Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fagmannlega fléttuð Hollywood-vella á íslenskum jökli

Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir brá sér í bíó og rýndi Napó­leons­skjöl­in.

Fagmannlega fléttuð Hollywood-vella á íslenskum jökli
Vivian Ólafsdóttir í aðalhlutverki Sannar sig sem spennumyndaleikkona á heimsmælikvarða.
Sjónvarp & Bíó

Napó­leons­skjöl­in

Gefðu umsögn

Napóleonsskjölin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er spennumynd að sið Hollywood, vel saumuð flétta þar sem öllum spurningum áhorfenda er vandlega svarað á réttum tímum svo ekkert fari örugglega framhjá jafnvel meðalgreindasta áhorfanda.

Myndin er byggð á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, og er söguþræði hennar lýst á þennan veg á Kvikmyndir.is: „Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimsstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem svífast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.“

Handritshöfundurinn Marteinn Þórisson aðlagar bókina að skjánum og ljóst að hann er vel æfður í þeirri list að byggja upp spennu og halda uppi flæði hraðrar atburðarásarinnar. Veikleiki handritsins er þó persónusköpun og samtöl, sem áttu til að vera óraunveruleg og klisjukennd. 

Lýsandi fyrir þetta vandamál handritsins er sena þar sem CIA fulltrúi haldinn kvalalosta, leikinn af Adesuwa Oni, brýnir blýant og fer með einræðu um hvernig sumir séu alltaf hundar þó þeir þykist vera refir, eða álíka Hollywood-sósaða líkingu, áður en hún stingur æskugoð mitt, Atla Óskar Fjalarsson, í hálsinn með téðum blýanti. Leikarar myndarinnar inna sín störf þó vel af hendi þrátt fyrir þessa veikleika handritsins og ljóst að leikstjóri er lunkinn að kalla fram það besta í hverju og einu þeirra. 

Vivian Ólafsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar og sannar sig sem spennumyndaleikkona á heimsmælikvarða. Hún er jafnvíg á heljarstökk út um glugga og hnyttin tilsvör í hita augnabliksins, og má segja að hér sé stjarna fædd. Jack Fox túlkar breska háskólakennarann sem þjónar því hlutverki að miðla til áhorfenda sögulegu samhengi ráðgátunnar, og leysir ágætlega,  Iain Glen leikur vondakall með stóru vaffi listilega vel, og eins er Þröstur Leó auðvitað í essinu sínu í hlutverki föður aðalpersónanna, sjómanns sem siglir um úthöfin með íslenskt neftóbak í farteskinu.

Eftirminnilegustu senur myndarinnar á þó Ólafur Darri Ólafsson í aukahlutverki sem jarðbundinn bóndi sem kemur sérfræðingunum að sunnan til bjargar á hárréttu augnabliki. Hann lýsir upp skjáinn í hvert sinn sem hann sést á honum, en það er synd að mati gagnrýnanda að tefla þessum mest sjarmerandi leikara þjóðarinnar fram í því samhengi að hann sé einhvers konar kynlaus bóndi sem ekkert gerir annað en að borða hamborgara og drekka bjór. Þetta er leiðigjörn og letileg klisja úr minni Hollywood, þó Ólafur Darri moði það besta úr persónunni sem hægt er. Ég vona bara að hann hafi fengið borgað aukalega fyrir að ganga í þessum hrikalegu smekkbuxum.

„Á meðan á áhorfi stóð var ég með yfirgnæfandi þá tilfinningu að myndin væri einfaldlega ekki gerð fyrir mig heldur einhvern óræðan Netflix-áhorfanda sem stillir sig inn á myndina á laugardagskvöldi.“

Allt er til fyrirmyndar hvað varðar útlit og tæknilega þætti myndarinnar. Ég hef reyndar góðlátlegar áhyggjur af Heimi Sverrissyni, hann virðist hanna leikmynd um það bil allra mynda sem vert er að tala um í íslenskri kvikmyndagerð, sem hann innir afbragðsvel af hendi í hvert sinn en ég vona þó hann taki sér stöku sinnum helgarfrí. Búningar Sylvíu Daggar Halldórsdóttur voru sérlega eftirminnilegir og vel unnir. Í spennumynd gegnir tónlist lífsnauðsynlegu hlutverki til að viðhalda spennu, og Frank Hall vissi nákvæmlega hvað hann var að gera í tónlistarsköpun myndarinnar. Ákveðinn hápunktur í tónlistarvali var að sjá persónu breska háskólaprófessorsins sjóveikan og ælandi við Fallegan dag Bubba Morthens. 

Helsta markmið kvikmyndagerðar á Íslandi síðustu ár virðist hafa verið að „koma Íslandi á kortið“, hvort sem það þýðir að fá sem flestar erlendar kvikmyndapródúksjónir til landsins eða að hér séu gerðar myndir sem höfða til erlendra dreifingaraðila. Á meðan á áhorfi stóð var ég með yfirgnæfandi þá tilfinningu að myndin væri einfaldlega ekki gerð fyrir mig heldur einhvern óræðan Netflix-áhorfanda sem stillir sig inn á myndina á laugardagskvöldi. 

Ef áhorfandi stillir sig inn á að njóta svolítið klisjukenndra samtala og yfirdrifinnar íslenskrar landkynningar (sem nær hámarki þegar aðalpersónurnar fá sér pásu frá flótta úr bandaríska sendiráðinu til að gæða sér á pulsu við Sólfarið) eru Napóleonsskjölin fínasta skemmtun sem tekst að halda áhorfanda spenntum allan tímann – og þá hlýtur takmarkinu að vera náð.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu