Í að verða 850 daga hefur Bríet Blær Jóhannsdóttir beðið eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð. Hún var nýorðin 26 ára þegar hún skráði sig á biðlista eftir aðgerðinni en verður 29 ára á þessu ári og segir að miða við stöðuna komi henni ekki á óvart að hún verði orðin þrítug þegar hún loksins komist í hana. Þegar hún skráði sig á biðlistann gerði hún grín að því við vinkonur sínar að hún yrði örugglega þrítug þegar hún kæmist í aðgerðina því biðlistinn væri svo langur, en hana óraði ekki fyrir því að grínið gæti nokkurn tíma orðið að veruleika. „Aðgerðin er orðin að fjarlægum draumi frekar en eitthvað sem ég treysti á að muni gerast,“ segir hún.
Líf í biðstöðu
Tilhugsunin um að missa mögulega af öllum þrítugsaldrinum án þess að fá að komast í réttan líkama er henni þungbær. „Ég horfi upp á vinkonur mínar á svipuðum aldri …
Klárlega mikilvægastu málefnin í þjóðfélaginu í dag.
Nota skattpeninga í skurðaðgerðir handa transfólki svo það geti upplifað drauma sína um að lifa saurlífi.
Hnignun.