Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ

Finn­björn A. Her­manns­son er nýr for­seti ASÍ, en hann var sjálf­kjör­inn á þingi ASÍ í dag. Vara­for­set­ar ASÍ eru Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Hjör­dís Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir og Kristján Þórð­ur Snæ­björns­son.

Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ
ASÍ Finnbjörn A. Hermannnson hefur verið kjörinn í embætti forseta ASÍ. Hann er sautjándi forseti Alþýðusambandsins frá stofnun þess árið 1916. Mynd: ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson var í dag kjörinn forseti ASÍ. Hann var sjálfkjörinn í embættið, í kjölfar þess að Ólöf Helga Adolfsdóttir ákvað að draga forsetaframboð sitt til baka í morgun. 

Þingi ASÍ er fram haldið þessa vikuna, en þinginu var frestað síðasta haust í kjölfar þess að þingfundurinn, sem haldinn var á Nordica-hóteli í Reykjavík, leystist upp.

Það gerðist í kjölfar þess að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem þá var í framboði til forseta ASÍ, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, gengu út af þinginu ásamt fjölda félaga úr VR, Eflingu og öðrum félögum Starfsgreinasambandsins. 

Finnbjörn hefur áratuga reynslu af störfum í verkalýðshreyfingunni, en  hann lét nýlega af störfum sem formaður Byggiðnar, áður Trésmíðafélags Reykjavíkur, þar sem hann hafði verið í forsvari í 26 ár.

Hann gaf kost á sér í embætti forseta ASÍ fyrir rúmri viku. Í samtali við RÚV sagði hann að sú ákvörðun hefði verið tekin í kjölfar þess að fólk kom að máli við hann um framboð. 

Varðandi deilur og klofning innan verkalýðshreyfingarinnar sagði hann, við RÚV, að hann teldi, eftir spjall við mjög marga, að það væri „alveg hljómgrunnur fyrir því að menn snúi bökum saman og beiti sér að verkefnum sem við getum unnið sameiginlega og leggi persónulegar væringar til hliðar.“

Ragnar, Hjördís og Kristján varaforestar

Varaforseta ASÍ hafa einnig verið kjörnir og voru þeir allir sjálfkjörnir. Ragnar Þór Ingólfsson er fyrsti varaforseti, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs starfsgreinafélags er annar varaforseti og Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins er þriðji varaforseti. Öll voru þau sjálfkjörin í embættin.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár