Draumaliðsleikur (e. Fantasy football) Bestu deildar karla í knattspyrnu fór í loftið í byrjun apríl. Leikurinn gengur þannig fyrir sig að spilarar stilla upp liðum með leikmönnum sem spila í tiltekinni deild, og fá síðan stig í takt við það hvernig leikmönnunum gengur inni á vellinum.
Nokkrum dögum áður en leikurinn hófst greindi Fótbolti.net frá því að enginn draumaliðsleikur yrði í boði fyrir Bestu deild kvenna. Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga í efstu deildum, heldur úti leiknum og gaf þá skýringu að tölfræðigögn sem nauðsynleg eru til að keyra leikinn áfram séu ekki í boði fyrir Bestu deild kvenna.
Það reyndist ekki rétt. „Gögnin voru til taks. Ef viljinn hefði verið til staðar hefði alveg verið hægt …
Athugasemdir