Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Instagram er dautt

Berg­þór Más­son velt­ir In­sta­gram fyr­ir sér á flæk­ingi um heim­inn.

Instagram er dautt

Það hefur ekkert skemmtilegt eða áhugavert gerst á Instagram í að minnsta kosti fimm ár. Þetta er viðurkennd og óumdeild skoðun. Því meira sem miðillinn fór að skilgreina sjálfsmynd ungs fólks, því alvarlegra varð þetta, og því leiðinlegra. Ekki margir myndu mótmæla þessari yfirlýsingu eða koma forritinu til varnar. Það er ekkert í gangi þarna. Það slokknar á heilanum á manni um leið og maður opnar appið. Síðan sekkur það skjannahvítu skögultönnunum sínum djúpt inn í hálsinn á manni og sýgur burt lífsorkuna.

Samt eru allir þarna, að skoða annað fólk, skrollandi, sýnandi sjálft sig, vonandi að algoriþminn bjóði þeim upp á eitthvað sem lætur þau finna fyrir einhverju. En það gerist aldrei. Tilgangurinn er ekki þarna, merkingin er ekki þarna, fegurðin er ekki þarna, sannleikurinn er ekki þarna. Það er ekkert þarna.

En samt höldum við áfram. Á hverjum degi, milljón sinnum á dag. Það er ekkert nýtt að …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár