Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.

Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
Listamaðurinn Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir hafði lengi horft löngunaraugum á rýmið, en hún er ein þeirra sem stendur að baki Fyrirbæri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það hefur ekki farið framhjá neinum í listasenunni að Ægisgata 7 hefur lifnað við og innan veggja hússins vex múltí-komplexið Fyrirbæri/Phenomenon. Fyrirbæri hýsir vinnustofur fjölmargra listamanna og sameiginlega sýningaraðstöðu þeirra.

„Þetta er listamannarekið fyrirbæri; vinnustofurnar, gallerírýmið og residensíu-prógram að þróast,“ segir Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, sem rekur rýmið. Hún bætir því við að Fyrirbæris-rýmið tilheyri kjallara, fyrstu og annarri hæð í hinni fagurgulu Ægisgötu 7. „Þetta eru um 1.100 fermetrar í heildina, brúttó. Við erum yfir 35 listamenn, þvert á listgreinar, sem erum með vinnustofur og svo erum við með sýningarými sem er um 10 prósent af heildarstærðinni.“

Eru enn þá laus pláss? „Já, í opnum rýmum er laust. 

Myndlistarfjölskylda og nágranni

Markmið Fyrirbæris er að skapa tækifæri fyrir framþróun myndlistar og mikilvægasti grunnur til þess eru góðar vinnustofur, sem Ægisgata 7 býr að. „Aðgengi inn á vinnustofur er fullkomið, þar sem byggingin er sniðin fyrir flókin og fyrirferðarmikil …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.
Suðurlandstvíæringur: tala, borða og kanna þanþol
MenningHús & Hillbilly

Suð­ur­landstvíær­ing­ur: tala, borða og kanna þan­þol

Hóp­ur mynd­listar­fólks, hönnuða, arki­tekta og tón­list­ar- og fræða­fólks starfar – borð­ar og spjall­ar – sam­an und­ir for­merkj­um Suð­ur­landstvíær­ings­ins. Tví­ær­ing­ur­inn (South Ice­land Biennale) er lif­andi, marg­þjóð­leg­ur, þverfag­leg­ur vett­vang­ur lista, menn­ing­ar og nátt­úru. Síð­an í sum­ar hef­ur hóp­ur­inn þró­að alls kyns list­við­burði í upp­sveit­um Suð­ur­lands en fyrst og fremst bú­ið til rými til að eiga frjótt sam­tal, inn­an hóps­ins og út fyr­ir endi­mörk tví­ær­ings­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár