Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ

Finn­björn A. Her­manns­son er nýr for­seti ASÍ, en hann var sjálf­kjör­inn á þingi ASÍ í dag. Vara­for­set­ar ASÍ eru Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Hjör­dís Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir og Kristján Þórð­ur Snæ­björns­son.

Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ
ASÍ Finnbjörn A. Hermannnson hefur verið kjörinn í embætti forseta ASÍ. Hann er sautjándi forseti Alþýðusambandsins frá stofnun þess árið 1916. Mynd: ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson var í dag kjörinn forseti ASÍ. Hann var sjálfkjörinn í embættið, í kjölfar þess að Ólöf Helga Adolfsdóttir ákvað að draga forsetaframboð sitt til baka í morgun. 

Þingi ASÍ er fram haldið þessa vikuna, en þinginu var frestað síðasta haust í kjölfar þess að þingfundurinn, sem haldinn var á Nordica-hóteli í Reykjavík, leystist upp.

Það gerðist í kjölfar þess að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem þá var í framboði til forseta ASÍ, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, gengu út af þinginu ásamt fjölda félaga úr VR, Eflingu og öðrum félögum Starfsgreinasambandsins. 

Finnbjörn hefur áratuga reynslu af störfum í verkalýðshreyfingunni, en  hann lét nýlega af störfum sem formaður Byggiðnar, áður Trésmíðafélags Reykjavíkur, þar sem hann hafði verið í forsvari í 26 ár.

Hann gaf kost á sér í embætti forseta ASÍ fyrir rúmri viku. Í samtali við RÚV sagði hann að sú ákvörðun hefði verið tekin í kjölfar þess að fólk kom að máli við hann um framboð. 

Varðandi deilur og klofning innan verkalýðshreyfingarinnar sagði hann, við RÚV, að hann teldi, eftir spjall við mjög marga, að það væri „alveg hljómgrunnur fyrir því að menn snúi bökum saman og beiti sér að verkefnum sem við getum unnið sameiginlega og leggi persónulegar væringar til hliðar.“

Ragnar, Hjördís og Kristján varaforestar

Varaforseta ASÍ hafa einnig verið kjörnir og voru þeir allir sjálfkjörnir. Ragnar Þór Ingólfsson er fyrsti varaforseti, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs starfsgreinafélags er annar varaforseti og Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins er þriðji varaforseti. Öll voru þau sjálfkjörin í embættin.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár