Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1052. spurningakeppni: Hvað heitir litla álfastúlkan?

1052. spurningakeppni: Hvað heitir litla álfastúlkan?

Fyrri aukaspurning:

Hér er yfirlitsmynd af frægri sjóorrustu. Floti sem hér er sýndur með rauðu leggur úr höfn í firði einum og hyggst sigla sem leið liggur yfir að landinu hægra megin á myndinni og raunar lengra. En öðrum flota (hér sýndur með svörtu) hefur borist njósn af og mætir rauða flotanum á hafi úti og hófst þá harður slagur. Orrustunni lauk án þess að hvorugum flota tækist að vinna afgerandi sigur á hinum. Hvað kallast orrustan?

***

Aðalspurningar:

1.  Jennifer Aniston varð fræg fyrir að leika í ... hvaða sjónvarpsseríu?

2.  Hvaða ættarnafn ber breska konungsfjölskyldan?

3.  Dramb er ... hvað?

4.  Sauerkraut er víðfrægur þýskur réttur. Hvað er uppistaðan í honum?

5.  Hvaða viðurkenningu fékk veitingahúsið Dill árið 2017, fyrst íslenskra veitingahúsa?

6.  Hvað heitir hringtorgið stóra fyrir framan Hótel Sögu í Reykjavík?

7.  Hvernig fugl er langvía?

8.  Hvað heitir litla álfastúlkan sem kemur við sögu Péturs Pan — á íslensku?

9.  Hvaða svissneska súkkulaði var í áratugi tákn munaðar og framandleika á Íslandi af því eingöngu var hægt að kaupa það í fríhöfninni við komu frá útlöndum?

10.  Péturshorn er hæsti tindur á tilteknu fjalli, felli, jökli, gnúpi eða bjargi, 1.355 metra hátt. Hvar er Péturshorn?

***

Seinni aukaspurning:

Önnur sjóorrusta. Floti A (rauður) taldi sig hafa ráð flota B (blár) í hendi sér. Meginfloti A þokaði sér inn í sund þar sem floti B virtist í úlfakreppu. Á sama tíma hélt minnihluti flota A inn í sundið hinum megin frá til að stöðva (væntanlegan) flótta skipanna úr flota B. En allt snerist í höndum flota A. Skipin úr flota B voru mun liðugri og liprari og gjörsigruðu flota A á sundinu. Hvað kallast þessi sjóorrusta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Friends.

2.  Windsor.

3.  ... falli næst.

4.  Hvítkál.

5.  Michelin-stjörnu.

6.  Hagatorg.

7.  Svartfugl.

8.  Skellibjalla.

9.  Toblerone.

10.  Á Langjökli.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrra kortið sýnir orrustuna á Húnaflóa, sem kallast Flóabardagi. Suður snýr upp á þessari mynd.

Á neðra kortinu er yfirlit yfir orrustuna við Salamis 480 f.Kr. þar sem Grikkir gereyddu flota Persa.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár