Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ef það hallar á einhvern kynþátt í þessari uppfærslu hallar á Ameríkana“

Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir, óperu­stjóri Ís­lensku óper­unn­ar, vís­ar gagn­rýni um „yellow face“ í upp­færslu óper­unn­ar á Madama Butterfly á bug. Það hvað telj­ist „yellow face“, þeg­ar hvítt fólk ein­fald­ar og klæð­ir sig í klæði ann­ars kyn­þátt­ar, sé alltaf hug­lægt og nán­ast ómögu­legt að finna sam­nefn­ara.

„Ef það hallar á einhvern kynþátt í þessari uppfærslu hallar á Ameríkana“
Vísar gagnrýni á bug Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri íslensku óperunnar, vísar gagnrýni um að notast sé við „yellow face“ í uppfærslu óperunnar á Madama Butterfly, á bug en segir jafnframt alla umræðu vera til hins góða. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ef það hallar á einhvern kynþátt í þessari uppfærslu þá er það Ameríkanar, sem eru þarna grunnhyggnir og sjálfumglaðir og gera það sem þeim sýnist,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, um gagnrýni á uppfærslu óperunnar á Madama Butterfly. „Sympatían er öll með aðalpersónunni sem er þessi japanska unga stúlka,“ bætir hún við og útskýrir svo að menningu Japan sé haldið í heiðri í sýningunni. „Eins mikið og Puccini,“ höfundur verksins, „er fær um af því að hann hafði nú aldrei komið til Japan sjálfur, blessaður.“

Síðustu daga hafa einstaklingar af asískum uppruna, búsettir á Íslandi, gagrýnt uppfærsluna, sagt hana ýta undir „skaðlegar og hættulegar staðalímyndir“, eins og Daniel Roh, kóresk-bandarískur maður búsettur á Íslandi, orðar það í aðsendri grein á Vísi. Hann segir leikara í uppfærslunni klæðast „yellow face“ með augabrúnir sem vísa upp á við, mjó yfirvaraskegg og svartar hárkollur. Laura Liu, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er af kínversk-bandarískum uppruna, sakar aðstandendur uppfærslunnar einnig um að notast við „yellow face“ með því að klæða sig í annan kynþátt í formi búninga. „Það kallast að afmanneskjuvæða fólk. Gerið betur,“ skrifar Laura í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Steinunn, sem er í forsvari fyrir sýninguna sem óperustjóri, segir að gagnrýnin hafi verið „fyrirséð“ og sé af hinu góða. Sjálf hafi hún lagt skýrar línur frá upphafi um að ekki yrði notast við yellow face í uppfærslunni. „Það er ekki notað í sýningunni. Það er engum andlitum breytt úr íslenskum í japönsk með farða.“ Hún segir „útlit Japana“ hafa verið túlkað með búningum og hárkollum.

En með yellow face er verið að vísa í annað og meira en farða og hárkollur. Það er verið að vísa til þess að þarna sé verið að klæða fólk í annan kynþátt með búningum.

„Akkúrat, en það er samt þrönga skilgreining leikhússins á yellow face. Fyrir 30 árum, þegar sýningin var fyrst sett upp, voru skásett augu og hvítur farði. Við fórum ekki þá leið.“

Síðan vísar hún gagnrýni þeirra Lauru og Daniel á bug. „Það var ein fyrsta línan sem ég lagði upp með, að það yrði ekki yellow face í sýningunni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem við notum.“

Er það ykkar skilgreining sem skiptir mestu máli ef fólk af asískum uppruna er að benda á þetta?

„Já.“

Heldur þú að það geti ekki skilgreint það betur en hvítt leikhúsfólk á Íslandi?

„Þetta er svo ofboðslega huglægt. Ef við erum að segja sögu sem er að gerast í Japan fyrir hundrað árum þá verður það að vera trúverðugt að fólkið sé í Japan.“ 

Hennar afstaða og annarra sem komu að sýningunni hafi verið sú að „flytja verkið eins og höfundur samdi það“. Þótt mikið sé um það í leikhúsum um þessar mundir að aðlaga verk nútíma gildismati sé hennar afstaða þessi: „Mér finnst rosalega mikilvægt að við lærum af fortíðinni en ritskoðum hana ekki eða dauðhreinsum.“

Eitthvað telur hún þá sem komu að uppfærslunni „vera að gera rétt“ vegna þess að óperan hafi aldrei „fengið betri dóma fyrir neina sýningu“. „Gagnrýnandi sem skrifaði lofsamlega um sýninguna er sjálfur af asískum ættum og sá ekkert athugavert við uppfærsluna,“ segir hún. 

„Ég held að við getum ekki einu sinni reynt að geðjast öllum“
Steinunn Birna

Aðspurð að því hvort það standi til að bregðast við gagnrýninni, segir hún: „Þetta er okkar heildsteypta uppfærsla af þessari óperu. Mér þykir leitt ef framsetningin eða eitthvað í þessari uppfærslu kemur illa við einhvern, en kannski er það bara óhjákvæmilegt í leikhúsinu.“

Er það óhjákvæmilegt?

„Já, nekt truflar til dæmis suma en aðra ekki. Þetta er eðli þessa listforms og leikhússins almennt að fólk upplifir það rosalega ólíkt. Ég held að við getum ekki einu sinni reynt að geðjast öllum. Við getum bara haft virðingu að leiðarljósi.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hvað er list og hvað er listrænt?

    Því miður fannst mér öll tilsvör óperustjórans bera vott um ótrúlegan hroka. Hvað veit hún um það hvað er listrænt og hvað ekki? Hún veit það ekki frekar en nokkur annar.

    Til þessa hefur enginn heimspekingur getað skilgreint hvað list er svo það sé almennt viðurkennt nema í litlum hópum fólks og það þjóni hagsmunum fólks í slíkum hópi.

    Það er nefnilega algjörlega einstaklingsbundið hvað hverjum og einum finnst. Síðan er allt mat á fegurð og gæðum þessa leikhúsverk metið eftir mælikvarða handverksins. Það sama á við um tónmenntir í verkinu sem mér finnst á köflum falleg.

    En hitt er síðan rétt hjá stjóranum, að þetta leikverk sýnir auðvitað vel hvernig herveldin koma fram við flestar þjóðir sem eru minnimáttar hvað hervald snertir. Það hefði auðvitað mátt leggja áherslu á það atriði
    0
  • Páll Pálsson skrifaði
    Eru òperusjòrar à íslandi òmentađur skríl sem ekki skilur neit í neinu ....
    0
  • Anna Á. skrifaði
    Síðast þegar ég vissi, voru Ameríkanar ekki kynþáttur heldur landsmenn Norður Ameríku.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu