu alþjóðlega vernd eða vibótarvernd hér á landi í fyrra til samanburðar við 130 árið 2020 og 131 árið á undan.
Þar til í desember í fyrra fékk fólk frá Venesúela sjálfkrafa vernd hér á landi í ljósi ástandsins í landinu. Þessi niðurstaða byggði á mati kærunefndar útlendingamála. Útlendingastofnun hætti hins vegar að veita Venesúelabúum sjálfkrafa vernd og hóf endurskoðun á matinu á ástandinu í landinu sem leitt hefur til þess að fólk frá landinu fær ekki sjálfkrafa stöðu …
Athugasemdir