Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra

Há laun, um­fangs­mik­il mót­fram­lög í líf­eyr­is­sjóði, kaupauk­ar og kauprétt­ir eru allt hluti af veru­leika for­stjóra ís­lenskra stór­fyr­ir­tækja. Sá sem fékk mest á mán­uði í fyrra var með næst­um 19 millj­ón­ir króna að með­al­tali á mán­uði. Með­al­laun 15 for­stjóra í skráð­um fyr­ir­tækj­um hækk­uðu um 22 pró­sent milli ára og hafa hækk­að um rúm­lega þriðj­ung á tveim­ur ár­um.

Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra
Forstjórar skráðra félaga Laun tíu forstjóra í skráðum fyrirtækjum af 15 sem Heimildin kannaði hækkuðu milli ára. Þeir eru allir karlar. Fyrir utan forstjóra Marel lækkuðu bókfærð laun forstjóra tveggja félaga, Festis og Íslandsbanka. Þeim er báðum stýrt af konum. Mynd: Samsett / Heimildin - Davíð Þór

Meðallaun þeirra 15 forstjóra skráðra félaga á aðalmarkað sem höfðu skilað ársreikningi vegna síðasta árs í lok dags á miðvikudag voru 7,1 milljón króna á mánuði á árinu 2022. Innifalið eru allar hefðbundnar launagreiðslur, greiðslur í lífeyrissjóði, kaupaukar og í einu tilviki hluti af „keyptum starfsréttindum“ sem vinnuveitandi forstjórans greiddi til að fá hann til að skipta um vinnu. 

Forstjórar sömu félaga voru með 5,8 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2021 og 5,3 milljónir króna árið 2020, samkvæmt samantekt Heimildarinnar. Heildarlaun þeirra hafa því hækkað um 22 prósent á síðasta ári og 34 prósent á síðustu tveimur árum. Þau félög sem úttektin náði til eru Reitir, Reginn, Eimskip, Origo, Festi, Sýn, Sjóvá, Íslandsbanki, Kvika banki, Arion banki, Iceland Seafood, Síminn, Icelandair, SKEL og Marel.

Til samanburðar má nefna að lágmarkslaun á Íslandi þorra árs í fyrra voru 368 þúsund krónur á mánuði, eða um 4,4 …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þurfalingarnir íslensku

    Hér eru taldir upp af „Heimildinni“ nöfn nokkurra þurfalinga er njóta meiri styrkja af samfélaginu en nokkurt launafólk nýtur enda vinnur það fyrir hverri krónu sem það fær í laun fyrir vinnu sína.
    Þurfalingar af þessari gerð vinna alls ekki fyrir þeim launum sem þeir þiggja mánaðarlega.

    Langt í frá.

    Þótt hér séu bara örfáir nefndir til sögunnar eru þetta einu aðilarnir sem njóta allra þeirra skattþrepa sem skattakerfið býður upp á.

    Þeir njóta persónuafsláttarins að fullu eins og öryrkjar og láglaunafólkið.

    Auk þess njóta þeir beggja skatt þrepanna að fullu sem almennt launafólk gerir ekki.

    Flest af þessu fólki hefur miklar tekjur af fjármunum og fjárfest-ingum en slíkum tekjum greiða þeir aðeins 22% af arði. Þ.e.a.s. allur kostnaður sem fellur til við að fá arð er dreginn frá arðtekjum.


    Á tímum Davíðs Oddssonar greiddi þetta fólk aðeins 10% nettó-skatta sem kallaðir eru fjármagnstekjuskattur.

    Þá hefur þetta fólk oftast notið námslána sem eru félagsleg lán með verulega niðurgreiddum vöxtum. Lægstu vextir samfélagsins.

    Auk þess að hafa notið ókeypis háskólavistar og notið um leið skattafríðinda.

    M.ö.o. fólkið sem getur ekki séð fyrir sér sjálft af launum sínum. Hér í samantekt „Heimildarinnar“ eru nefnd all nokkur nöfn fyrirtæki sem heldur því uppi. Ég kýs að sleppa slíkri upptalningu.

    En nefni það svona í framhjáhlaupi, að líklega hefur allt þetta fólk tekið þátt í atkvæðagreiðslu samtaka fyrirtækjanna í landinu og samþykkt verkbann á alla Eflingar-félaga.

    Enda hafa félagsmenn Eflingar þar sýnt einstaka frekju með launakröfum sínum.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Eins og einhver vel metin kona sagði fyrir ekki svo löngu síðan.
    það vinnur engin fyrir milljón dollara á mánuði.
    Þau stela því!
    0
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Eg er nú meira að spekulera, hvað þessir ofurlauna karlar hafi til brunns að bera til að fá svona há laun og hvernig stjórnir fyrrtækjanna meta hæfni þessara forstjóra sem virðast meira virði en flestir.
    2
  • Jóhannes Guðmundsson skrifaði
    Það getur enginn siðmenntuð manneskja tekið á móti svona upphæð sem skiptir milljónum á mánuði og kallað það laun fyrir vinnuframlag sitt á einum mánuði þegar hluti af launþegum þessa lands getur ekki lifað á vinnuframlagi sínu!
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Svo lamast þjóðfélagið ef Verkalýðurinn biður um smábrot af því sem þessir menn fá í laun.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár