Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og fyrrverandi meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir í nýrri grein í Vísbendingu að það felist innri mótsögn í því fyrir Ísland að vera á innri markaði Evrópusambandsins en ekki aðili að sambandinu sjálfu.
Við þær aðstæður vaxi atvinnugreinar stjórnvöldum yfir höfuð. „Almenningur sem býr í krónuhagkerfinu greiðir þá ekki einungis hærri vexti en þeir sem búa í erlenda innlenda hagkerfinu heldur ráða kannski ekki svo miklu um mikilvæg þjóðfélagsmál þegar á reynir. Segja má að nútímavæðing íslenska hagkerfisins hafi hafist með inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið. En þótt mikið hafi áunnist þá vantar enn mikið upp á að innlend stjórnsýsla geti bæði greitt veginn fyrir innlendum atvinnugreinum og veitt þeim aðhald og eftirlit eins og dæmin sanna á undanförnum vikum. Sú spurning vaknar þá hvort ekki sé betra að fara alla leið!“
Gylfi segir að fyrirkomulagið geri það að verkum að Ísland taki ekki …
Athugasemdir (1)