Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinna saman að heilbrigðu heilbrigðiskerfi

„Ör­yggi starfs­manna er ör­yggi sjúk­linga,“ seg­ir Ásta Krist­ín sem stend­ur að stofn­un hags­muna­sam­taka fyr­ir heil­brigð­is­starfs­menn, sjúk­linga og að­stand­end­ur þeirra sem lent hafa í al­var­leg­um at­vik­um í heil­brigðis­kerf­inu. „Upp­lif­un­in er erf­ið fyr­ir alla að­ila.“

Vinna saman að heilbrigðu heilbrigðiskerfi
Allir í sama liði Ásta Kristín Andrésdóttir, einn þriggja stofnenda Heilsuhags, hagsmunasamtaka heilbrigðisstarfsmanna, sjúklinga og aðstandenda þeirra sem orðið hafa fyrir alvarlegu atviki í heilbrigðisþjónustu, segir mikilvægt að styðja jafn vel við báða hópa, starfsmenn og sjúklinga og aðstandendur þeirra og samtökin muni vinna að því. Mynd: Heiða Helgadóttir

Síðasta sumar komu tveir hjúkrunarfræðingar að máli við Ástu Kristínu Andrésdóttur til að athuga hvort hún hefði hug á að stofna með þeim hagsmunasamtök. Ásta Kristín er hjúkrunarfræðingur og eini heilbrigðisstarfsmaðurinn hér á landi sem hefur sætt ákæru fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Hagsmunasamtökin hafa það á stefnuskránni að gæta hagsmuna starfsmanna sem hafa lent í óvæntum atvikum í störfum sínum, sem og sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í atvikum. Með óvæntum atvikum er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni.

„Fólk skilur kannski ekki hvernig samtökin geta verið fyrir bæði heilbrigðisstarfsmenn og sjúklinga og aðstandendur þeirra, því sumir telja kannski að þessir hópar séu upp á móti hvor öðrum og í sitt hvoru liðinu,“ segir Ásta, „en afleiðingarnar geta verið þær sömu fyrir alla aðila, áfallastreita eða áfallastreituröskun. Upplifunin er erfið fyrir alla aðila og við viljum styðja þá.“

Öryggi starfsmanna er öryggi sjúklinga, segir hún. „Þetta er samofið. Ef þú ert öruggur í vinnu minnka líkurnar á að eitthvað gerist sem átti ekki að gerast.“

Hafa mismunandi reynslu

Stofnfélagarnir hafa allar reynslu af því að takast á við óvænt atvik inni í heilbrigðiskerfinu, en hafa þó verið í mismunandi hlutverkum. Gyða og Málfríður þekkja það að takast á við þetta sem sjúklingur annars vegar og aðstandandi hins vegur og Ásta sem heilbrigðisstarfsmaður. Sér hún fyrir sér að geta stutt aðra heilbrigðisstarfsmenn sem lenda í slíkri stöðu. „Þegar ég var sýknuð þá átti allt að verða í lagi. Það var enginn sem sagði mér að eftir þriggja ára áfallastreitu myndi heimurinn minn kollvarpast.“

Telur landlæknisembættið ekki nógu hlutlaustGyða Ölvisdóttir, einn þriggja stofnenda Heilsuhags, segir landlæknisembættið ekki nógu hlutlaust þegar kemur að rannsókn atvika vegna nálægð þess við kerfið.

Hún sér fyrir sér að vinna með starfsmönnum í grúbbum, svo þeir hafi tækifæri til að tjá sig um þessi atvik. Hún vill styðja þá svo þeir „detti ekki fram af brúninni“ þegar málinu er lokið. „Ef mál fara í ákæruferli má viðkomandi ekki tjá sig á opinberum vettvangi. En hann getur komið til okkar, tjáð sig þar og við hlustum.“ Sjálf hefði hún grætt mikið á því að slíkt úrræði væri til staðar fyrir hana á sínum tíma.  

Mikilvægt að óttast ekki refsilöggjöfina

Að mati Ástu er mikilvægt að fræða heilbrigðisgeirann um langtímaáhrif þess að lenda í atviki, en um leið efla fræðslu um mikilvægi þess að skrá atvik, svo hægt sé að læra af þeim. „Það er mikilvægt að vera ekki hræddur við refsilöggjöfina, því það er verið að vinna að því að breyta henni,“ segir hún og vísar til þess að nú liggja fyrir í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um refsiábyrgð vegna alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. 

„Við verðum öll neytendur kerfisins á einum tímapunkti eða öðrum“
Gyða Ölvisdóttir

Stærsta breytingin sem frumvarpið felur í sér er að hægt er að gera heilbrigðisstofnanir ábyrgar þegar alvarleg atvik leiða til dauðsfalls eða stórfellds líkamstjóns, að því gefnu að atvikið megi rekja til margra samverkandi þátta í starfsemi hlutaðeigandi stofnunar, frekar en einstaka heilbrigðisstarfsfólki. 

Í drögunum segir að núgildandi ábyrgðarkerfi í heilbrigðiskerfinu byggi refsiábyrgð fyrst og fremst á sök einstaklinga, sem geti haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Það geti „beinlínis hindrað framþróun öryggismenningar og dregið úr öryggi sjúklinga“.  

Alvarleg atvik Fjöldi tilkynninga um alvarleg atvik eftir mánuði, árin 2021 og 2022.

Samtökin eru ekki stríðsverkfæri

Ásta Kristín skrifaði umsögn um frumvarpið þar sem hún greindi meðal annars frá því að nýju hagsmunasamtökin Heilsuhagur gætu gagnast í fræðslustarfsemi. „Það er ekki hugsað sem stríðsverkfæri gegn heilbrigðiskerfinu, heldur meira sem ábending um að báknið, Landspítalinn, ríkið og aðrar heilbrigðisstofnanir taki málin alvarlega, hugsi um sína húsbóndaábyrgð, hlusti á sjúklinga og aðstandendur ásamt því að hlúa að sínu starfsfólki og verja það fyrir til dæmis umfjöllunum í fjölmiðlum þar sem fólk er nafngreint.“

Þar segir jafnframt að von hennar sé að stofnuð verði óháð nefnd innan heilbrigðiskerfisins til að yfirfara atvik. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að atvik verði rannsökuð af Landlæknisembættinu, jafnvel þótt lögregla hafi fyrst fengið tilkynningu um málið. Ef um refsiverða háttsemi í heilbrigðisþjónustu sé að ræða verði það áfram lögregla sem sinnir rannsókninni. 

„Það var enginn sem sagði mér að eftir þriggja ára stanslausri áfallastreitu myndi heimurinn minn kollvarpast“
Ásta Kristín Andrésdóttir

Ásta segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar hafi trú á því að málin rati í réttan farveg. „Að þú lendir ekki í þeirri stöðu að vera sakborningur eða sakfelld fyrir kerfi sem styður ekki rétt við þig.“

Undir þessa krefu tekur Gyða Ölvisdóttir, önnur þeirra sem kom að máli við Ástu á sínum tíma. Hún segir embætti Landlæknis ekki geta talist hlutlaus stofnun þegar kemur að rannsókn atvika, vegna nálægðar stofnunarinnar við heilbrigðiskerfið. Því óski hún einnig eftir því að sett verði á stofn óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka atvik. Heilbrigðisyfirvöld ættu einnig að nota þjónustukannanir í uppbyggingu á gæðastarfi og öryggismenningu, með reglubundnum hætti. Sjálf skrifaði hún meistararitgerð um slíkar kannanir. 

Úrvinnsla alvarlegra atvikaFjöldi tilkynninga um alvarleg atvik eftir árum og stöðu úrvinnslu.

 Allir verða neytendur heilbrigðiskerfisins

Gyða segir mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um hvernig best sé að bregðast við sjúklingum og aðstandendum þeirra þegar atvik verða. Lögbundið er að halda skrá um óvænt atvik í heilbrigðiskerfinu, í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki, en heilbrigðisstarfsfólk eigi það til að gera lítið úr vandamálinu til að lágmarka hættuna á að lenda í því sama og Ásta, og enda sem sakborningur í lögreglumáli. Þess vegna er mikilvægt fyrir Gyðu að í samtökunum sé vettvangur fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga og aðstandendur þeirra, að slík samvinna geti leitt af sér „heilbrigt heilbrigðiskerfi“ eins og hún orðar það. „Það er mikilvægt að skjólstæðingar heilbrigðisþjónustu fái tækifæri til þess að byggja upp betri þjónustu,“ segir hún og bætir við: „Við verðum öll neytendur kerfisins á einum tímapunkti eða öðrum.“ 

 Hún segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við stofnun samtakanna, nokkrir hafi sett sig í samband við hana og hrósað þeim þremur fyrir framtakið. Af því að það þýðir að „loksins sé eitthvað að gerast í þessum málum“ hér á landi. Framundan er aðalfundur samtakanna, sem fer fram þann 2. mars á hjúkrunarheimilinu Skjóli. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
5
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
10
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár