Í mars 2016 var Katrín Jakobsdóttir búin að vera formaður Vinstri grænna í þrjú ár. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, hafði tilkynnt að hann myndi ekki bjóða fram á ný. Katrín hafði á þessum tíma reglulega mælst sem sá stjórnmálamaður sem flestir landsmenn báru mest traust til. Í könnun sem MMR gerði fyrir Stundina, annan þeirra miðla sem nú mynda Heimildina, um hver ætti að vera næsti forseti landsins, nefndu 37 prósent aðspurðra Katrínu. Enginn annar komst nálægt henni.
Það vakti líka athygli að fólk nánast alls staðar að úr hinu pólitíska litrófi studdi Katrínu.
Katrín fór hins vegar ekki í forsetaframboð og næsti forseti varð á endanum Guðni Th. Jóhannesson. Þess í stað var hún komin í snemmbúnar kosningar haustið 2016, sem boðað var til í kjölfar opinberunar Panamaskjalanna. Í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á þinginu í maí 2016 sagði Katrín þær afhjúpanir sem þar komu fram hafa …
Það er skemmst frá að segja, að áhrif VG í þremur ríkisstjórnum eru engin, hvort heldur litið er til væntinga þeirrar Vinstrihreyfingar græns framboðs, sem stofnuð var um síðustu aldamót og er allt annar flokkur en VG dagsins í dag, eða pólitískra áhrifa yfirleitt. Það hefur hvarflað að mér í fullri alvöru, að Steingríms- og flokkseigendaarmur VG hafi aldrei haft í hyggju við stofnum flokksins að byggja upp samtök vinstrisósíalista og róttækra verkalýðssinna; með öðrum orðum, að Steingrímur, Álfheiður og kvennalistafraukurnar sem þau höfðu með sér á vettvang hafi komið til leiks undir fölsku flaggi, - að þeirra auðvirðilega hugsjón hafi ekki náð lengra en að koma sér upp borgaralegum stjórnmálaflokki fyrir sig og sína, einhverskonar einkavæddum, hægrisinnuðum framsóknarflokki, sem væri eftirsóknarverður til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og auðvaldið við rúllettuborð kapítalismans.