Sjálfstæðisflokkurinn er vel smurð maskína sem getur virkjað stóran hóp stuðningsfólks langt umfram aðra íslenska flokka. Leiðtogar flokksins vita að án fótgönguliða er flokkurinn ekkert. Það er ekki bara merkilegt að vera þingmaður eða ráðherra í Sjálfstæðisflokknum. Það er merkilegt að tilheyra flokknum. Heiður að þjóna flokknum. Heiður að vera Sjálfstæðismaður. Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra flokka, leggur rækt við þessar hugmyndir flokksfélaga. Á kjördæmadögum þingflokkanna fóru þingmenn flokksins í hringferð um landið og blaðamaður Heimildarinnar fylgdi þeim úr garði, á Grundartanga og í Borgarnes.
Sögulega er Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri stöðu. Hann mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins heldur er hann samkvæmt nýjustu viðhorfskönnunum í öðru sæti á eftir Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar með stærsta þingflokkinn sem telur sextán manns. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er ekki svipur hjá sjón og óralangt síðan hann hefur verið í meirihlutasamstarfi í Reykjavík. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk hann þar 24,5%. Árið 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík 60% …
Athugasemdir (4)