Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni

Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.

Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni

Dómsuppsaga verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Arnars Þórs Ingólfssonar, blaðamanns á Heimildinni, og Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra á Heimildinni, gegn Páli Vilhjálmssyni framhaldsskólakennara. Arnar og Þórður störfuðu áður á Kjarnanum og stefndu Páli fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.  

Páll, sem heldur úti bloggsíðu á mbl.is, sagði blaðamennina „eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans“ í tengslum við umfjöllun þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Kjarninn, sem nú er hluti af Heimildinni, birti fréttir sínar um „skæruliðadeildina“ í maí árið 2021. Þar var fjallað um óeðlilega hagsmunagæslu hóps fólks sem tengdist Samherja með einum eða öðrum hætti. Reyndi það til dæmis að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins.

Páll Vilhjálmsson skrifaði fjölmargar bloggfærslur um málið, þar sem hann m.a. sakaði blaðamennina tvo um að hafa komið að því að stela síma Páls skipstjóra og byrla fyrir honum. 

Páli var boðið að draga aðdróttanir sínar til baka. Því hafnaði hann og var í kjölfarið stefnt og ómerkingar krafist á tvennum ummælum Páls:

Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, [...] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.

og

Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september.

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni er fjallað um atburði sem tengjast Heimildinni og starfsmönnum fjölmiðilsins beint.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár