Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gróska í íslenskri leiklist

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob. S. Jóns­son brá sér í Tjarn­ar­bíó og skrif­ar um grósku í ís­lenskri leikist.

Gróska í íslenskri leiklist

Seint verður þakkað það starf sem unnið er af þeim leikhópum sem hafa eignast samastað í Tjarnarbíói. Þar er tilraunaleikhúsi – ef svo má kalla – veitt húsaskjól og þarna hafa margar af athyglisverðari sýningum leikársins birst áhorfendum. Vissulega eru verkefnin jafnmisjöfn og þau eru mörg, en á heildina litið verður að telja verkefnaval og listræna úrvinnslu í betri kantinum.

Hér verður gerð grein fyrir þremur sýningum, sem að undanförnu hafa komið á fjalir Tjarnarbíós; tvær þeirra eru enn í sýningu, en sú þriðja var aðeins sýnd tvisvar, en hefur verið það mörg ár í vinnslu og sýningu að mér þykir rétt að gera nokkra grein fyrir henni og leikhópnum.

Hér verður farið nokkrum orðum um þrjár sýningar í Tjarnarbíói sem saman sýna þá grósku sem hefur átt sér stað í íslensku leikhúslífi allt frá því að Vesturport birtist á fjölunum með ný stílbrögð og nýja listræna sýn; það er alþjóðlegi leikhópurinn Reykjavik Ensemble, Finnsk-íslenski leikhópurinn Spindrift og svo leikhópurinn Alltaf í boltanum, sem leitar á ný áhorfendamið.


Glöggt er gests augað

Fjórar stjörnur

Reykjavik Ensemble: Djöfulsins snillingur / Fucking genius
Höfundar: Ewa Marcinek og Pálína Jónsdóttir
Leikstjóri: Pálína Jónsdóttir
Leikmynd og búningar: Klaudia Kaczmarek
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóð og tónlist: Íris Thorarins
Leikarar: Jördis Richter, Heidi Bowes, Jordic Mist, Paul Gibson, Snorri Engilbertsson

Fyrst skal tekin fyrir sú sýning sem síðast var frumsýnd, Djöfulsins snillingur, í flutningi Reykjavik Ensemble, sem mun vera fyrsti alþjóðaleikhópurinn hér á landi sem sett hefur reglulega sýningar á svið og auk þess hlotið þann virðingarsess að vera Listhópur Reykjavíkur sem vonandi auðveldar hópnum að starfa og tryggir honum nokkurt fé. Leikhópurinn er skipaður fjölþjóðlegum og fjöltyngdum listamönnum sem eiga það sameiginlegt að búa hér á landi og eru þar með kraftur sem auðgar leiklistarmenningu okkar, auk þess sem hann í verkum sínum tekur fyrir þær þjóðfélagsbreytingar sem íslenskt samfélag gengur í gegnum um þessar mundir. Það er því óhætt að segja að Reykjavik Ensemble fylli í það menningarlega skarð sem myndast þegar mannfjöldi landsins tekur breytingum og nauðsynlegt reynist að efla menningarlífið til að allir sem á Íslandi búa finnist þeir vera hluti af samfélaginu.

Djöfulsins snillingur er skrifað af listrænum leiðtogum hópsins, skáldinu Evu Marcinek og leikstjóranum Pálínu Jónsdóttur. Þær segja söguna af Urielu, leikkonu af erlendum uppruna sem kemur til Íslands í atvinnuleit. Hún er listamaður og leggur í baráttu við Kerfið og Valdið til að geta fengið að vinna við list sína – í Þjóðarsirkusi Íslands. Hið gervigreindarstýrða Kerfi leggur á hana margvíslegar áskoranir og hún reynir að fá áheyrn hjá Valdinu. Ekki skal ljóstrað upp um endalok sögu Urielu, en saga hennar er grípandi enda sagan vel sögð bæði hvað handrit varðar og úrvinnslu þess á sviðinu.

Í upphafi leggja höfundar og leikstjóri áherslu á hinar kómísku hliðar og auðheyrt að þau atvik í lífi Urielu sem varpað er ljósi á féllu algerlega að smekk áhorfenda, sem augljóslega könnuðust við þetta ástand, að vera fugl í framandi hreiðri, þekkjandi hvorki regluverk Valdsins, Kerfisins né þær óskrifuðu reglur sem móta samfélagið einnig. Í seinni hluta verksins er hert á snörunni og sagan verður samfélagsgagnrýnin og ádeilan hvassari – allt í rökréttu og eðlilegu samhengi.

Leikhópurinn er býsna jafngóður, en þó mæðir mest á Jördisi Richter sem fer með hlutverk Urielu; hún er á sviðinu nánast hverja mínútu leiksins og ber uppi sýninguna að verulegu leyti. Hún nýtur vissulega góðs stuðnings allra annarra, og það má einnig nefna að leikstjórn, leikmynd, búningar, lýsing, já, allt sem heyrir til umhverfis og umgjörðar vinnur að sama marki.

Það er vert að taka fram að þótt leikhópur og listrænir starfskraftar séu flestir af erlendu bergi brotnir þá er full ástæða fyrir alla sem hér búa, starfa og lifa að sjá sýningu Reykjavik Ensemble. Hún segir ekki aðeins frá því sem Uriela verður fyrir og upplifir, hún segir líka sögu okkar samfélags. Það er skylda okkar allra að bregðast við umbreytingum samfélagsins og skoða þær gagnrýnum og þekkingarþyrstum augum, að öðrum kosti verðum við öll útlendingar, án jarðvegs og næringar.


