Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.

Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Taka tvö Vinstri græn ákváðu að endurnýja samstarf sitt við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eftir kosningarnar 2021 þrátt fyrir fylgistap. Mynd: Bára Huld Beck

Í mars 2016 var Katrín Jakobsdóttir búin að vera formaður Vinstri grænna í þrjú ár. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, hafði tilkynnt að hann myndi ekki bjóða fram á ný. Katrín hafði á þessum tíma reglulega mælst sem sá stjórnmálamaður sem flestir landsmenn báru mest traust til. Í könnun sem MMR gerði fyrir Stundina, annan þeirra miðla sem nú mynda Heimildina, um hver ætti að vera næsti forseti landsins, nefndu 37 prósent aðspurðra Katrínu. Enginn annar komst nálægt henni. 

Það vakti líka athygli að fólk nánast alls staðar að úr hinu pólitíska litrófi studdi Katrínu.

Katrín fór hins vegar ekki í forsetaframboð og næsti forseti varð á endanum Guðni Th. Jóhannesson. Þess í stað var hún komin í snemmbúnar kosningar haustið 2016, sem boðað var til í kjölfar opinberunar Panamaskjalanna. Í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á þinginu í maí 2016 sagði Katrín þær afhjúpanir sem þar komu fram hafa …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Audunsson skrifaði
    Nokkuð góð greining. Ég var stofnfélagi í flokknum þar sem ég taldi hann skársta kostinn, en lét mig hverfa vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn. Ég er mjög sammála því að flokkurinn er í raun núna borgaralegur valdaflokkur, ætti í raun að heita Hreifingin, framboð (HF). Þessi þróun minnir um margt á danska stjórnmálaflokkinn Radikale venstre. Þegar hann var stofnaður var hann frekar róttækur flokkur eins og nafnið ber með sér (Róttæki vinstriflokkurinn). Í dag er flokkurinn borgaralegur mið-hægriflokkur sem oftar en ekki situr í ríkisstjórn, annað hvort til hægri eða vinstri. VG hefur verið kvenfrelsisflokkur og mjög fylgjandi mannréttindum minnihlutahópa með grænum áherslum eins og Radidale venstre . Það er því VG sérstaklega erfitt að kyngja árásum dómsmálaráðherra á flóttamenn. Þá er lítið eftir. Ekki fer mikið fyrir grænu áherslunum. Flokkurinn bakkar í mannréttindamálum. Varla neitt eftir en einhverskonar yfirstéttarfemínismi enda virðast tekjuháar konur vera helsti stuðningshópur flokksins.
    6
    • Viðar Magnússon skrifaði
      Sammála þér að öllu leiti var einn af stofnfélagum á Suðurlandi og sagði mig úr flokknum þegar ákveðið var að fara í stjórn með íhaldinu
      2
  • trausti þórðarson skrifaði
    Efasemdir mínar um VG hafa vikið fyrir djúpri fyrirlitningu.
    3
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Ég hef heyrt frasann um að vera í stjórnmálum til að hafa áhrif úr þessari átt. Jú, fylgismenn þessarar vafasömu kenningar virðast telja að það að setjast í ríkissjórn með hverjum sem er og við hvaða kringumstæður sem er sé besta og eina leiðin til að hafa þessi eftirsóknarverðu ,,áhrif". Nú, þessi hundalógík um ,,að vera í poletik til að hafa áhrif" hefur um árabil verið eina hugsjón Flokkseigendafélags VG, með þeim árangri að þeim hefur tekist að þurrka út arfleifð Einars og Brynjólfs, Lúðvíks og Eðvarðs og sósíalismans úr öllum bókum VG. Þess í stað gerði Flokkseigendafélagið VG að fullkomlega poletisku viðrini, sem almenningur hlær að.

    Það er skemmst frá að segja, að áhrif VG í þremur ríkisstjórnum eru engin, hvort heldur litið er til væntinga þeirrar Vinstrihreyfingar græns framboðs, sem stofnuð var um síðustu aldamót og er allt annar flokkur en VG dagsins í dag, eða pólitískra áhrifa yfirleitt. Það hefur hvarflað að mér í fullri alvöru, að Steingríms- og flokkseigendaarmur VG hafi aldrei haft í hyggju við stofnum flokksins að byggja upp samtök vinstrisósíalista og róttækra verkalýðssinna; með öðrum orðum, að Steingrímur, Álfheiður og kvennalistafraukurnar sem þau höfðu með sér á vettvang hafi komið til leiks undir fölsku flaggi, - að þeirra auðvirðilega hugsjón hafi ekki náð lengra en að koma sér upp borgaralegum stjórnmálaflokki fyrir sig og sína, einhverskonar einkavæddum, hægrisinnuðum framsóknarflokki, sem væri eftirsóknarverður til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og auðvaldið við rúllettuborð kapítalismans.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár