Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lestur Fréttablaðsins heldur áfram að dala – Kominn undir 15 prósent

Eft­ir að Frétta­blað­ið tók þá ákvörð­un í byrj­un árs að hætta að dreifa blað­inu heim til fólks hef­ur lest­ur blaðs­ins hrun­ið úr 28,2 í 14,5 pró­sent. For­stjóri út­gáfu­fé­lags blaðs­ins boð­aði auk­inn lest­ur í fe­brú­ar. Það gekk ekki eft­ir. Lest­ur Heim­ild­ar­inn­ar jókst milli mán­aða.

Lestur Fréttablaðsins heldur áfram að dala – Kominn undir 15 prósent
Dreifing Áhugasamir, sem fengu áður Fréttablaðið í gegnum lúguna hjá sér, þurfa nú að sækja sér blaðið á fjölfarna staði á borð við stórmarkaði. Mynd: Heimildin

Lestur Fréttablaðsins hélt áfram að falla í síðasta mánuði og mælist nú 14,5 prósent. Lesturinn hrundi í janúarmánuði þegar hann fór úr 28,2 prósent í 15,7 prósent í kjölfar þess að Torg, útgáfufélag blaðsins, ákvað að hætta að dreifa blaðinu í hús. Nú er það aðgengilegt á ýmsum stöðum á borð við stórmarkaði og bensínstöðvar auk þess sem hægt er að lesa Fréttablaðið í stafrænni útgáfu. 

Hrun í lestriÁkvörðun útgáfufélags Fréttablaðsins um að hætta að dreifa blaðinu heim til fólks hefur haft mikil áhrif á lestur blaðsins.

Lestur blaðsins er enn minni hjá aldurshópnum 18 til 49 ára. Þar mælist hann nú 7,7 prósent en var 17,4 prósent í desember. 

Morgunblaðið, sem er áskriftarblað en er dreift endurgjaldslaust í aldreifingu á fimmtudögum, hefur bætt við sig lestri samhliða þessari þróun. Frá því í desember hefur lestur blaðsins í heild farið úr 17,8 prósent í 19,1 prósent og hjá fullorðnum undir fimmtugu hefur hann aukist úr 8,2 í 8,7 prósent á tveimur mánuðum. 

Lestur Heimildarinnar, sem kemur út á tveggja vikna fresti, eykst milli mánaða. Hann fer úr 8,5 í 8,7 prósent. Lestur blaðsins hjá aldurshópnum 18-49 ára stendur í stað milli mánaða í 6,3 prósentum. 

Boðaði aukinn lestur í febrúar

Sú þróun sem orðið hefur á lestri Fréttablaðsins er ekki í takti við þær væntingar sem útgáfufélag blaðsins hafði til breytinganna. Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í upphafi ársins var tilkynnt um breytta dreifingu og þar haft eftir Jóni Þórissyni, forstjóra Torgs, að ekki væri búist við því að lestur blaðsins kæmi til með að dragast saman. 

Þegar það gerðist í fyrstu mælingu eftir breytingarnar sagði Jón, í samtali við vef DV sem einnig er í eigu Torgs, að það væri „villandi að birta meðal­tals­lestur blaðsins allan janúar á meðan breytingin gekk yfir, en miklu raun­hæfara að skoða tölurnar fyrir seinni hluta mánaðarins þegar breytingin var um garð gengin.“ Í febrúar mætti búast við að lestur Fréttablaðsins myndi aukast til muna. 

Það gerðist ekki. Þess í stað dróst hann áfram saman. 

Náðu um tíma yfirburðarstöðu

Með þeirri dreif­ingu sem áður var, þar sem blaðið kom inn um lúgu fjölda fólks á hverjum morgni, náði Frétta­blaðið yfir­burða­stöðu á prent­mark­aði á Íslandi. Vorið 2007 sögð­ust til að mynda 65,2 pró­­­­­­sent lands­­­­­­manna lesa Frétta­­­­­­blað­ið. 