Knattspyrna og kviðmágar

Þrjár stjörnur

Alltaf í boltanum í samvinnu við Tjarnarbíó: Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Hugmynd: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson og Viktoría Blöndal
Handrit: Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafur Ásgeirsson
Leikstjóri: Viktoría Blöndal
Tónlist: Valdimar Guðmundsson
Sviðsmynd og búningar: Sólbjört Vera Ómarsdóttir
Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir og Juliette Louste
Dramatúrg: Lóa Björk Björnsdóttir
Sviðshreyfingar: Erna Guðrún Fritzdóttir
Leikarar: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Valdimar Guðmundsson

Tveir bræður, Doddi og Óli Gunnar, hittast reglulega til að horfa á alla leiki Manchester United. Þetta er fastur punktur í tilveru þeirra og um leið athvarf þeirra frá umheiminum, þeir fá tilfinningalega útrás yfir leiknum og auk þess gefur fótboltinn þeim tækifæri til að fá sér ærlega neðan í því.

En hér er laugardagurinn þar sem óvæntir hlutir gerast. Kærasti barnsmóður Dodda birtist ásamt söngvaranum Valdimar og veldur því að allt breytist hjá þeim bræðrum. Það er fremur fyndið stílbragð að söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig – og gerir það bara býsna vel! – meðan aðrir leikarar eru í hlutverkum skáldaðra persóna.

Það var auðséð og auðheyrt á frumsýningu að áhorfendur voru vel heima í því menningarumhverfi sem hér var tekið fyrir. Fótboltamenningin er sér á parti og væri verðugt rannsóknarefni fyrir þjóð- og mannfræðinga. Þá væri ekki síður merkilegt fyrir fræðimenn og -konur að skoða viðhorf karla til núverandi kærasta sinna fyrrverandi og kæmi áreiðanlega margt skondið út úr slíkri rannsókn. Hér hafa handritshöfundar einkum valið að beina sjónum að hinum fyndnari birtingarmyndum þessa undarlega kviðmágasambands og reyndar einkennir húmorinn sýninguna frá upphafi til enda og unnendur hins óbærilega léttleika knattspyrnunnar munu eflaust hafa gaman af – og væri ekki síður gaman ef tækist að laða nýja áhorfendahópa í leikhúsið.

Það má svo benda á, að það eru ýmis atriði sem betur mætti fara í saumana á. Það gildir ekki síst um handritið, sem er á köflum losaralegt og laust í reipum og hefði kannski notið góðs af styttingu hér og þar. En ótvírætt gildi þessarar sýningar er að mér sýnist hún meðvitað stefna að því að tala til áhorfendahópa sem leikhúsið að öðru jöfnu vanrækir. Það er vel og óskandi að leikhópnum takist það ætlunarverk sitt.


Karlmennskan sem kerfisvandi

Spindrift: „them“
Höfundur: hópurinn
Dramatúrg: Auður Bergdís
Leikstjóri og sviðshreyfingar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Sviðsmynda- og búningahönnuður: Sara Blöndal
Tónskáld: Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Ljósahönnuður og tæknimanneskja: Juliette Louste

Leikendur (og listrænir stjórnendur Spindrift): Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Tinna Þorvalds Önnudóttir, Marjo Lahti, Anna Korolainen Crevier Spindrift Theatre er finnsk-íslenskur leikhópur, stofnaður árið 2013 og samanstendur af sjö sviðslistakonum. Hópurinn starfar í báðum löndum og hefur sýnt sýningar sínar á Íslandi, í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi. Hópurinn hefur sérhæft sig í því sem á enskri tungu nefnist physical theatre, sem þýðir að líkamstjáning og -hreyfing skiptir máli fyrir þá sögu sem segja skal og felur oftar en ekki í sér eins konar „verfremdung“-áhrif, þ.e. að hreyfingar einstakra leikara og leikhópsins virka eins og athugasemd sem varpar nýju ljósi á það sem verið er að segja frá.

Þetta er þakklátt frásagnarbragð í sýningu hópsins á „them“. Sýningin fjallar um þá tilfinningu – í raun sársaukann – sem fylgir því að passa ekki inn, að heyra hvergi til, að vera konur sem sprikla í feðraveldisnetinu en komast hvorki lönd né strönd. Hvernig eiga þær að hasla sér völl, uppgötva mátt sinn og megin, komast undan þeirri karlmennsku sem á einn eða annan hátt er eitruð?

„them“ er í hæsta máta feminísk sýning, þar sem karlmennskan er sýnd sem samfélagsafl, kerfisvandi, ef svo má að orði komast, og hvergi er körlum hallmælt eða lítið úr þeim gert – en það er greinilegt að vandinn er að verulegu leyti sá að þeir taka ekki ábyrgð á sjálfum sér í samræmi við þróun samfélagsins, breytta stöðu konunnar og breytt hlutverk þeirra sjálfra. Karlarnir, sem hér eru sýndir, þar sem leikhópurinn bregður sér í ýmis hlutverk berjast við að opna fyrir tilfinningar sínar, leyfa sér að vera viðkvæmir og uppgötva hvers vegna það er þeim nauðsynlegt.

„them“ fjallar líka um konur sem verða að takast á við karla ef þær eiga að vera til á sömu forsendum og þeir, það er ójafnvægi í samfélagi kynjanna (og spannar örugglega fleiri kyn en bara hin hefðbundnu tvö!) og það er ekki aðeins skylda okkar að takast á við þann veruleika – í meðförum Spindrift Theatre verður sú skylda bæði ljúf og skemmtileg upplifun.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
9
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár