Það hefur ekki farið framhjá neinum í listasenunni að Ægisgata 7 hefur lifnað við og innan veggja hússins vex múltí-komplexið Fyrirbæri/Phenomenon. Fyrirbæri hýsir vinnustofur fjölmargra listamanna og sameiginlega sýningaraðstöðu þeirra.
„Þetta er listamannarekið fyrirbæri; vinnustofurnar, gallerírýmið og residensíu-prógram að þróast,“ segir Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, sem rekur rýmið. Hún bætir því við að Fyrirbæris-rýmið tilheyri kjallara, fyrstu og annarri hæð í hinni fagurgulu Ægisgötu 7. „Þetta eru um 1.100 fermetrar í heildina, brúttó. Við erum yfir 35 listamenn, þvert á listgreinar, sem erum með vinnustofur og svo erum við með sýningarými sem er um 10 prósent af heildarstærðinni.“
Eru enn þá laus pláss? „Já, í opnum rýmum er laust.“
Myndlistarfjölskylda og nágranni
Markmið Fyrirbæris er að skapa tækifæri fyrir framþróun myndlistar og mikilvægasti grunnur til þess eru góðar vinnustofur, sem Ægisgata 7 býr að. „Aðgengi inn á vinnustofur er fullkomið, þar sem byggingin er sniðin fyrir flókin og fyrirferðarmikil …
Athugasemdir