Síðan hefur fjarað jafnt og þétt undan lestr­inum vegna ýmissa ástæðna. Tækni­bylt­ing sam­hliða snjall­væð­ingu og staf­rænum fram­förum hefur skilað breyttri neyslu­hegð­un, enda leiðir les­enda og áhorf­enda til að nálg­ast fréttir allt aðrar í dag en þær voru fyrir 15 árum síð­an. 

Lestur Frétta­blaðs­ins hefur dreg­ist hratt saman sam­hliða þessum breyt­ing­um. Hann fór undir 50 pró­sent 2015, undir 40 pró­sent fyrir tæpum þremur árum undir 30 pró­sent í fyrra og í síð­ustu mæl­ingu fyrir breyt­ing­arnar á dreifi­kerf­inu stóð hann í 28,2 pró­sent­um. Nú er hann svo kominn undir 15 prósent. 

Sam­drátt­ur­inn er enn meiri hjá yngri hluta þjóð­ar­inn­ar, full­orðnum ein­stak­lingum undir 50 ára sem alla jafna eru taldir mik­il­væg­ustu skot­mörk aug­lýsenda. Hjá þeim hópi hefur lest­ur­inn farið úr 64 pró­sent í 7,7 pró­sent á um tólf árum. 

Mik­ill tap­rekstur

Frétta­­blaðið er í eigu útgáfu­­­­fé­lags­ins Torgs og er flagg­­­­skip þess félags. Félagið rekur einnig vefmiðlana dv.is, eyjan.is, pressan.is, 433.is, hringbraut.is, frettabladid.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina Hring­braut.

Útgáfu­­­­­­dögum Frétta­­­blaðs­ins var fækkað úr sex í fimm á viku á árinu 2020 þegar hætt var með mán­u­­­­­­dags­út­­­­­­­­­­­gáfu blaðs­ins. 

EigandinnHelgi Magnússon aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs.

Torg er í eigu tveggja félaga, Hof­­­­­­garða ehf. og HFB-77 ehf. Eig­andi fyrr­­­­­­nefnda félags­­­­­­ins er fjár­­­­­­­­­­­fest­ir­inn Helgi Magn­ús­­­­­­son og hann á 82 pró­­­­­­sent í því síð­­­­­­­­­­­ar­­­­­­nefnda. Helgi er auk þess stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­for­­­­­­maður Torgs. Aðrir eig­endur þess eru Sig­­­­­­urður Arn­gríms­­­­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­­­­skipta­­­­­­fé­lagi Helga til margra ára, áður­­­nefndur Jón Þór­is­­­­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­­­­stjóri Frétta­­­­­­blaðs­ins og núver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Torgs, og Guð­­­­­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­­­­­varps­­­­­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­­­­­kvæmda­­­­­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­­­­­mála og dag­­­­­­­­­­­skrár­­­­­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­­­­­arra en Helga er hverf­andi.

Hóp­­­­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­­­­­að­­­­­­ar­­­­­­mál en í árs­­­­­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­­­­­ins.  

Tap af reglu­­legri starf­­semi fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins Torgs var 325,7 millj­­ónir króna á árinu 2021,, sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi félags­­ins. Heild­­ar­tapið var 252,5 millj­­ónir króna en þar munar mestu um að tekju­skattsinn­­eign vegna taps árs­ins var bók­­færð sem tekjur upp á 73 millj­­ónir króna. Upp­­safnað skatta­­legt tap nýt­ist ekki nema að fyr­ir­tæki skila hagn­að­i. 

Á árunum 2019 og 2020 var millj­­­arðs króna tap af reglu­­­legri starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­an­lagt hefur því verið rúm­­lega 1,3 millj­­arða króna tap af henni á þremur árum. Heild­­ar­tap, þegar búið er að taka til­­lit til þeirrar tekju­skattsinn­­eignar sem skap­að­ist vegna taps­ins á þessum árum, var tæp­­lega 1,1 millj­­arður króna.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár