Í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur að undanförnu verið rætt um álagið sem fylgi auknum fjölda flóttafólks í bænum. En þegar rætt hefur verið um þessa stöðu og hvernig sé best að bregðast við hafa nokkrir bæjarfulltrúar talað um einhvers konar ágang og ógn sem stafi af umsækjendum um vernd og flóttafólki. Fólkið virði ekki íslenskar umgengnisreglur, íbúar séu hræddir, ástandið sé óbærilegt, verslanir séu komnar með neyðarhnappa vegna ágangs „hælisleitenda“ og fleira í þessum dúr.
Þarna er ekki verið að tala um álag á innviði vegna fjölda þeirra sem hingað hafa leitað skjóls heldur því velt upp og jafnvel fullyrt að af þeim geti stafað hætta. Þetta er ekki stutt með gögnum og þegar Heimildin kannaði sannleiksgildi orða nokkurra bæjarfulltrúa um umsækjendur um vernd og flóttafólk kom í ljós að þær standast fæstar skoðun.
Viðurkennir að hafa trúað flökkusögum
Málefni flóttafólks og umsækjenda …
Athugasemdir (2)